Magnús aðstoðar Finn í nýju hlutverki Magnús Magnússon hefur tekið við stöðu aðstoðarforstjóra Haga, en um nýtt hlutverk innan samstæðu Haga er að ræða. 7.3.2024 10:20
Segja Wok On ekki tengjast mathöllinni og slíta markaðssamstarfi Forsvarsmenn mathallarinnar Borg29 í Borgartúni í Reykjavík segja veitingastaðinn Wok On í Borgartúni ekki tengjast mathöllinni og sé ekki í beinu viðskiptasambandi við Borg29. Fyrirtækin hafi þó verið í markaðssamstarfi, sem hafi nú verið slitið. 6.3.2024 16:36
Versluninni Borg í Grímsnesi lokað Eigendur verslunarinnar á Borg í Grímsnesi segjast ekki lengur geta barist fyrir lífinu í búðinni. Brunaútsala verður næstu daga en versluninni verður lokað á næstunni. 6.3.2024 16:22
Á leið í gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir öllum sex sem handtekin voru í gær. Fallist var á vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tengslum við mál Vy-þrifa og tengdra fyrirtækja. 6.3.2024 14:43
Þrír karlar og þrjár konur í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þremur körlum og þremur konum í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir í gær. Ekki hefur fengist staðfest hvort Davíð Viðarsson, eigandi fjölda fyrirtækja sem lokað var í gær, sé meðal þeirra. 6.3.2024 12:05
„Algjör forsendubrestur í viðskiptasambandi okkar við Wok On“ Forsvarsmaður Gróðurhússins í Hveragerði segir að unnið sé að því að slíta viðskiptasambandi við veitingastaðinn Wok On, sem er í mathöll Gróðurhússins. Staðnum var lokað í gær í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. 6.3.2024 11:33
Kröfðust þegar greiddra bóta og fá feitan reikning Ungt par sem höfðaði mál til heimtu staðlaðra skaðabóta frá ítölsku flugfélagi situr uppi með 350 þúsund króna málskostnaðarreikning. Flugfélagið hafði þegar greitt parinu bæturnar og gott betur. 1.3.2024 21:36
Taka þurfi styttingu framhaldsskólans til skoðunar Mennta- og barnamálaráðherra segir koma til greina að endurskoða styttingu framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú. Þess í stað yrði grunnskólanám stytt um eitt ár. 1.3.2024 15:47
Nauðgaði sautján ára stúlku í leigubíl á Reykjanesbrautinni Abdul Habib Kohi hefur verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar, fyrir að hafa nauðgað sautján ára stúlku í leigubíl sínum þegar hann ók henni heim. 1.3.2024 14:11
Lögreglan lýsir eftir manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum. Hann er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík í síma 444-1000. 1.3.2024 09:09