Börn vopnuð exi og hníf Lögregla hafði í tvígang afskipti af hópum ungmenna í gærkvöldi vegna vopnaburðar. Einn var vopnaður exi og annar hníf. Forráðamenn voru látnir vita og börnin látin laus. 10.2.2024 07:37
„Galgopaleg orðræða“ leiði sjaldnast til framkvæmdar Geðlæknir sem framkvæmdi geðmat á sakborningum í hryðjuverkamálinu svokallaða bar fyrir dómi í dag að geðlæknisfræðilega stafaði hætta af hvorugum þeirra. „Ljóst er að yfirgnæfandi þorri galgopalegrar orðræðu ungra manna leiðir ekki til neinna framkvæmda, það er óskaplega mikil undantekning.“ 9.2.2024 22:01
Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9.2.2024 16:56
Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9.2.2024 14:38
Fékk að prófa hálfsjálfvirkan riffil hjá föður ríkislögreglustjóra Faðir Sindra Snæs Birgissonar segir að sonur sinn hafi viljað breyta einskotariffli í hálfsjálfvirkan eftir að hafa fengið að prófa einn slíkan hjá Guðjóni Valdimarssyni, stórtækum vopnasafnara og föður ríkislögreglustjóra 9.2.2024 12:33
Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9.2.2024 11:11
„Ég get ekki mótað hann eins og leir, hann er ekki strengjabrúða“ Ísidór Nathansson, sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintri skipulagningu Sindra Snæs Birgissonar á hryðjuverkum, segir fráleitt að ákæruvaldið haldi því fram að hann hafi hvatt Sindra Snæ til hryðjuverka. Hann hefur fyrir dómi ekki farið í grafgötur með umdeildar skoðanir sínar á samkynhneigðum og útlendingum. 8.2.2024 21:00
Sindri segir meinta skipulagningu hryðjuverka hafa verið grín Sindri Snær Birgisson segir í skýrslutöku fyrir dómi að hann hafi ekki með nokkru móti verið að skipuleggja hryðjuverk þegar hann ræddi við félaga sinn um fjöldamorð, kaup á lögreglufatnaði, aðdáun á fjöldamorðingjum og fleira í þeim dúr. „Ég neita þessu alfarið, þetta er bara galið.“ Hann og verjandi hans hafa gagnrýnt ákæruvaldið harðlega fyrir að taka hlutina úr samhengi. 8.2.2024 18:12
Sindri segist hafa framleitt lélegar byssur viljandi Sindri Snær Birgisson játar að hafa selt þremur nafngreindum einstaklingum þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FCG. Hann segir aðeins eitt þeirra hafa virkað almennilega og hin hafi verið léleg af ásettu ráði. 8.2.2024 12:26
Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu hefst: „Full ástæða til þess að vera bjartsýnn“ Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðsdómur verður skipaður þremur embættisdómurum vegna umfangs og efnis málsins. Verjandi annars sakborninga segir fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir niðurstöðu málsins. 8.2.2024 09:01