Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Árni Sæberg skrifar 18. mars 2025 10:37 Frosti Guðjónsson, til vintri, og Birkir Guðmundsson eru mennirnir á bak við Hómer. Hómer Nýtt fasteignasmáforrit hefur verið sett í loftið, sem gerir notendum þess kleift að gera kauptilboð í fasteignir beint í gegnum smáforritið. „Hómer gerir notendum kleift að gera kauptilboð í gegnum appið sem er nýjung á íslenskum fasteignamarkaði. Þetta sparar bæði kaupendum og fasteignasölum mikinn tíma og einfaldar allt ferlið við kaup og sölu fasteigna,“ er haft eftir Frosta Guðjónssyni, annars hugmyndasmiðs smáforritsins Hómers, í fréttatilkynningu. Þar segir að Hómer sé nýtt fasteignasmáforrit, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hugmyndasmiðir forritsins, Frosti Guðjónsson og Birkir Guðmundsson, hai unnið að þróun þess í um eitt ár í samstarfi við tækniþróunarfyrirtækið Apparatus. Á þriðja þúsund eigna á skrá Í tilkynningu segir að smáforritið státi af af öflugri leitarvél og eignavakt sem sendi notendum tilkynningar beint í símann þegar eignir sem passa við leitarskilyrðin þeirra koma á markað. Birkir sé starfandi lögmaður og Frosti flugmaður og saman hafi þeir fjármagnað þróunina án utanaðkomandi fjárfesta, sem hafi gefið þeim fullt frelsi í útfærslu verkefnisins. Þeir hafi þegar hafið samstarf við nokkrar fasteignasölur en stefni á að fá fleiri til liðs við sig á næstu vikum. Í dag séu um 2600 eignir í smáforritinu. „Við erum ekkert smá spenntir fyrir þessu. Appið sjálft hefur verið í bígerð í rúmt ár og hefur samstarfið við Apparatus gengið vonum framar. Markmiðið hefur frá upphafi verið að einfalda fasteignaleit fyrir fólk í kauphugleiðingum og um leið vinnu fasteignasala sem geta nú fengið útfyllt kauptilboð sent beint til sín,“ er haft eftir Birki. Fasteignaviðskipti verði skilvirkari, hraðari og þægilegri Þá segir að smáforritið sé hannað með einfalt og notendavænt viðmót í huga og bjóði upp á lausnir sem auki yfirsýn fasteignasala og auðveldi gerð kaupsamninga. Markmið forritsins sé að gera fasteignaviðskipti skilvirkari, hraðari og þægilegri fyrir alla aðila viðskiptanna. Prófunarfasinn hafi farið betur af stað en gert var ráð fyrir í upphafi og Hómer sé komið efst á vinsældalistann í flokknum lífstíll í App Store. Nú geti einstaklingar í fasteignahugleiðingum hlaðið niður forritinu og skoðað nýjar eignir á aðgengilegan og þægilegan hátt. Fasteignamarkaður Tækni Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
„Hómer gerir notendum kleift að gera kauptilboð í gegnum appið sem er nýjung á íslenskum fasteignamarkaði. Þetta sparar bæði kaupendum og fasteignasölum mikinn tíma og einfaldar allt ferlið við kaup og sölu fasteigna,“ er haft eftir Frosta Guðjónssyni, annars hugmyndasmiðs smáforritsins Hómers, í fréttatilkynningu. Þar segir að Hómer sé nýtt fasteignasmáforrit, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hugmyndasmiðir forritsins, Frosti Guðjónsson og Birkir Guðmundsson, hai unnið að þróun þess í um eitt ár í samstarfi við tækniþróunarfyrirtækið Apparatus. Á þriðja þúsund eigna á skrá Í tilkynningu segir að smáforritið státi af af öflugri leitarvél og eignavakt sem sendi notendum tilkynningar beint í símann þegar eignir sem passa við leitarskilyrðin þeirra koma á markað. Birkir sé starfandi lögmaður og Frosti flugmaður og saman hafi þeir fjármagnað þróunina án utanaðkomandi fjárfesta, sem hafi gefið þeim fullt frelsi í útfærslu verkefnisins. Þeir hafi þegar hafið samstarf við nokkrar fasteignasölur en stefni á að fá fleiri til liðs við sig á næstu vikum. Í dag séu um 2600 eignir í smáforritinu. „Við erum ekkert smá spenntir fyrir þessu. Appið sjálft hefur verið í bígerð í rúmt ár og hefur samstarfið við Apparatus gengið vonum framar. Markmiðið hefur frá upphafi verið að einfalda fasteignaleit fyrir fólk í kauphugleiðingum og um leið vinnu fasteignasala sem geta nú fengið útfyllt kauptilboð sent beint til sín,“ er haft eftir Birki. Fasteignaviðskipti verði skilvirkari, hraðari og þægilegri Þá segir að smáforritið sé hannað með einfalt og notendavænt viðmót í huga og bjóði upp á lausnir sem auki yfirsýn fasteignasala og auðveldi gerð kaupsamninga. Markmið forritsins sé að gera fasteignaviðskipti skilvirkari, hraðari og þægilegri fyrir alla aðila viðskiptanna. Prófunarfasinn hafi farið betur af stað en gert var ráð fyrir í upphafi og Hómer sé komið efst á vinsældalistann í flokknum lífstíll í App Store. Nú geti einstaklingar í fasteignahugleiðingum hlaðið niður forritinu og skoðað nýjar eignir á aðgengilegan og þægilegan hátt.
Fasteignamarkaður Tækni Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira