Bandaríkjaher hefur fylgst grannt með loftbelgnum sem sást fyrst á sveimi yfir Bandaríkjunum í gær. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í dag að stjórnvöld myndu „sjá um málið.“
Nú hefur Bandaríkjaher séð um málið með því að skjóta belginn niður og er nú á leið á vettvang sjóleiðis að ná í brak loftbelgsins, að því er segir í frétt AP um málið.
Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá þegar belgurinn var skotinn niður.
— Sam Guichelaar (@SamGuichelaar) February 4, 2023