Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Árni Sæberg skrifar 31. janúar 2025 12:09 Framkvæmdir við hluta „græna gímaldsins“ hafa verið stöðvaðar, meðal annars með vísan til nálægðar við íbúðabyggð. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir við Álfabakka 2A, þar sem unnið er að byggingu „græna gímaldsins“ svokallaða, hafa verið stöðvaðar að hluta af byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Nánar tiltekið hafa framkvæmdir við fyrirhugaða kjötvinnslu á jarðhæð hússins verið stöðvaðar vegna skorts á mati á umhverfisáhrifum. Í bréfi byggingarfulltrúa til Álfabakka 2 ehf., eiganda hússins, sem Vísir hefur undir höndum segir að byggingarfulltrúi hafi haft byggingarleyfi vegna Álfabakka 2A til skoðunar. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Við nánari skoðun á aðaluppdráttum þar sem sótt hafi verið um breytingu á útgefnu byggingarleyfi, hafi komið í ljós misræmi milli samþykktra aðaluppdrátta og skráningartöflu. Jafnframt skortir á að gera betur grein fyrir rými 0101 sem áætlað sé fyrir kjötvinnslu. Þá liggi ekki fyrir upplýsingar um hvort félagið hafi tilkynnt til Skipulagsstofnunar um fyrirhugaða kjötvinnslu og líkleg umhverfisáhrif hennar. Samkvæmt viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana geti pökkun og niðursuða á jurta- og dýraafurðum, þar sem gólfflötur bygginga er að minnsta kosti 1.000 fermetrar, verið háðar umhverfismati, sLögin gildi meðal annars um framkvæmdir sem kunni eða eru líklegar til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif. Óheimilt að gefa úr leyfi áður sen Skipulagsstofnun hefur sagt sitt Byggingarfulltrúa sé óheimilt að gefa út byggingarleyfi fyrir mannvirki sem fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum fyrr en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir eða ákvörðun stofnunarinnar um að framkvæmd sé ekki matsskyld. Samkvæmt lögunum skuli framkvæmdaaðili tilkynna Skipulagsstofnun um framkvæmdina. Gert sé ráð fyrir því að framkvæmdaraðili afli og leggi fram á viðhlítandi hátt upplýsingar um framkvæmd og líkleg umtalsverð umhverfisáhrif hennar. Hlutverk Skipulagsstofnunar sé svo að taka ákvörðun um hvort framkvæmdin skuli háð umhverfismati samkvæmt lögunum. Það sé mat byggingarfulltrúa að álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat fyrirhugaðrar kjötvinnslu hefði átt að liggja til grundvallar við afgreiðslu umsóknar um breytingu á útgefnu byggingarleyfi. Byggingarfulltrúa sé ekki kunnugt um tilkynningu félagsins til Skipulagsstofnunar um fyrirhugaða kjötvinnslu áður en sótt var um fyrrgreinda breytingu á útgefnu byggingarleyfi eða álit stofnunarinnar um umhverfismat framkvæmdarinnar. Ekki nægilega skýrt Samkvæmt skráningartöflu sé rými 0101 ætlað fyrir 3.234,8 fermetra kjötvinnslu. Að mati byggingarfulltrúa sé ekki nægjanlega skýrt á aðaluppdráttum hvaða svæði innan rýmis 0101 séu ætluð undir kjötvinnslu, það er hvaða hlutar af rými 0101 falla undir kjötvinnslu og eru órjúfanlegur hluti hennar. Óskað sé nánari skýringa á þessu. Framkvæmdir eru enn í fullum gangi við Álfabakka eins og stendur.Vísir/Berghildur Jafnframt sé rými 0102 skilgreint sem 1.497 fermetra verslun í skráningartöflu en vinnslusalur samkvæmt aðaluppdrætti. Þá sé rými 0103 skilgreint sem 2.007,1 fermetra lager í skráningartöflu en vöruhús samkvæmt aðaluppdrætti. Óskað sé nánari skýringa á misræmi milli aðaluppdrátta og skráningartöflu. Ennfremur sé óskað skýringa á aðkomu og þjónustu við viðskiptavini ef ætlunin er að starfrækja verslun í rými 0102. Umfangsmikil matvælaframleiðsla eigi að fara fram á atvinnusvæði Líkt og Álfabakka 2 ehf. sé kunnugt um sé Álfabakki 2A á skilgreindu miðsvæði samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Skilgreining á miðsvæði samkvæmt nefndu ákvæði skipulagsreglugerðar sé svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og stjórnsýslu sem þjónar heilu landsvæði, þéttbýlisstað eða fleiri en einu bæjarhverfi, svo sem verslanir, skrifstofur, þjónustustofnanir, hótel, veitinga- og gistihús, menningarstofnanir og önnur hreinleg atvinnustarfsemi sem talin er samræmast yfirbragði og eðli starfsemi miðsvæðis. Samkvæmt aðalskipulaginu sé fjölbreytt verslun, meðal annars sérvöruverslun og þjónusta og starfsemi sem þjónar heilum borgarhluta heimil á lóðinni 2a við Álfabakka. Heimilt sé að vera með verslun og þjónustu, skrifstofur, stofnanir, afþreyingu og íbúðir, einkum á efri hæðum bygginga. Þá séu matvöruverslanir heimilar, auk veitingastaða og gististaða. Í Suður-Mjódd, þar sem lóðin sé staðsett, sé heimilt að vera með bílasölu samkvæmt ákvörðun í deiliskipulagi. Hvað varði fyrirhugaða kjötvinnslu, sem sé samkvæmt samþykktri skráningartöflu 3.234,8 fermetrar, sé bent á umsögn skipulagsfulltrúa, dagsettri 10. janúar 2023, í tilefni af fyrirspurn lóðarhafa, dagsettri 19. desember 2022. Með fyrirspurninni sé óskað eftir umsögn skipulagsfulltrúa á kjötvinnslu á svæðinu. Þar komi fram að lóðarhafi hafi kynnt sér gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Jafnframt að kjötvinnslan sé í fyrirhuguð í 3.000 fermetrum af 11.000 fermetrum. Í umsögn skipulagsfulltrúa komi meðal annars fram að umfang og staðsetning starfseminnar skipti máli þar sem umfangsmikill matvælaiðnaður eigi almennt að fara fram á athafnasvæði, samkvæmt skilgreiningu landnotkunar í skipulagsreglugerð. Þá segi að almennt sé heimilt að vera með hreinlega atvinnustarfsemi og léttan iðnað á miðsvæðum, sem kjötvinnsla geti fallið undir. Bent á nauðsyn umhverfisáhrifamats Í ljósi þessa og staðsetningar lóðar við stofnbraut séu ekki gerðar skipulagslegar athugasemdir við kjötvinnslu og pökkunarstöð kjötafurða á lóðinni. Sérstaklega sé tekið fram að við hönnun og nánari útfærslu starfsemi skuli gætt að umhverfisáhrifum vegna nálægðar við íbúðarbyggð í Suður-Mjódd. Hér þurfi því að huga að því að kjötvinnslan sé hluti af annarri ráðandi starfsemi á viðkomandi lóð og umfang hennar þurfi að taka mið af því. „Að mati byggingarfulltrúa er álitamál hvort kjötvinnsla af því umfangi sem samþykktir aðaluppdrættir heimila, samræmist skipulagsáætlunum sem gilda um Álfabakka 2A.“ Byggingarleyfið undir Loks segir að það sé hlutverk byggingarfulltrúa að hafa eftirlit með framkvæmdinni. Að því leyti séu byggingarfulltrúa fengnar heimildir til að beita þvingunarúrræðum, til dæmis ef mannvirki er ekki í samræmi við skipulagsáætlanir, meðal annars að stöðva framkvæmdir. „Telur byggingarfulltrúa verulegar líkur á því að útgefið byggingarleyfi fyrir kjötvinnslu, að því umfangi sem samþykkt hefur verið, brjóti í bága við gildandi skipulag fyrir Álfabakka 2A. Við slíkar aðstæður getur byggingarfulltrúi stöðvað framkvæmdina.“ Þá sé bent á að byggingarfulltrúa kunni að vera heimilt að breyta eða fella byggingarleyfi úr gildi samkvæmt mannvirkjalögum eða eftir atvikum að undangenginni endurupptöku málsins að uppfylltum skilyrðum stjórnsýslulaga eða með því að afturkalla það samkvæmt stjórnsýslulögum. Með vísan til mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar sé hér með tilkynnt að framkvæmdir við kjötvinnslu á 1. hæð í Álfabakka 2A séu tafarlaust stöðvaðar. Jafnframt sé veittur 7 daga frestur frá móttöku bréfs þessa til að koma að skriflegum skýringum og athugasemdum vegna málsins. Byggingarfulltrúi muni, að framangreindum fresti liðnum, taka ákvörðun um framhald málsins með hliðsjón af mannvirkjalögum eða eftir atvikum stjórnsýslulögum. „Getur sú ákvörðun m.a falið í sér að felld verði úr gildi að hluta ákvörðun byggingarfulltrúa að samþykkja byggingarleyfi fyrir 3.234,8 m2 kjötvinnslu á 1. hæð.“ Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Stjórnsýsla Tengdar fréttir Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Búið var að samþykkja að sameina fjórar lóðir við Álfabakka 2-4 í eina og gefa grænt ljós á kjötvinnslu á reitnum þegar gengið var frá úthlutun lóðarinnar og sölu byggingarréttar til félagsins Álfabakka 2 ehf. í júní 2023. 9. janúar 2025 06:17 Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Íbúi í Árskógum íhugar að flytja úr húsnæðinu vegna nálægðar við vöruskemmuna í Álfabakka.Hún telur stjórnsýsluúttekt á málinu ekki breyta neinu fyrir íbúa. Tæplega tvö þúsund manns krefjast þess að framkvæmdir við skemmuna verði stöðvaðar. 8. janúar 2025 12:55 „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. 13. desember 2024 22:55 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Í bréfi byggingarfulltrúa til Álfabakka 2 ehf., eiganda hússins, sem Vísir hefur undir höndum segir að byggingarfulltrúi hafi haft byggingarleyfi vegna Álfabakka 2A til skoðunar. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Við nánari skoðun á aðaluppdráttum þar sem sótt hafi verið um breytingu á útgefnu byggingarleyfi, hafi komið í ljós misræmi milli samþykktra aðaluppdrátta og skráningartöflu. Jafnframt skortir á að gera betur grein fyrir rými 0101 sem áætlað sé fyrir kjötvinnslu. Þá liggi ekki fyrir upplýsingar um hvort félagið hafi tilkynnt til Skipulagsstofnunar um fyrirhugaða kjötvinnslu og líkleg umhverfisáhrif hennar. Samkvæmt viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana geti pökkun og niðursuða á jurta- og dýraafurðum, þar sem gólfflötur bygginga er að minnsta kosti 1.000 fermetrar, verið háðar umhverfismati, sLögin gildi meðal annars um framkvæmdir sem kunni eða eru líklegar til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif. Óheimilt að gefa úr leyfi áður sen Skipulagsstofnun hefur sagt sitt Byggingarfulltrúa sé óheimilt að gefa út byggingarleyfi fyrir mannvirki sem fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum fyrr en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir eða ákvörðun stofnunarinnar um að framkvæmd sé ekki matsskyld. Samkvæmt lögunum skuli framkvæmdaaðili tilkynna Skipulagsstofnun um framkvæmdina. Gert sé ráð fyrir því að framkvæmdaraðili afli og leggi fram á viðhlítandi hátt upplýsingar um framkvæmd og líkleg umtalsverð umhverfisáhrif hennar. Hlutverk Skipulagsstofnunar sé svo að taka ákvörðun um hvort framkvæmdin skuli háð umhverfismati samkvæmt lögunum. Það sé mat byggingarfulltrúa að álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat fyrirhugaðrar