Sjónvarp gamla fólksins á Spáni ekki óhult enn Landsréttur hefur fellt frávísunarúrskurð héraðsdóms í máli Sýnar gegn Jóni Einari Eysteinssyni úr gildi að hluta. Sýn höfðaði mál á hendur honum fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu félagsins. 7.2.2024 17:05
Dr. Bjarki Þór ráðinn aðstoðarmaður Guðmundar Inga Dr. Bjarki Þór Grönfeldt hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. 7.2.2024 16:00
Ný stefna, nýtt nafn og nýtt merki: „Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar“ Síðustu vikur og mánuði hefur farið fram mikil vinna við nýja stefnu Orkuveitu Reykjavíkur. Meðfram nýrri stefnu hefur ásýnd fyrirtækisins verið endurmörkuð. Héðan af verður það kallað Orkuveitan í daglegu tali, nýtt merki hefur verið hannað og einkennislitnum breytt úr bláum í grænan. Þá hefur setningin „Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar“ verið gerð að eins konar einkunnarorðum Orkuveitunnar. 7.2.2024 14:28
Bogi Nils valinn markaðsmanneskja ársins Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var í gærkvöldi valinn markaðsmanneskja ársins 2023 hjá ÍMARK. 7.2.2024 10:34
Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja ákvörðun sína að halda stýrivöxtum óbreyttum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. 7.2.2024 08:52
Hæstiréttur tekur eggjastokkamál fyrir Hæstiréttur hefur veitt Sjúkratryggingum Íslands áfrýjunarleyfi í máli sem snýr að læknamistökum þegar eggjastokkur konu var fjarlægður án hennar vitneskju. Sjúkratryggingar voru dæmdar til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur í Landsrétti. 6.2.2024 16:13
Lögreglan vill ná tali af manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir manni sem hún vill ná tali af. 6.2.2024 15:13
Neitar að hafa reynt að drepa fólk í Silfratjörn Shokri Keryo, tvítugur karlmaður, neitaði sök þegar ákæra á hendur honum fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal var þingfest í dag. 6.2.2024 14:10
Komst ekki í ferð og fær 185 þúsund krónur endurgreiddar Ferðamaður sem komst ekki í íshellaferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis vegna veðurs fær ferðina endurgreidda að fullu. Hann fór einnig fram á bætur vegna andlegs álags en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á það. 6.2.2024 12:26
Áfram fundað stíft í Karphúsinu Fulltrúar breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hófu fundahöld klukkan 09 í morgun og gert er ráð fyrir því að fundað verði áfram í allan dag. 6.2.2024 11:35