Kröfðust þegar greiddra bóta og fá feitan reikning Ungt par sem höfðaði mál til heimtu staðlaðra skaðabóta frá ítölsku flugfélagi situr uppi með 350 þúsund króna málskostnaðarreikning. Flugfélagið hafði þegar greitt parinu bæturnar og gott betur. 1.3.2024 21:36
Taka þurfi styttingu framhaldsskólans til skoðunar Mennta- og barnamálaráðherra segir koma til greina að endurskoða styttingu framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú. Þess í stað yrði grunnskólanám stytt um eitt ár. 1.3.2024 15:47
Nauðgaði sautján ára stúlku í leigubíl á Reykjanesbrautinni Abdul Habib Kohi hefur verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar, fyrir að hafa nauðgað sautján ára stúlku í leigubíl sínum þegar hann ók henni heim. 1.3.2024 14:11
Lögreglan lýsir eftir manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum. Hann er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík í síma 444-1000. 1.3.2024 09:09
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1.3.2024 09:00
Hvetja fólk til að vinna heima vegna svifryks Styrkur svifryks hefur verið mikill á öllum mælistöðvum í Reykjavík í dag, 29. febrúar, frá því að morgunumferð fór af stað. Ökumenn eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima á morgun og þau sem geta að vinna í fjarvinnu. 29.2.2024 15:53
Tala látinna komin yfir þrjátíu þúsund Ríflega þrjátíu þúsund hafa látist frá upphafi stríðs Ísraels og Hamas-samtakanna þann 7. október síðastliðinn. Ríflega hundrað eru sagðir hafa látist í árás Ísraelshers á hóp fólks sem beið eftir hjálpargögnum í nótt. 29.2.2024 14:26
Fæðingarorlofssjóður þarf ekki að miða við erlendar tekjur Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af öllum kröfum konu sem krafðist þess að ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs, um áætlun um greiðslur til hennar í fæðingarorlofi úr sjóðnum, yrði dæmd ógild. Hún fékk lágmarksgreiðslur úr sjóðnum þar sem hún hafði þegið laun í Danmörku en ekki Íslandi í aðdraganda fæðingar. 29.2.2024 13:25
Björguðu einum út úr íbúðinni Tvei íbúar voru inni í íbúð þar sem eldur kviknaði laust fyrir klukkan 09:30 í morgun. Annar komst út af sjálfsdáðum en slökkvilið bjargaði hinum út úr íbúðinni. 29.2.2024 11:26
Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. 29.2.2024 10:45