Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Árni Sæberg skrifar 5. mars 2025 12:05 Halldór Benjamín er forstjóri Heima. Vísir/Vilhelm Heimar hf. hafa undirritað lánasamning við Norræna fjárfestingarbankann, NIB. Lánið er upp á 4,5 milljarða króna til tólf ára og er verðtryggt. Í tilkynningu Heima til Kauphallar segir að lánið sé veitt til fjármögnunar á þremur sjálfbærum og mikilvægum innviðaverkefnum Heima; heilsukjarnanum Sunnuhlíð á Akureyri, stækkun á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík og Silfursmára 12, sem sé ný umhverfisvottuð skrifstofubygging í Kópavogi. Breyta verslunarkjarna í heilsukjarna Undanfarin ár hafi Heimar verið að umbreyta fyrrum verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð í nútímalega 4.830 fermetra heilbrigðis- og læknamiðstöð, með 820 fermetra viðbyggingu. Húsnæðið hýsi nú bæði opinbera og einkarekna heilbrigðisþjónustu og sé eina sérhæfða heilsugæslustöðin á svæðinu, sem dragi meðal annars úr þörf sjúklinga á að ferðast til Reykjavíkur. Húsið hafi verið tekið í fulla notkun í júní 2024 og starfsemin í húsinu hafi orðið lykilþáttur í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Stækka Sóltún Lánið muni einnig fjármagna stækkun hjúkrunarheimilisins Sóltún í Reykjavík en stærð þess verði aukin úr 6.870 fermetrum í 10.360 fermetra og muni 67 ný hjúkrunarrými bætast við þau 92 sem fyrir eru. Framkvæmdirnar muni hafa í för með sér endurnýjun á hjúkrunarheimilinu og komi til með að mæta vaxandi eftirspurn eftir hjúkrunarþjónustu fyrir eldri borgara. Gert sé ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2025 og áætlað sé að þeim ljúki seint á árinu 2027. Skrifstofur við Smáralind Þá muni lánið fjármagna framkvæmdir Heima við byggingu skrifstofuhúsnæðis að Silfursmára 12, Kópavogi, í nágrenni við Smáralind. Um sé að ræða nýtt og glæsilegt skrifstofu-, verslunar- eða þjónusturými á besta stað í Smáranum í miðju höfuðborgarsvæðisins. Húsnæðið komi til með að bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir fyrirtæki sem vilja nýta sér sterka staðsetningu, frábæra aðstöðu og sveigjanlegt skipulag. Áætlað sé að framkvæmdunum ljúki haustið 2025. Fyrsta íslenska skuldabréfið í tvo áratugi „Við erum ánægð með að gefa út fyrsta ISK skuldabréf NIB í tvo áratugi og þökkum fjárfestum fyrir sterkan áhuga. Með því að styðja þessi fasteignaverkefni erum við að skapa nauðsynlega innviði sem bæta heilbrigðisþjónustu, auka aðstöðu fyrir eldri borgara og efla efnahagslega starfsemi á Íslandi,“ er haft eftir André Küüsvek, forstjóra og framkvæmdastjóra NIB. Á dögunum var greint frá því að NIB hefði veitt Ljósleiðaranum fjögurra milljarða króna lán sem fjármagnað var með útgáfu græns skuldabréfs upp á 8,5 milljarða íslenskra króna. Því er ljóst að sú útgáfa er uppurin með láninu til Heima. „Við erum afar ánægð með að skýr stefna Heima og framkvæmd hennar á undanförnum árum fái viðurkenningu frá einni fremstu fjármálastofnun Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Með vaxandi áhuga erlendra fjárfesta er þessi áfangi mikilvægur til að auka fjölbreytni í fjármögnun okkar og styðja áframhaldandi arðbæran vöxt kjarnastarfsemi okkar,“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima. Heimar fasteignafélag Fasteignamarkaður Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Í tilkynningu Heima til Kauphallar segir að lánið sé veitt til fjármögnunar á þremur sjálfbærum og mikilvægum innviðaverkefnum Heima; heilsukjarnanum Sunnuhlíð á Akureyri, stækkun á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík og Silfursmára 12, sem sé ný umhverfisvottuð skrifstofubygging í Kópavogi. Breyta verslunarkjarna í heilsukjarna Undanfarin ár hafi Heimar verið að umbreyta fyrrum verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð í nútímalega 4.830 fermetra heilbrigðis- og læknamiðstöð, með 820 fermetra viðbyggingu. Húsnæðið hýsi nú bæði opinbera og einkarekna heilbrigðisþjónustu og sé eina sérhæfða heilsugæslustöðin á svæðinu, sem dragi meðal annars úr þörf sjúklinga á að ferðast til Reykjavíkur. Húsið hafi verið tekið í fulla notkun í júní 2024 og starfsemin í húsinu hafi orðið lykilþáttur í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Stækka Sóltún Lánið muni einnig fjármagna stækkun hjúkrunarheimilisins Sóltún í Reykjavík en stærð þess verði aukin úr 6.870 fermetrum í 10.360 fermetra og muni 67 ný hjúkrunarrými bætast við þau 92 sem fyrir eru. Framkvæmdirnar muni hafa í för með sér endurnýjun á hjúkrunarheimilinu og komi til með að mæta vaxandi eftirspurn eftir hjúkrunarþjónustu fyrir eldri borgara. Gert sé ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2025 og áætlað sé að þeim ljúki seint á árinu 2027. Skrifstofur við Smáralind Þá muni lánið fjármagna framkvæmdir Heima við byggingu skrifstofuhúsnæðis að Silfursmára 12, Kópavogi, í nágrenni við Smáralind. Um sé að ræða nýtt og glæsilegt skrifstofu-, verslunar- eða þjónusturými á besta stað í Smáranum í miðju höfuðborgarsvæðisins. Húsnæðið komi til með að bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir fyrirtæki sem vilja nýta sér sterka staðsetningu, frábæra aðstöðu og sveigjanlegt skipulag. Áætlað sé að framkvæmdunum ljúki haustið 2025. Fyrsta íslenska skuldabréfið í tvo áratugi „Við erum ánægð með að gefa út fyrsta ISK skuldabréf NIB í tvo áratugi og þökkum fjárfestum fyrir sterkan áhuga. Með því að styðja þessi fasteignaverkefni erum við að skapa nauðsynlega innviði sem bæta heilbrigðisþjónustu, auka aðstöðu fyrir eldri borgara og efla efnahagslega starfsemi á Íslandi,“ er haft eftir André Küüsvek, forstjóra og framkvæmdastjóra NIB. Á dögunum var greint frá því að NIB hefði veitt Ljósleiðaranum fjögurra milljarða króna lán sem fjármagnað var með útgáfu græns skuldabréfs upp á 8,5 milljarða íslenskra króna. Því er ljóst að sú útgáfa er uppurin með láninu til Heima. „Við erum afar ánægð með að skýr stefna Heima og framkvæmd hennar á undanförnum árum fái viðurkenningu frá einni fremstu fjármálastofnun Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Með vaxandi áhuga erlendra fjárfesta er þessi áfangi mikilvægur til að auka fjölbreytni í fjármögnun okkar og styðja áframhaldandi arðbæran vöxt kjarnastarfsemi okkar,“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima.
Heimar fasteignafélag Fasteignamarkaður Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira