Play flutti fleiri í júlí en allt árið 2021 Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 10:26 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 109.937 í júlí sem er fjórðungsaukning frá farþegafjölda í júní. Fjöldi farþega í júlí 2022 er meiri en samanlagður fjöldi allra farþega sem Play flutti á árinu 2021. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að sætanýting hafi numið 87,9 prósentum í júlí samanborið við 78,2 prósent í júní og 69,6 prósent í maí. „Þessi hagfellda þróun helgast að mestu leyti af tengiflugi PLAY yfir Atlantshafið á milli stórborga í Evrópu og Bandaríkjunum. Félagið hefur rutt sér til rúms á nýjum mörkuðum með afgerandi hætti í vor og í sumar og styrkt stöðu sína enn frekar þar sem starfsemi var hafin,“ segir í tilkynningu. Júlímánuður var fyrsti mánuðurinn þar sem Play flaug á alla áfangastaði sem höfðu verið boðaðir í ár. Flogið var á sex Airbus-þotum til að þjónusta 25 staði beggja vegna Atlantshafs. Félagið var með 79 prósent stundvísi í mánuðinum sem leið en það er sagt mjög ásættanlegt sé litið til þess hve mörgum nýjum mörkuðum hefur verið bætt við og vegna krefjandi aðstæðna sem víða eru uppi vegna manneklu á flugvöllum erlendis. Til samanburðar má nefna að stundvísi Icelandair í júlí sem leið var aðeins 64 prósent. Bættu við sig þotu og fara í tíu á næsta ári Sjötta þota flugfélagsins, Airbus A320neo, kom til landsins um síðustu mánaðamót og flutti sína fyrstu farþega fyrir Play í júlí. Play er nú með þrjár Airbus A321neo og þrjár Airbus A320neo í rekstri, sem er í samræmi við rekstraráætlun og flotastefnu félagsins. Næsta vetur fær félagið fjórar þotur til viðbótar í flotann, sem mun gera Airbus-þotur hjá félaginu tíu talsins vorið 2023. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir frábært að sjá marga áfangastaði á fullum afköstum og lítur svo á að stundvísi félagsins sé afrek miðað við aðstæður. „Það er frábært að sjá svona marga nýja áfangastaði og tengiflugið okkar yfir Atlantshafið á fullum afköstum. Leiðakerfið okkar er komið á fullan skrið og flytur sögulegan fjölda ánægðra viðskiptavina í hverjum mánuði. Í júlí vorum við á mjög góðri leið með stundvísina þrátt fyrir bagalegar aðstæður á flugvöllum. Við lítum á það sem afrek. Hver kostnaðareining (án eldsneytis) er enn undir fjórum bandarískum sentum, eldsneytisverð fer lækkandi, tekjueiningin fer hækkandi og bókunarstaðan er afar góð. Það hefur verið virkilega hvetjandi að fá að taka þátt í þessu ferli og verða vitni að þeim mikla liðsanda og fagmennsku sem einkennir alla mína samstarfsmenn. Allt þetta fyllir mig af eldmóði og eftirvæntingu fyrir komandi mánuðum og framtíð Play. Hún er björt,“ er haft eftir Birgi í tilkynningu frá Play. Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að sætanýting hafi numið 87,9 prósentum í júlí samanborið við 78,2 prósent í júní og 69,6 prósent í maí. „Þessi hagfellda þróun helgast að mestu leyti af tengiflugi PLAY yfir Atlantshafið á milli stórborga í Evrópu og Bandaríkjunum. Félagið hefur rutt sér til rúms á nýjum mörkuðum með afgerandi hætti í vor og í sumar og styrkt stöðu sína enn frekar þar sem starfsemi var hafin,“ segir í tilkynningu. Júlímánuður var fyrsti mánuðurinn þar sem Play flaug á alla áfangastaði sem höfðu verið boðaðir í ár. Flogið var á sex Airbus-þotum til að þjónusta 25 staði beggja vegna Atlantshafs. Félagið var með 79 prósent stundvísi í mánuðinum sem leið en það er sagt mjög ásættanlegt sé litið til þess hve mörgum nýjum mörkuðum hefur verið bætt við og vegna krefjandi aðstæðna sem víða eru uppi vegna manneklu á flugvöllum erlendis. Til samanburðar má nefna að stundvísi Icelandair í júlí sem leið var aðeins 64 prósent. Bættu við sig þotu og fara í tíu á næsta ári Sjötta þota flugfélagsins, Airbus A320neo, kom til landsins um síðustu mánaðamót og flutti sína fyrstu farþega fyrir Play í júlí. Play er nú með þrjár Airbus A321neo og þrjár Airbus A320neo í rekstri, sem er í samræmi við rekstraráætlun og flotastefnu félagsins. Næsta vetur fær félagið fjórar þotur til viðbótar í flotann, sem mun gera Airbus-þotur hjá félaginu tíu talsins vorið 2023. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir frábært að sjá marga áfangastaði á fullum afköstum og lítur svo á að stundvísi félagsins sé afrek miðað við aðstæður. „Það er frábært að sjá svona marga nýja áfangastaði og tengiflugið okkar yfir Atlantshafið á fullum afköstum. Leiðakerfið okkar er komið á fullan skrið og flytur sögulegan fjölda ánægðra viðskiptavina í hverjum mánuði. Í júlí vorum við á mjög góðri leið með stundvísina þrátt fyrir bagalegar aðstæður á flugvöllum. Við lítum á það sem afrek. Hver kostnaðareining (án eldsneytis) er enn undir fjórum bandarískum sentum, eldsneytisverð fer lækkandi, tekjueiningin fer hækkandi og bókunarstaðan er afar góð. Það hefur verið virkilega hvetjandi að fá að taka þátt í þessu ferli og verða vitni að þeim mikla liðsanda og fagmennsku sem einkennir alla mína samstarfsmenn. Allt þetta fyllir mig af eldmóði og eftirvæntingu fyrir komandi mánuðum og framtíð Play. Hún er björt,“ er haft eftir Birgi í tilkynningu frá Play.
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira