Rektor fannst látinn á skólalóðinni ásamt fjölskyldu sinni Emma Pattinson, rektor Epsom framhaldsskólans í Surrey á Bretlandi, fannst látin í byggingu á skólalóðinni ásamt eiginmanni sínum og sjö ára dóttur þeirra. 6.2.2023 00:14
Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5.2.2023 21:47
Leggur til tveggja kjörtímabila hámark en stefnir á sitt þriðja Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, hefur lagt fram frumvarp um tveggja kjörtímabila hámark fyrir þingmenn Bandaríkjaþings. Sjálfur hefur hann þó tilkynnt að hann muni sækjast eftir endurkjöri í annað sinn. 5.2.2023 21:20
Ekki heyrt af neinu tjóni þrátt fyrir að spár hafi ræst Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir að veður hafi víða verið varhugavert í dag líkt og spáð hafði verið. Fólk hafi verið vel undirbúið fyrir veðrið og ekki hafi verið tilkynnt um neitt tjón. Hann segir ekki ólíklegt að veðurviðvörun fyrir þriðjudag verði appelsínugul. 5.2.2023 18:28
Framvísar launaseðlum olíubílstjóra: „Við erum ekki hálaunuð“ Trúnaðarmaður Eflingar hjá Olíudreifingu hefur safnað saman launaseðlum bílstjóra hjá Olíudreifingu, Samskipum og Skeljungi. Hann segir fullyrðingar framkvæmdastjóra SA um há laun olíubílstjóra ekki standast skoðun. 4.2.2023 23:34
Norðmenn völdu framlagið og Subwoolfer felldi grímurnar Norðmenn völdu framlag sitt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Það var hin tvítuga Alessandra Mele sem bar sigur úr býtum í Melodi Grand Prix keppninni. Þá vakti athygli að tvíeykið Subwoolfer, sem kom fram fyrir hönd Noregs í Eurovision í fyrra, felldi gulu úlfagrímurnar frægu í beinni útsendingu. 4.2.2023 22:03
Óvissustigi lýst yfir Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem er framundan. 4.2.2023 20:55
Skutu niður njósnabelginn Bandaríkjaher hefur skotið niður loftbelg, sem talinn er vera njósnabelgur frá Kína, utan strönd Suður-Karólínu. 4.2.2023 19:59
Herflugvélar hringsóla um njósnabelginn Fjórar orrustuþotur hringsóla nú um kínverskan njósnabelg sem svífur skammt utan við Myrtle Beach í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Bandarísk yfirvöld íhuga nú að skjóta belginn niður. 4.2.2023 18:55
Annasamur sólarhringur hjá Landhelgisgæslunni Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur sinnt þremur útköllum síðastliðinn sólarhring. Slæmt veður hefur komið í veg fyrir að flugvélar hafi getað sinnt sjúkraflugi frá Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjum. 4.2.2023 18:13