Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 31. janúar 2025 16:09 Finnur Oddsson forstjóri Haga. Vísir Forstjóri Haga segir stöðvun framkvæmda við Álfabakka 2 að hluta hafa áhrif á áform félagsins um flutning hluta starfsemi þess í húsnæðið. Hagar geri ráð fyrir því að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins og lausn finnist sem allir geti fellt sig við. Í morgun var greint frá því að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefði stöðvað framkvæmdir við húsið umdeilda að Álfabakka 2 að hluta. Nánar tiltekið hafa framkvæmdir við fyrirhugaða kjötvinnslu á jarðhæð hússins verið stöðvaðar vegna skorts á mati á umhverfisáhrifum. Ætluðu að taka húsið á leigu fyrir kjötvinnslu og aðra starfsemi Hagar hafa áform um að taka húsnæðið á leigu undir starfsemi kjötvinnslu og aðra tengda starfsemi. Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Haga segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hafi verið upplýst af eigendum Álfabakka 2 ehf., sem er eigandi hússins, í dag að framkvæmdir hafi verið stöðvaðar í húsnæðinu. „Eðli máli málsins samkvæmt þá breytir þetta áætlunum okkar um flutning á starfsemi okkar í húsnæðið. En það á eftir að koma betur í ljós með hvaða hætti. Við gerum ráð fyrir að eigendur Álfabakka 2 ehf. vinni að úrlausn málsins í samvinnu við skipulagsyfirvöld og niðurstaða náist sem allir geti fellt sig við,“ segir Finnur. Borgarstjóri tók við á þriðja þúsund undirskriftum Húsið að Álfabakka 2 hefur verið verulega umdeilt, bæði á meðan það var á frumbyggingarstigi og eftir að veggir þess voru reistir. Þá blasti flennistór grænn veggur við íbúum í nærliggjandi íbúðarhúsi að Árskógum 7. Íbúar í húsinu, sem er í eigu Búseta, afhentu borgarstjóra undirskriftalista í íbúð formanns húsfélagsins á mánudag. Þeir sem rita undir vilja að framkvæmdir við húsið verði stöðvaðar að fullu og undirskriftir eru vel á þriðja þúsund. Vöruskemma við Álfabakka Hagar Stjórnsýsla Reykjavík Byggingariðnaður Skipulag Matvælaframleiðsla Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Í morgun var greint frá því að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefði stöðvað framkvæmdir við húsið umdeilda að Álfabakka 2 að hluta. Nánar tiltekið hafa framkvæmdir við fyrirhugaða kjötvinnslu á jarðhæð hússins verið stöðvaðar vegna skorts á mati á umhverfisáhrifum. Ætluðu að taka húsið á leigu fyrir kjötvinnslu og aðra starfsemi Hagar hafa áform um að taka húsnæðið á leigu undir starfsemi kjötvinnslu og aðra tengda starfsemi. Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Haga segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hafi verið upplýst af eigendum Álfabakka 2 ehf., sem er eigandi hússins, í dag að framkvæmdir hafi verið stöðvaðar í húsnæðinu. „Eðli máli málsins samkvæmt þá breytir þetta áætlunum okkar um flutning á starfsemi okkar í húsnæðið. En það á eftir að koma betur í ljós með hvaða hætti. Við gerum ráð fyrir að eigendur Álfabakka 2 ehf. vinni að úrlausn málsins í samvinnu við skipulagsyfirvöld og niðurstaða náist sem allir geti fellt sig við,“ segir Finnur. Borgarstjóri tók við á þriðja þúsund undirskriftum Húsið að Álfabakka 2 hefur verið verulega umdeilt, bæði á meðan það var á frumbyggingarstigi og eftir að veggir þess voru reistir. Þá blasti flennistór grænn veggur við íbúum í nærliggjandi íbúðarhúsi að Árskógum 7. Íbúar í húsinu, sem er í eigu Búseta, afhentu borgarstjóra undirskriftalista í íbúð formanns húsfélagsins á mánudag. Þeir sem rita undir vilja að framkvæmdir við húsið verði stöðvaðar að fullu og undirskriftir eru vel á þriðja þúsund.
Vöruskemma við Álfabakka Hagar Stjórnsýsla Reykjavík Byggingariðnaður Skipulag Matvælaframleiðsla Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira