Blóðmör er sigurvegari Músíktilrauna 2019 Úrslitakvöld Músíktilrauna 2019 fór fram í Norðurljósum í Hörpu í kvöld. Hljómsveitin Blóðmör bar sigur úr býtum í þetta skipti og fetar því í fótspor sveita á borð við Of Monsters and Men, Vök, XXX Rottweiler hunda, Ateria og Agent Fresco, svo einhver siguratriði séu nefnd. 6.4.2019 23:10
Fjórtán handteknir eftir skotárás í Danmörku Fjórtán voru handteknir í bænum Rungsted í Danmörku í kvöld í tengslum við skotárás sem kostaði einn lífið og sendi fjóra aðra á sjúkrahús. 6.4.2019 22:52
Hækkandi leiguverði mótmælt í Berlín Þúsundir hafa flykkst út á götur Berlínar, höfuðborgar Þýskalands í dag og mótmælt hækkandi leiguverði í borginni. 6.4.2019 22:38
Brúneiskum lögum um samkynhneigð mótmælt í London Tugir manna söfnuðust saman fyrir utan Dorchester hótelið sem er í eigu Hassanal Bolkiah soldáns Brúnei og mótmæltu þar lagabreytingum sem gerðar voru nýverið í landinu. 6.4.2019 21:52
Söngvari Iron Maiden gerður að heiðursborgara í Sarajevó Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden, var í dag gerður að heiðursborgara í Sarajevó, höfuðborg Bosníu og Hersegóvínu. Dickinson var heiðraður fyrir tónleika sem hann hélt í borginni árið 1994 á meðan að stríð geisaði í landinu og setið var um borgina. 6.4.2019 21:15
Bráðabirgðaforseti Alsír kjörinn af þinginu á þriðjudag Bráðabirgðaforseti verður kjörinn af alsírska þinginu til að taka við af Abdelaziz Bouteflika sem sagði af sér í vikunni eftir röð mótmæla gegn forsetanum sem hafði verið við völd í um 20 ár 6.4.2019 20:34
Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. 6.4.2019 19:37
Sýningin Útlína opnuð í Gerðarsafni Listasýning Útlína var í dag opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi. Verkin á sýningunni eru öll úr safneign safnsins og er frá árinu 1950 til dagsins í dag. 6.4.2019 19:03
Bílaeltingaleikur endaði í Breiðholti Á laugardegi var erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eins og oft vill verða, mikið var um akstur undir áhrifum og í einu tilviki hafði ökumaður lítinn áhuga á að stöðva bifreið sína. 6.4.2019 18:34
Buzzfeed fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið Nýjasti þáttur einnar vinsælustu þáttaraðar Buzzfeed, Buzzfeed: Unsolved, sem birtur var í gær, fjallar um ein þekktustu mannshvörf Íslandssögunnar. 6.4.2019 18:11