Mikið um rafskútuslys í nótt Árni Sæberg skrifar 7. ágúst 2022 07:45 Ekkert liggur fyrir um hvort rafskúturnar sem ollu fólki ama í nótt hafa verið teknar á leigu eða í einkaeigu. Vísir/Vilhelm Nokkuð rólegt virðist hafa verið hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en þó var nokkuð mikið um að fólk dytti af rafskútum og slasaðist. Ef marka má dagbók lögreglu fór skemmtanalíf í borginni vel fram í nótt en margmenni var þar saman komið til að skemmta sér. Þar bar helst lokakvöld Hinsegin daga þar sem hinsegin fólk og stuðningsmenn þess skemmtu sér fram á rauða nótt. Það er þó sjaldan sem laugardagskvöld gengur áfallalaust fyrir sig en það voru helst notendur rafskúta sem fengu að finna fyrir því í nótt. Rétt fyrir klukkan 2 í nótt var tilkynnt um mann sem fallið hafði af rafskútu og slasast. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Frá fyrstu tilkynningu um rafskútuslys bárust fjórar aðrar, sú síðasta laust fyrir klukkan 4 í nótt. Þar af var einn fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá bárust tvær tilkynningar um fólk sem hafði fallið í jörðina án þess að rafskútur ættu hlut að máli. Annar var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar en hinn kvaðst ætla að koma sér þangað sjálfur. Eitthvað um óspektir Þrátt fyrir að skemmtanir næturinnar hafi farið vel fram að mestu höguðu sér ekki allir vel. Rétt fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar á skemmtistað í miðbænum vegna líkamsárásar. Einn var handtekinn á vettvangi en látinn laus að lokinni skýrslutöku. Rétt fyrir klukkan 2 var lögregla kölluð til skemmtistaðar vegna manns sem „ var til vandræða.“ Lögregla vísaði honum á brott. Laust fyrir klukkan 4 var svo tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðborginni. Þá eru alltaf einhverjir aka bílum þegar þeir ættu betur að sleppa því. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, annar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og sá þriðji vegna gruns um akstur undir áhrifum hvoru tveggja. Lögreglumál Reykjavík Rafhlaupahjól Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Ef marka má dagbók lögreglu fór skemmtanalíf í borginni vel fram í nótt en margmenni var þar saman komið til að skemmta sér. Þar bar helst lokakvöld Hinsegin daga þar sem hinsegin fólk og stuðningsmenn þess skemmtu sér fram á rauða nótt. Það er þó sjaldan sem laugardagskvöld gengur áfallalaust fyrir sig en það voru helst notendur rafskúta sem fengu að finna fyrir því í nótt. Rétt fyrir klukkan 2 í nótt var tilkynnt um mann sem fallið hafði af rafskútu og slasast. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Frá fyrstu tilkynningu um rafskútuslys bárust fjórar aðrar, sú síðasta laust fyrir klukkan 4 í nótt. Þar af var einn fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá bárust tvær tilkynningar um fólk sem hafði fallið í jörðina án þess að rafskútur ættu hlut að máli. Annar var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar en hinn kvaðst ætla að koma sér þangað sjálfur. Eitthvað um óspektir Þrátt fyrir að skemmtanir næturinnar hafi farið vel fram að mestu höguðu sér ekki allir vel. Rétt fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar á skemmtistað í miðbænum vegna líkamsárásar. Einn var handtekinn á vettvangi en látinn laus að lokinni skýrslutöku. Rétt fyrir klukkan 2 var lögregla kölluð til skemmtistaðar vegna manns sem „ var til vandræða.“ Lögregla vísaði honum á brott. Laust fyrir klukkan 4 var svo tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðborginni. Þá eru alltaf einhverjir aka bílum þegar þeir ættu betur að sleppa því. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, annar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og sá þriðji vegna gruns um akstur undir áhrifum hvoru tveggja.
Lögreglumál Reykjavík Rafhlaupahjól Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira