Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Árni Sæberg skrifar 11. mars 2025 15:40 Aðgerðir lögreglu beindust meðal annars að Þorlákshöfn. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsókn málsins sé á frumstigum og málið sé rannsakað sem manndráp. Fimm séu í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina. „Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk embættis héraðssaksóknara og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Vegna rannsóknarhagsmuna er að svo stöddu ekki unnt að veita nánari upplýsingar um málið.“ Í tilkynningu lögreglu kemur ekki fram hvar atvik málsins áttu sér stað en Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að sérsveitin hefði verið send á vettvang í Þorlákshöfn en vísaði að öðru leyti á Lögregluna á Suðurlandi. Ekki hefur fengist staðfest hvar maðurinn lést. Jón Gunnar Þórhallsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald fyrir þeim fimm sem voru handteknir. Enn sé verið að ná utan um atvik málsins. Lögregla hefur heimild til þess að halda mönnum í sólarhring án þess að gæsluvarðhaldsúrskurður liggi fyrir. Að öðru leyti kveðst hann ekkert geta tjáð sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í tilkynningu. Samkvæmt heimildum fréttastofu stöðvaði lögregla ökumenn á leið til og frá Þorlákshöfn í Þrengslum á þriðja tímanum í nótt. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að maðurinn hefði látist í Þorlákshöfn. Það hefur ekki fengist staðfest hvar í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi maðurinn lést. Lögreglumál Ölfus Manndráp í Gufunesi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsókn málsins sé á frumstigum og málið sé rannsakað sem manndráp. Fimm séu í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina. „Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk embættis héraðssaksóknara og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Vegna rannsóknarhagsmuna er að svo stöddu ekki unnt að veita nánari upplýsingar um málið.“ Í tilkynningu lögreglu kemur ekki fram hvar atvik málsins áttu sér stað en Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að sérsveitin hefði verið send á vettvang í Þorlákshöfn en vísaði að öðru leyti á Lögregluna á Suðurlandi. Ekki hefur fengist staðfest hvar maðurinn lést. Jón Gunnar Þórhallsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald fyrir þeim fimm sem voru handteknir. Enn sé verið að ná utan um atvik málsins. Lögregla hefur heimild til þess að halda mönnum í sólarhring án þess að gæsluvarðhaldsúrskurður liggi fyrir. Að öðru leyti kveðst hann ekkert geta tjáð sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í tilkynningu. Samkvæmt heimildum fréttastofu stöðvaði lögregla ökumenn á leið til og frá Þorlákshöfn í Þrengslum á þriðja tímanum í nótt. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að maðurinn hefði látist í Þorlákshöfn. Það hefur ekki fengist staðfest hvar í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi maðurinn lést.
Lögreglumál Ölfus Manndráp í Gufunesi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira