Lífeyrissjóðir fái eignir Heimstaden á 15 milljarða afslætti Sjóður í eigu nokkurra lífeyrissjóða í stýringu Stefnis er sagður munu greiða 61 milljarð króna fyrir allt hlutafé í leigufélaginu Heimstaden. Fasteignamat eigna Heimstaden er tæpir 76 milljarðar króna. 10.3.2024 13:00
Krafðist 27 milljóna en fær ekki krónu Kona sem stefndi ríkinu vegna ákvörðunar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að stöðva ráðningarferli í stöðu forstjóra Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, eftir að konan hafði ein verið metin hæf, fær engar bætur. Hún krafðist ríflega 27 milljóna króna í skaða og miskabætur. 10.3.2024 11:11
Kjarasamningar, nýr Landspítali og innflytjendamálin Þau Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson alþingismenn ræða áhrif kjarasamninga á afkomu ríkissjóðs, sem fyrir glímir við óvænt útgjöld vegna hamfara á Reykjanesinu, á Sprengisandi. 10.3.2024 09:32
Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10.3.2024 09:20
Bandaríkjaher lagður af stað til Gasa til að smíða bryggju Bandaríska herskipinu Frank S Besson ofursti var siglt úr höfn í Virginíu í gær og stefnan tekin á Gasaströndina. Þar stendur til að smíða tímabundna flotbryggju, sem ætlað er að auðvelda afhendingu hjálpargagna. 10.3.2024 08:48
Hugsanlega ökklabrotinn ofarlega á Esjunni Um klukkan 06 í morgun sendi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mannskap á Esjuna til þess að aðstoða mann, sem gæti verið ökklabrotinn ofarlega á fjallinu. 10.3.2024 07:28
Sýknuð af ákæru fyrir að ljúga nauðgun upp á mann sem fyrirfór sér Tuttugu og þriggja ára gömul kona hefur verið sýknuð af ákæru fyrir að hafa borið mann röngum sökum um að hann hafi nauðgað henni. Tæpum mánuði eftir að maðurinn var handtekinn eftir kæru konunnar fyrirfór hann sér. 7.3.2024 16:48
Sprenging í sérfræðingaleyfum til Víetnama Fjöldi dvalarleyfa, sem gefin eru út til víetnamskra ríkisborgara á grundvelli sérfræðiþekkingar, hefur tvöfaldast milli ára síðustu þrjú ár. Í fyrra var 151 slíkt leyfi gefið út. 7.3.2024 15:30
Sjálfstæðismenn vilja ekki frían hádegismat Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur. 7.3.2024 14:00
Kom til landsins á þriðja eftirnafninu og í tvöföldu endurkomubanni Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. þessa mánaðar á meðan hugsanleg brottvísun hans af landinu er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hann hefur ítrekað komið hingað til lands á þremur mismunandi eftirnöfnum. Maðurinn sætir tvöföldu endurkomubanni inn á Schengen-svæðið. 7.3.2024 12:15