Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Krafðist 27 milljóna en fær ekki krónu

Kona sem stefndi ríkinu vegna ákvörðunar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að stöðva ráðningarferli í stöðu forstjóra Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, eftir að konan hafði ein verið metin hæf, fær engar bætur. Hún krafðist ríflega 27 milljóna króna í skaða og miskabætur.

Kjara­samningar, nýr Landspítali og innflytjendamálin

Þau Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson alþingismenn ræða áhrif kjarasamninga á afkomu ríkissjóðs, sem fyrir glímir við óvænt útgjöld vegna hamfara á Reykjanesinu, á Sprengisandi.

Sprenging í sérfræðingaleyfum til Víet­nama

Fjöldi dvalarleyfa, sem gefin eru út til víetnamskra ríkisborgara á grundvelli sérfræðiþekkingar, hefur tvöfaldast milli ára síðustu þrjú ár. Í fyrra var 151 slíkt leyfi gefið út.

Sjálf­stæðis­menn vilja ekki frían há­degis­mat

Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur.

Kom til landsins á þriðja eftirnafninu og í tvö­földu endurkomubanni

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. þessa mánaðar á meðan hugsanleg brottvísun hans af landinu er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hann hefur ítrekað komið hingað til lands á þremur mismunandi eftirnöfnum. Maðurinn sætir tvöföldu endurkomubanni inn á Schengen-svæðið.

Sjá meira