Innlent

Sjálfstæðisfélög skora á Guð­rúnu

Árni Sæberg skrifar
Guðrún Hafsteinsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Guðrún Hafsteinsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm

Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi.

Í fréttatilkynningu frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í sýslunni segir að sameiginlegur aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins, félagss ungra Sjálfstæðismanna og fulltrúaráðs í Austur-Skaftsfellssýslu hafi verið haldinn fimmtudaginn 16. janúar síðastliðinn. 

Undir liðnum önnur mál hafi eftirfarandi ályktun verið samþykkt:

„Aðalfundur Sjálfstæðisfélaganna í Austur- Skaftafellssýslu skorar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á Landsfundi flokksins 28.feb-2.mars nk.“

Stjórnir endurkjörnar

Þá segir að stjórnir félaganna þriggja hafi verið endurkjörnar. Lovísa Rósa Bjarnadóttir sé formaður fulltrúaráðs og sömuleiðis Sjálfstæðisfélagsins, með henni í stjórn séu Bryndís Björk Hólmarsdóttir gjaldkeri, Tinna Rut Sigurðardóttir ritari, Björgvin Hlíðar Erlendsson og Laufey Guðmundsdóttir meðstjórnendur. Níels Brimar Jónsson sé formaður félags ungra Sjálfstæðismanna.


Tengdar fréttir

Ærandi þögn og klukkan tifar

Þögnin er ærandi þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins. Enginn líklegur hefur opinberlega boðið fram krafta sína til formanns þó eitt formannsefni vinni hörðum höndum að framboði.

Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokks á komandi landsfundi. Hún sækist ekki heldur eftir varaformannssætinu áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×