Fæðingarorlofssjóður þarf ekki að miða við erlendar tekjur Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af öllum kröfum konu sem krafðist þess að ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs, um áætlun um greiðslur til hennar í fæðingarorlofi úr sjóðnum, yrði dæmd ógild. Hún fékk lágmarksgreiðslur úr sjóðnum þar sem hún hafði þegið laun í Danmörku en ekki Íslandi í aðdraganda fæðingar. 29.2.2024 13:25
Björguðu einum út úr íbúðinni Tvei íbúar voru inni í íbúð þar sem eldur kviknaði laust fyrir klukkan 09:30 í morgun. Annar komst út af sjálfsdáðum en slökkvilið bjargaði hinum út úr íbúðinni. 29.2.2024 11:26
Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. 29.2.2024 10:45
Eldur kviknaði í fjölbýli í Yrsufelli Eldur kviknaði í íbúð á annarri hæð í fjölbýli í Yrsufelli í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Tveir íbúar komu sér út úr íbúðinni af sjálfsdáðum og verða fluttir á sjúkrahús til skoðunar. 29.2.2024 10:05
Uppsagnir hjá Alvotech Þónokkrum starfsmönnum lyfjafyrirtækisins Alvotech var sagt upp störfum í dag. 28.2.2024 16:42
Gekk berserksgang á billjardstofu Karlmaður hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tilefnislausa líkamsárás á billjardstofu í júní í fyrra. 28.2.2024 15:16
Pétur Jökull handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann er hvergi að finna á vef Interpol lengur. 28.2.2024 14:26
Fundar með samninganefnd um mögulega verkfallsboðun Samninganefnd Eflingar mun funda í kvöld í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins opnuðu á viðræður um launaliðinn við aðra en láglaunafólk. Formaður Eflingar segir vel koma til greina að boðað verði til verkfallsaðgerða. 28.2.2024 12:17
Skoða enn hvort Samherji og Síldarvinnslan séu sama fyrirtækið Samkeppniseftirlitið hefur hafið athugun á því hvort samband Samherja og Síldarvinnslunnar sé svo náið að félögin jafngildi einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta. 28.2.2024 11:30
Gaslykt í Reykjanesbæ vegna blöndu frá hrauninu og virkjuninni Umhverfisstofnun hafa borist ábendingar um sterka gaslykt í Reykjanesbæ undanfarna daga. Fólk hafi jafnvel fundið fyrir einkennum á borð við sviða í hálsi og höfuðverk. 28.2.2024 10:13