Stóra stundin rennur upp í kvöld hjá Elísabetu Huldu Elísabet Hulda Snorradóttir er full eftirvæntingar fyrir úrslitin í Miss Universe sem fram fara í Los Angeles í Bandaríkjunum í kvöld. Sundbolakeppni og kvöldkjólakeppni er að baki og komið að örlagastundu. 16.5.2021 14:00
Leyfi í höfn hjá Play og fyrsta flugvélin á leið til landsins Flugfélagið Play hefur fengið flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Fyrsta flugvélin var afhent í Houston Texas í Bandaríkjunum. Náið samstarf við stærsta flugvélaleigusala heims er ætlað að tryggja hagstæð kjör á þremur systurvélum. 16.5.2021 11:42
Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16.5.2021 10:45
Mæla með hettu yfir höfuðið á gosstöðvunum Þeir sem ætla að leggja leið sína á gosstöðvarnar í dag eru hvattir til að taka með sér auka peysu og úlpu. Ástæðan er sú að nokkur vindur er á svæðinu, 5-9 m/s og í kaldara lagi að því er fram kemur á Safetravel.is. 16.5.2021 10:13
Bein útsending: Meintur klíkuskapur og kynferðisbrot á Sprengisandi Staða þolenda í dómskerfinu, nýtt fyrirbrigði í hagfræðinni, meintur klíkuskapur á æðsta dómstigi og stefna í ferðamennsku til framtíðar verður á dagskrá Sprengisands á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti. 16.5.2021 09:09
Jóhanna Margrét til Skeljungs Jóhanna Margrét Gísladóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá Skeljungi. 14.5.2021 15:36
Sýknaður af bótakröfu fyrir gáleysi á Bitruhálsi Landsréttur hefur staðfest eins mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir 64 ára karlmanni sem sýndi af sér gáleysi þegar hann ók á gangandi vegfaranda á gangbraut á Bitruhálsi í Reykjavík þann 4. desember 2017. 14.5.2021 15:01
Lögreglumaður dæmdur fyrir meðferð á gesti á Irishman Landsréttur staðfesti í dag 45 daga fangelsisdóm yfir rúmlega þrítugum lögreglumanni fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi aðfaranótt mánudagsins 18. mars í fyrra. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 14.5.2021 14:31
Björn Ingi dæmdur til að greiða áttatíu milljónir króna Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem í seinni tíð hefur verið kenndur við Viljann, hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. 14.5.2021 14:12
Björn Þorfinnsson nýr ritstjóri DV Björn Þorfinnsson hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Hann tekur við starfinu af Tobbu Marinós sem lét nýlega af störfum. 14.5.2021 13:23