Vatnsbúskapurinn fer batnandi Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2025 11:53 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Fannar Landsvirkjun hefur ákveðið að hætta endurkaupum raforku af járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Ástæðan er sú að vatnsbúskapur Landsvirkjunar hefur batnað. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að þrír blotakaflar í vetur og vatnssparandi aðgerðir sem gripið hafi verið til hafaibætt vatnsbúskap Landsvirkjunar. Nú sé svo komið að staða Þórisvatns er ívið betri en á sama tíma í fyrra, en vatnsárið hafi byrjað í sögulegu lágmarki. Staðan sé enn vel undir meðallagi, en hafi þó skánað það mikið að ekki teljist ástæða til að halda áfram endurkaupum af járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga, eins og heimild sé til í samningi fyrirtækisins við Landsvirkjun. Halda skerðingum áfram Í desember hafi verið ákveðið að virkja endurkaupaákvæði í samningum Elkem og þá hafi verið reiknað með að endurkaup stæðu fram í byrjun febrúar hið skemmsta. Það hafi verið síðasta vatnssparandi úrræði sem Landsvirkjun hafði yfir að ráða og jafnframt það kostnaðarsamasta. Það sé því ánægjulegt að geta nú hætt þeim kaupum. Landsvirkjun hafi hafið skerðingar til stórnotenda á suðvesturhluta landsins hinn 24. október síðastliðinn. Þær verði óbreyttar áfram, enda vatnsbúskapur syðra enn með þeim hætti að skerðinga sé þörf. Blöndulón og Hálslón yfir meðallagi Staða bæði Blöndulóns og Hálslóns sé með ágætum, þau séu bæði yfir meðallagi og ekki þörf á skerðingum á Norður- og Austurlandi að svo stöddu. Miðlunarstaða sé því betri á Norður- og Austurlandi en syðra, líkt og undanfarin ár. Þetta ójafnvægi í miðlunarstöðu á milli landshluta verði til vegna mismunandi veðurfars en einnig vegna takmarkana í flutningskerfi Landsnets. Landsvirkjun geti ekki flutt eins mikla orku að norðaustan og fyrirtækið vildi til að styðja við raforkuafhendingu sunnanlands og ná jafnvægi í miðlunarstöðu á milli landshluta. Landsvirkjun Orkumál Stóriðja Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að þrír blotakaflar í vetur og vatnssparandi aðgerðir sem gripið hafi verið til hafaibætt vatnsbúskap Landsvirkjunar. Nú sé svo komið að staða Þórisvatns er ívið betri en á sama tíma í fyrra, en vatnsárið hafi byrjað í sögulegu lágmarki. Staðan sé enn vel undir meðallagi, en hafi þó skánað það mikið að ekki teljist ástæða til að halda áfram endurkaupum af járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga, eins og heimild sé til í samningi fyrirtækisins við Landsvirkjun. Halda skerðingum áfram Í desember hafi verið ákveðið að virkja endurkaupaákvæði í samningum Elkem og þá hafi verið reiknað með að endurkaup stæðu fram í byrjun febrúar hið skemmsta. Það hafi verið síðasta vatnssparandi úrræði sem Landsvirkjun hafði yfir að ráða og jafnframt það kostnaðarsamasta. Það sé því ánægjulegt að geta nú hætt þeim kaupum. Landsvirkjun hafi hafið skerðingar til stórnotenda á suðvesturhluta landsins hinn 24. október síðastliðinn. Þær verði óbreyttar áfram, enda vatnsbúskapur syðra enn með þeim hætti að skerðinga sé þörf. Blöndulón og Hálslón yfir meðallagi Staða bæði Blöndulóns og Hálslóns sé með ágætum, þau séu bæði yfir meðallagi og ekki þörf á skerðingum á Norður- og Austurlandi að svo stöddu. Miðlunarstaða sé því betri á Norður- og Austurlandi en syðra, líkt og undanfarin ár. Þetta ójafnvægi í miðlunarstöðu á milli landshluta verði til vegna mismunandi veðurfars en einnig vegna takmarkana í flutningskerfi Landsnets. Landsvirkjun geti ekki flutt eins mikla orku að norðaustan og fyrirtækið vildi til að styðja við raforkuafhendingu sunnanlands og ná jafnvægi í miðlunarstöðu á milli landshluta.
Landsvirkjun Orkumál Stóriðja Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira