Hætta viðskiptum með seðla í öllum erlendum myntum nema fjórum Frá og með 15. mars 2024 mun Arion banki aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. 2.2.2024 14:37
Rafmagn tekið af Grindavík vegna eldingaveðurs Veðurspáin í dag gerir ráð fyrir eldingaveðri á Reykjanesi. Til að koma í veg fyrir tjón ef til eldingarveðurs kemur, var ákveðið að taka spennu af strengnum sem liggur yfir hraunið við Grindavík. 2.2.2024 14:17
Að óbreyttu þurfi nýbyggingar ekki að þola jarðskjálfta Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir mikilvæga þjóðarviðauka við byggingarreglugerð EES ekki enn hafa verið samda vegna skorts á fjárveitingum frá ríkinu. Nýendurskoðaðir evrópskir staðlar, sem þegar eru byrjaðir að taka gildi ytra, taki ekki gildi hérlendis þar sem vantar að aðlaga þá íslenskum aðstæðum. 2.2.2024 13:41
Telja sig vera með skýra mynd af atburðum á Nýbýlavegi Yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á andláti sex ára drengs í Kópavogi miði vel. Lögreglan telji sig vera komna með skýra mynd af atburðum. 2.2.2024 11:59
Björgvin Páll eyðir óvissunni Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkmaður í handbolta, hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Hann dreymir þó um að verða forseti, en ekki núna. 2.2.2024 10:23
Borin út á börum eftir kynlíf en maðurinn sýknaður Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um nauðgun og stórfellda líkamsárás, eftir að kona hlaut lífshættulega áverka eftir samfarir við manninn. Sonur konunnar gekk í skrokk á manninum síðar um nóttina í félagi við annan mann. 1.2.2024 17:13
Stórtækir íbúðaeigendur sanka að sér íbúðum Íbúðum í eigu lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð fjölgaði um tvö þúsund á síðasta ári og fjölgunin hefur ekki verið jafnmikil frá árinu 2010. 1.2.2024 11:08
Vegagerðin varar við flughálku Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við því að flughált verði á sumum vegum í dag, helst á Suður- og Vesturlandi. 1.2.2024 10:42
Þungur dómur Zuisma-bróður stendur Áfrýjunarbeiðni Einars Ágústssonar, sem kenndur hefur verið við Zuisma, til Hæstaréttar hefur verið hafnað. Þriggja ára fangelsisdómur sem hann hlaut í Landsrétti stendur. 31.1.2024 20:00
Eina athugasemdin vegna of mikillar sótthreinsunar Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur birt skýrslu sína eftir úttekt á framleiðslu Alvotech. Eina athugasemdin var vegna þess að eftirlitsmaður sá starfsmann Alvotech sótthreinsa hanska sína of oft og nota þá ekki með hárréttum hætti. 31.1.2024 15:19