Ekki heyrt af neinu tjóni þrátt fyrir að spár hafi ræst Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2023 18:28 Víðir Reynisson segir ekki ólíklegt að veðurvörun fyrir allt landið á þriðjudag verði appelsínugul. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir að veður hafi víða verið varhugavert í dag líkt og spáð hafði verið. Fólk hafi verið vel undirbúið fyrir veðrið og ekki hafi verið tilkynnt um neitt tjón. Hann segir ekki ólíklegt að veðurviðvörun fyrir þriðjudag verði appelsínugul. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir klukkan 11 í morgun á á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna slæmrar veðurspár. Fólk var hvatt til þess að fara varlega, vera ekki á ferðinni að óþörfu og ganga vel frá lausamunum. „Ég held að flesti hafi haldið kyrru fyrir. Þetta olli engum vandræðum og við höfum ekki heyrt af neinu alvarlegu tjóni. Fólk náði að undirbúa sig vel og koma í veg fyrir það,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Veðrið staðbundið og varhugavert Víðir segir þó að spár hafi gengið eftir og aðstæður verið erfiðar í dag. Staðbundnar vindhviður hafi gert fólki lífið leitt þar sem það hafi getað verið í góðu veðri en lent í vondu veðri eftir að hafa farið stuttan spöl. Erfitt hafi verið að spá fyrir um það hvar vindhraði yrði mikill við yfirborð og því hafi óvissustigi verið lýst yfir á stóru svæði. Verkefnið ekki búið Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið fyrir þriðjudag og Víðir segir verkefnið því ekki búið. „Þetta eru mjög sérstakar aðstæður og ég held að þegar menn eru að rýna í veðurfarssögun, fróðir menn eins og Einar Sveinbjörnsson og fleiri, þá er þetta kannski með dálitlum ólíkindum. Þessi lægðagangur, hversu öflugar lægðirnar eru og hversu mikil áhrif lægðirnar hafa. Ef spár ganga eftir fyrir þriðjudaginn þá eiga þessar viðvaranir eftir að breyta um lit,“ segir Víðir. Veður Tengdar fréttir Óvissustigi aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag. 5. febrúar 2023 16:13 „Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“ Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar. 5. febrúar 2023 12:32 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Óvissustigi almannavarna var lýst yfir klukkan 11 í morgun á á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna slæmrar veðurspár. Fólk var hvatt til þess að fara varlega, vera ekki á ferðinni að óþörfu og ganga vel frá lausamunum. „Ég held að flesti hafi haldið kyrru fyrir. Þetta olli engum vandræðum og við höfum ekki heyrt af neinu alvarlegu tjóni. Fólk náði að undirbúa sig vel og koma í veg fyrir það,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Veðrið staðbundið og varhugavert Víðir segir þó að spár hafi gengið eftir og aðstæður verið erfiðar í dag. Staðbundnar vindhviður hafi gert fólki lífið leitt þar sem það hafi getað verið í góðu veðri en lent í vondu veðri eftir að hafa farið stuttan spöl. Erfitt hafi verið að spá fyrir um það hvar vindhraði yrði mikill við yfirborð og því hafi óvissustigi verið lýst yfir á stóru svæði. Verkefnið ekki búið Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið fyrir þriðjudag og Víðir segir verkefnið því ekki búið. „Þetta eru mjög sérstakar aðstæður og ég held að þegar menn eru að rýna í veðurfarssögun, fróðir menn eins og Einar Sveinbjörnsson og fleiri, þá er þetta kannski með dálitlum ólíkindum. Þessi lægðagangur, hversu öflugar lægðirnar eru og hversu mikil áhrif lægðirnar hafa. Ef spár ganga eftir fyrir þriðjudaginn þá eiga þessar viðvaranir eftir að breyta um lit,“ segir Víðir.
Veður Tengdar fréttir Óvissustigi aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag. 5. febrúar 2023 16:13 „Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“ Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar. 5. febrúar 2023 12:32 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Óvissustigi aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag. 5. febrúar 2023 16:13
„Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“ Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar. 5. febrúar 2023 12:32