Staða viðræðna valdi „miklum vonbrigðum“ Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2025 09:41 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Umboðsmaður barna segir stöðu kjaraviðræðna aðildarfélaga Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga annars vegar og ríkið hins vegar valda miklum vonbrigðum. Í yfirlýsingu Umboðsmann, sem ber yfirskriftina, Réttindi barna og verkföll kennara, segir að að óbreyttu muni verkföll kennara hefjast að nýju 1. febrúar. Boðuð hafi verið ótímabundin verkföll í fjórtán leikskólum og tímabundin verkföll í sjö grunnskólum. Þá megi einnig reikna með að verkföll verði í framhaldsskólum og tónlistarskólum, en upplýsingar um fyrirkomulag þeirra verkfalla liggja ekki fyrir. Börn eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar „Það er sérstaklega þungbært að verkfallsaðgerðir komi aftur til með að bitna á börnum í þeim fjórum leikskólum sem voru í verkfalli frá 29. október til 22. nóvember. Þá hefur umboðsmaður barna miklar áhyggjur af börnum sem eru í viðkvæmri stöðu m.a. fötluðum börnum og börnum sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður.“ Fyrir sum börn séu leikskólar og grunnskólar griðastaðir sem veiti öryggi sem þau njóta ekki annars staðar. Þá verði ekki litið fram hjá því að þó verkfallsrétturinn sé óumdeildur séu börn skólaskyld og þau eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Huga verði sérstaklega að börnum í viðkvæmri stöðu Það sé mikilvægt að hugað verði sérstaklega að stöðu fatlaðra barna og að komið verði í veg fyrir að þessi viðkvæmi hópur barna verði fyrir þjónusturofi. Umboðsmaður barna taki undir ályktun Umhyggju, Þroskahjálpar, Einhverfusamtakanna, Sjónarhóls og ÖBÍ frá 28. janúar varðandi stöðu fatlaðra barna í fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum. „Það er grundvallarhagsmunamál fyrir öll börn að deiluaðilar leiti allra leiða við að ná sáttum og að samningar náist sem tryggja stöðugleika í skólakerfinu.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Réttindi barna Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag Aðalmeðferð í máli foreldra gegn Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15 í dag. Um er að ræða foreldra barna á fjórum leikskólum, sem segja börnum hafa verið mismunað með hinum afmörkuðu aðgerðum. 29. janúar 2025 12:49 Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga á morgun. Samningsaðilar hafa verið að störfum og átt samskipti síðustu daga að sögn Ástráðs en enginn formlegur fundur farið fram síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. janúar 2025 17:15 „Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Ríkissáttasemjari býst við að boðað verði til fundar á morgun í kjaradeilu kennara. Verkföll hefjast í ríflega tuttugu leik- og grunnskólum eftir helgi takist ekki að semja. Foreldri undrast aðgerðarleysi í deilunni síðustu vikur og óttast verkföll. 29. janúar 2025 19:31 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Í yfirlýsingu Umboðsmann, sem ber yfirskriftina, Réttindi barna og verkföll kennara, segir að að óbreyttu muni verkföll kennara hefjast að nýju 1. febrúar. Boðuð hafi verið ótímabundin verkföll í fjórtán leikskólum og tímabundin verkföll í sjö grunnskólum. Þá megi einnig reikna með að verkföll verði í framhaldsskólum og tónlistarskólum, en upplýsingar um fyrirkomulag þeirra verkfalla liggja ekki fyrir. Börn eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar „Það er sérstaklega þungbært að verkfallsaðgerðir komi aftur til með að bitna á börnum í þeim fjórum leikskólum sem voru í verkfalli frá 29. október til 22. nóvember. Þá hefur umboðsmaður barna miklar áhyggjur af börnum sem eru í viðkvæmri stöðu m.a. fötluðum börnum og börnum sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður.“ Fyrir sum börn séu leikskólar og grunnskólar griðastaðir sem veiti öryggi sem þau njóta ekki annars staðar. Þá verði ekki litið fram hjá því að þó verkfallsrétturinn sé óumdeildur séu börn skólaskyld og þau eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Huga verði sérstaklega að börnum í viðkvæmri stöðu Það sé mikilvægt að hugað verði sérstaklega að stöðu fatlaðra barna og að komið verði í veg fyrir að þessi viðkvæmi hópur barna verði fyrir þjónusturofi. Umboðsmaður barna taki undir ályktun Umhyggju, Þroskahjálpar, Einhverfusamtakanna, Sjónarhóls og ÖBÍ frá 28. janúar varðandi stöðu fatlaðra barna í fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum. „Það er grundvallarhagsmunamál fyrir öll börn að deiluaðilar leiti allra leiða við að ná sáttum og að samningar náist sem tryggja stöðugleika í skólakerfinu.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Réttindi barna Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag Aðalmeðferð í máli foreldra gegn Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15 í dag. Um er að ræða foreldra barna á fjórum leikskólum, sem segja börnum hafa verið mismunað með hinum afmörkuðu aðgerðum. 29. janúar 2025 12:49 Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga á morgun. Samningsaðilar hafa verið að störfum og átt samskipti síðustu daga að sögn Ástráðs en enginn formlegur fundur farið fram síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. janúar 2025 17:15 „Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Ríkissáttasemjari býst við að boðað verði til fundar á morgun í kjaradeilu kennara. Verkföll hefjast í ríflega tuttugu leik- og grunnskólum eftir helgi takist ekki að semja. Foreldri undrast aðgerðarleysi í deilunni síðustu vikur og óttast verkföll. 29. janúar 2025 19:31 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag Aðalmeðferð í máli foreldra gegn Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15 í dag. Um er að ræða foreldra barna á fjórum leikskólum, sem segja börnum hafa verið mismunað með hinum afmörkuðu aðgerðum. 29. janúar 2025 12:49
Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga á morgun. Samningsaðilar hafa verið að störfum og átt samskipti síðustu daga að sögn Ástráðs en enginn formlegur fundur farið fram síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. janúar 2025 17:15
„Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Ríkissáttasemjari býst við að boðað verði til fundar á morgun í kjaradeilu kennara. Verkföll hefjast í ríflega tuttugu leik- og grunnskólum eftir helgi takist ekki að semja. Foreldri undrast aðgerðarleysi í deilunni síðustu vikur og óttast verkföll. 29. janúar 2025 19:31
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent