Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2019 19:37 Leo Varadkar er forsætisráðherra, eða Taoiseach, Írland. Getty/Charles McQuillan Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. Varadkar var til viðtals á írsku útvarpsstöðinni RTÉ en Guardian greinir frá. Setji ríki sig upp á móti frestinum, yrði því ríki seint fyrirgefið af öðrum meðlimum ESB, sagði Varadkar og bætti við að hans skoðun væri sú að best væri að veita fresti til 30. Júní. Líkt og Bretar hafa sóst eftir. Komi til þess að útganga Breta úr sambandinu verði án samnings sagði Varadkar að besta lausnin varðandi landamærin við Írlandi væri sú að setja upp eftirlit í höfnun borginni Belfast og í Larne á Norður-Írlandi. Varadkar sagði þó að slíkt væri ólíklegt. „Það vill enginn að það verði ekki samið, ég tel líklegast að framlenging verði veitt. Við viljum þó forðast það að auka óvissuna með framlengingu,“ sagði forsætisráðherrann. Varadkar sagðist vilja að Bretar fái lengri tíma til þess að komast að því hvaða samband við ESB ríkið vill hafa. Hann viðurkenndi einnig að einhver pirringur væri kominn í aðildarríkin vegna Brexit-vandamálanna, sér í lagi frá ríkjum sem ekki eru í miklum viðskiptum við Bretland. Varadkar kvaðst hafa beðið þau ríki um að sýna þolinmæði og skilning, „þau hafa sýnt það og ég vona að það haldi áfram,“ sagði Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Tengdar fréttir Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Evrópusambandið þurrkað út af breskum vegabréfum Nýjasta útgáfa vegabréfa í Bretlandi hefur tekið breytingum þrátt fyrir að ekki hafi enn orðið af Brexit. 6. apríl 2019 11:25 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. Varadkar var til viðtals á írsku útvarpsstöðinni RTÉ en Guardian greinir frá. Setji ríki sig upp á móti frestinum, yrði því ríki seint fyrirgefið af öðrum meðlimum ESB, sagði Varadkar og bætti við að hans skoðun væri sú að best væri að veita fresti til 30. Júní. Líkt og Bretar hafa sóst eftir. Komi til þess að útganga Breta úr sambandinu verði án samnings sagði Varadkar að besta lausnin varðandi landamærin við Írlandi væri sú að setja upp eftirlit í höfnun borginni Belfast og í Larne á Norður-Írlandi. Varadkar sagði þó að slíkt væri ólíklegt. „Það vill enginn að það verði ekki samið, ég tel líklegast að framlenging verði veitt. Við viljum þó forðast það að auka óvissuna með framlengingu,“ sagði forsætisráðherrann. Varadkar sagðist vilja að Bretar fái lengri tíma til þess að komast að því hvaða samband við ESB ríkið vill hafa. Hann viðurkenndi einnig að einhver pirringur væri kominn í aðildarríkin vegna Brexit-vandamálanna, sér í lagi frá ríkjum sem ekki eru í miklum viðskiptum við Bretland. Varadkar kvaðst hafa beðið þau ríki um að sýna þolinmæði og skilning, „þau hafa sýnt það og ég vona að það haldi áfram,“ sagði Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Tengdar fréttir Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Evrópusambandið þurrkað út af breskum vegabréfum Nýjasta útgáfa vegabréfa í Bretlandi hefur tekið breytingum þrátt fyrir að ekki hafi enn orðið af Brexit. 6. apríl 2019 11:25 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11
Evrópusambandið þurrkað út af breskum vegabréfum Nýjasta útgáfa vegabréfa í Bretlandi hefur tekið breytingum þrátt fyrir að ekki hafi enn orðið af Brexit. 6. apríl 2019 11:25