kjötvinnslu hefði átt að liggja til grundvallar við afgreiðslu umsóknar um breytingu á útgefnu byggingarleyfi. Byggingarfulltrúa sé ekki kunnugt um tilkynningu félagsins til Skipulagsstofnunar um fyrirhugaða kjötvinnslu áður en sótt var um fyrrgreinda breytingu á útgefnu byggingarleyfi eða álit stofnunarinnar um umhverfismat framkvæmdarinnar. Ekki nægilega skýrt Samkvæmt skráningartöflu sé rými 0101 ætlað fyrir 3.234,8 fermetra kjötvinnslu. Að mati byggingarfulltrúa sé ekki nægjanlega skýrt á aðaluppdráttum hvaða svæði innan rýmis 0101 séu ætluð undir kjötvinnslu, það er hvaða hlutar af rými 0101 falla undir kjötvinnslu og eru órjúfanlegur hluti hennar. Óskað sé nánari skýringa á þessu. Framkvæmdir eru enn í fullum gangi við Álfabakka eins og stendur.Vísir/Berghildur Jafnframt sé rými 0102 skilgreint sem 1.497 fermetra verslun í skráningartöflu en vinnslusalur samkvæmt aðaluppdrætti. Þá sé rými 0103 skilgreint sem 2.007,1 fermetra lager í skráningartöflu en vöruhús samkvæmt aðaluppdrætti. Óskað sé nánari skýringa á misræmi milli aðaluppdrátta og skráningartöflu. Ennfremur sé óskað skýringa á aðkomu og þjónustu við viðskiptavini ef ætlunin er að starfrækja verslun í rými 0102. Umfangsmikil matvælaframleiðsla eigi að fara fram á atvinnusvæði Líkt og Álfabakka 2 ehf. sé kunnugt um sé Álfabakki 2A á skilgreindu miðsvæði samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Skilgreining á miðsvæði samkvæmt nefndu ákvæði skipulagsreglugerðar sé svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og stjórnsýslu sem þjónar heilu landsvæði, þéttbýlisstað eða fleiri en einu bæjarhverfi, svo sem verslanir, skrifstofur, þjónustustofnanir, hótel, veitinga- og gistihús, menningarstofnanir og önnur hreinleg atvinnustarfsemi sem talin er samræmast yfirbragði og eðli starfsemi miðsvæðis. Samkvæmt aðalskipulaginu sé fjölbreytt verslun, meðal annars sérvöruverslun og þjónusta og starfsemi sem þjónar heilum borgarhluta heimil á lóðinni 2a við Álfabakka. Heimilt sé að vera með verslun og þjónustu, skrifstofur, stofnanir, afþreyingu og íbúðir, einkum á efri hæðum bygginga. Þá séu matvöruverslanir heimilar, auk veitingastaða og gististaða. Í Suður-Mjódd, þar sem lóðin sé staðsett, sé heimilt að vera með bílasölu samkvæmt ákvörðun í deiliskipulagi. Hvað varði fyrirhugaða kjötvinnslu, sem sé samkvæmt samþykktri skráningartöflu 3.234,8 fermetrar, sé bent á umsögn skipulagsfulltrúa, dagsettri 10. janúar 2023, í tilefni af fyrirspurn lóðarhafa, dagsettri 19. desember 2022. Með fyrirspurninni sé óskað eftir umsögn skipulagsfulltrúa á kjötvinnslu á svæðinu. Þar komi fram að lóðarhafi hafi kynnt sér gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Jafnframt að kjötvinnslan sé í fyrirhuguð í 3.000 fermetrum af 11.000 fermetrum. Í umsögn skipulagsfulltrúa komi meðal annars fram að umfang og staðsetning starfseminnar skipti máli þar sem umfangsmikill matvælaiðnaður eigi almennt að fara fram á athafnasvæði, samkvæmt skilgreiningu landnotkunar í skipulagsreglugerð. Þá segi að almennt sé heimilt að vera með hreinlega atvinnustarfsemi og léttan iðnað á miðsvæðum, sem kjötvinnsla geti fallið undir. Bent á nauðsyn umhverfisáhrifamats Í ljósi þessa og staðsetningar lóðar við stofnbraut séu ekki gerðar skipulagslegar athugasemdir við kjötvinnslu og pökkunarstöð kjötafurða á lóðinni. Sérstaklega sé tekið fram að við hönnun og nánari útfærslu starfsemi skuli gætt að umhverfisáhrifum vegna nálægðar við íbúðarbyggð í Suður-Mjódd. Hér þurfi því að huga að því að kjötvinnslan sé hluti af annarri ráðandi starfsemi á viðkomandi lóð og umfang hennar þurfi að taka mið af því. „Að mati byggingarfulltrúa er álitamál hvort kjötvinnsla af því umfangi sem samþykktir aðaluppdrættir heimila, samræmist skipulagsáætlunum sem gilda um Álfabakka 2A.“ Byggingarleyfið undir Loks segir að það sé hlutverk byggingarfulltrúa að hafa eftirlit með framkvæmdinni. Að því leyti séu byggingarfulltrúa fengnar heimildir til að beita þvingunarúrræðum, til dæmis ef mannvirki er ekki í samræmi við skipulagsáætlanir, meðal annars að stöðva framkvæmdir. „Telur byggingarfulltrúa verulegar líkur á því að útgefið byggingarleyfi fyrir kjötvinnslu, að því umfangi sem samþykkt hefur verið, brjóti í bága við gildandi skipulag fyrir Álfabakka 2A. Við slíkar aðstæður getur byggingarfulltrúi stöðvað framkvæmdina.“ Þá sé bent á að byggingarfulltrúa kunni að vera heimilt að breyta eða fella byggingarleyfi úr gildi samkvæmt mannvirkjalögum eða eftir atvikum að undangenginni endurupptöku málsins að uppfylltum skilyrðum stjórnsýslulaga eða með því að afturkalla það samkvæmt stjórnsýslulögum. Með vísan til mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar sé hér með tilkynnt að framkvæmdir við kjötvinnslu á 1. hæð í Álfabakka 2A séu tafarlaust stöðvaðar. Jafnframt sé veittur 7 daga frestur frá móttöku bréfs þessa til að koma að skriflegum skýringum og athugasemdum vegna málsins. Byggingarfulltrúi muni, að framangreindum fresti liðnum, taka ákvörðun um framhald málsins með hliðsjón af mannvirkjalögum eða eftir atvikum stjórnsýslulögum. „Getur sú ákvörðun m.a falið í sér að felld verði úr gildi að hluta ákvörðun byggingarfulltrúa að samþykkja byggingarleyfi fyrir 3.234,8 m2 kjötvinnslu á 1. hæð.“
Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Stjórnsýsla Tengdar fréttir Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Búið var að samþykkja að sameina fjórar lóðir við Álfabakka 2-4 í eina og gefa grænt ljós á kjötvinnslu á reitnum þegar gengið var frá úthlutun lóðarinnar og sölu byggingarréttar til félagsins Álfabakka 2 ehf. í júní 2023. 9. janúar 2025 06:17 Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Íbúi í Árskógum íhugar að flytja úr húsnæðinu vegna nálægðar við vöruskemmuna í Álfabakka.Hún telur stjórnsýsluúttekt á málinu ekki breyta neinu fyrir íbúa. Tæplega tvö þúsund manns krefjast þess að framkvæmdir við skemmuna verði stöðvaðar. 8. janúar 2025 12:55 „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. 13. desember 2024 22:55 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Búið var að samþykkja að sameina fjórar lóðir við Álfabakka 2-4 í eina og gefa grænt ljós á kjötvinnslu á reitnum þegar gengið var frá úthlutun lóðarinnar og sölu byggingarréttar til félagsins Álfabakka 2 ehf. í júní 2023. 9. janúar 2025 06:17
Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Íbúi í Árskógum íhugar að flytja úr húsnæðinu vegna nálægðar við vöruskemmuna í Álfabakka.Hún telur stjórnsýsluúttekt á málinu ekki breyta neinu fyrir íbúa. Tæplega tvö þúsund manns krefjast þess að framkvæmdir við skemmuna verði stöðvaðar. 8. janúar 2025 12:55
„Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. 13. desember 2024 22:55
Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46