Lögreglumaður dæmdur fyrir meðferð á gesti á Irishman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2021 14:31 Mynd frá eftirlitsferð lögreglu um miðbæ Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti í dag 45 daga fangelsisdóm yfir rúmlega þrítugum lögreglumanni fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi aðfaranótt mánudagsins 18. mars í fyrra. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en blaðamaður sat aðalmeðferð málsins í héraðsdómi í fyrra. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið gest á Irishman Pub við Klapparstíg í höfuðið þegar hann setti hann inn í lögreglubifreið. Var hann sakaður um að hafa í framhaldinu slegið hann tveimur höggum í andlit, þrýst hné sínu á háls og höfuð og þvingað handjárnaða handleggi hans ítrekað í sársaukastöðu fyrir aftan bak þar sem gesturinn lá á gólfi lögreglubifreiðar. Myndavél í lögreglubílnum með besta sjónarhornið Dómur Landsréttar verður birtur síðdegis en í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að meðal málsgagna hefðu verið upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Annars vegar frá Irishman Pub og hins vegar úr „eyewitness-búnaði" í lögreglubílnum. Síðari myndavélin sýndi best hvað gekk á þegar gesturinn var færður í lögreglubílinn. Lögreglumaðurinn neitaði að hafa slegið aftan í höfuð gestsins en viðurkenndi að hafa lagt lófa sinn hratt á höfuð hans og rykkt því fram svo hægt væri að leggja gestinn inn í bílinn. Það hafi ekki gerst blíðlega. Framburður lögreglumannsins fékk stoð í framburði samstarfskonu hans á vettvangi. Hún neitaði því að lögreglumaðurinn hefði slegið gestinn í höfuðið. Myndbandsupptaka tók ekki af tvímæli um það hvort lögreglumaðurinn hefði slegið aftan í höfuð gestsins og var lögreglumaðurinn því sýknaður af þeim hluta ákærunnar í héraði. Framburður ekki í samræmi við upptökur Lögreglumaðurinn neitaði því einnig að hafa slegið gestinn tveimur höggum í andlit þegar sá síðarnefndi lá handjárnaður á gólfi lögreglubílsins. Hann viðurkenndi þó að hafa pikkað tvívegis í höfuð hans með fingurgómnum til þess að ná athygli hans. Tók hann fram að aðferðin væri ekki viðurkennd í Lögregluskólanum og skildi hann gagnrýni á aðferðina. Héraðsdómi þótti framburður lögreglumannsins ekki samrýmast myndbandsupptöku af atvikinu. „Þar má glöggt sjá að ákærði slær brotaþolag tvisvar í andlitið með handarbaki kreppts hnefa,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Þótt höggin sýnist ekki föst fær dómarinn ekki séð að nokkurt tilefni hafi verið til þeirra þar sem gesturinn var ófærður um að veita mótspyrnu, liggjandi á maganum í handjárnum fyrir aftan bak. Var lögreglumaðurinn sakfelldur fyrir þennan hluta ákærunnar. „Er ekki allt í lagi?“ Héraðsdómur taldi sömuleiðis ekkert tilefni til þeirrar háttsemi lögreglumannsins að setja hné sitt á höfuð gestsins þótt í skamma stund væri. Sömuleiðis að þvinga handlegg hans í sársaukastöðu fyrir aftan bak á gólfi lögreglubifreiðarinnar í því eina skyni að gesturinn gæfi upp nafn sitt. Mátti heyra af upptökunni að sú aðferð hafi valdið gestinum verulegum þjáningum. Svo hátt öskraði gesturinn að samstarfskona lögreglumannsins, sem sat í framsætinu, heyrðist segja: „Er ekki allt í lagi?“ The Irishman pub við Klapparstíg er vinsæl krá í miðborginni.Vísir/Vilhelm Dómurinn segir með engu móti hægt að fallast á að slíkar aðfarir teljist viðurkenndar valdbeitingaraðferðir lögreglu. Aðfarir lögreglumannsins voru að mati héraðsdóms án tilefnis, gesturinn var varnarlaus og handjárnaður fyrir aftan bak og verður ekki séð af myndbandinu að hann hafi reynt að veita mótspyrnu. Var fallist á það með ákæruvaldinu að lögreglumaðurinn hefði farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða. Við mat refsingu leit dómurinn til þess að lögreglumaðurinn hefði ekki áður sætt refsingu. Á hinn bóginn hefði hann sem lögreglumaður verið fundinn sekur um að hafa af ásetningi beitt ólögmætum valdbeitingaraðerðum og gengið mun lengra í beitingu valds en tilefni var til. Var refsingin metin hæfileg 45 dagar í fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Á hálfum launum þar til endanlegur dómur fellur Þrítugur lögreglumaður sem dæmdur var í 45 daga skilorðsbundið fangelsi á þriðjudag fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi á Klapparstíg í mars 2018 hefur verið frá störfum frá því í nóvember. 28. febrúar 2020 00:00 Lögreglumaðurinn á Klapparstíg gekk mun lengra en tilefni var til Þrítugur lögreglumaður sem sakfelldur var í Héraðsdómi í Reykjanesi fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi gekk mun lengra en tilefni var til að mati dómara. Dómur var kveðinn upp í gær en ekki birtur á vefsíðu dómstólsins fyrr en í dag. 27. febrúar 2020 10:00 Lögreglumaður dæmdur fyrir líkamsárás í starfi Þrítugur lögreglumaður var dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 25. febrúar 2020 13:29 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en blaðamaður sat aðalmeðferð málsins í héraðsdómi í fyrra. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið gest á Irishman Pub við Klapparstíg í höfuðið þegar hann setti hann inn í lögreglubifreið. Var hann sakaður um að hafa í framhaldinu slegið hann tveimur höggum í andlit, þrýst hné sínu á háls og höfuð og þvingað handjárnaða handleggi hans ítrekað í sársaukastöðu fyrir aftan bak þar sem gesturinn lá á gólfi lögreglubifreiðar. Myndavél í lögreglubílnum með besta sjónarhornið Dómur Landsréttar verður birtur síðdegis en í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að meðal málsgagna hefðu verið upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Annars vegar frá Irishman Pub og hins vegar úr „eyewitness-búnaði" í lögreglubílnum. Síðari myndavélin sýndi best hvað gekk á þegar gesturinn var færður í lögreglubílinn. Lögreglumaðurinn neitaði að hafa slegið aftan í höfuð gestsins en viðurkenndi að hafa lagt lófa sinn hratt á höfuð hans og rykkt því fram svo hægt væri að leggja gestinn inn í bílinn. Það hafi ekki gerst blíðlega. Framburður lögreglumannsins fékk stoð í framburði samstarfskonu hans á vettvangi. Hún neitaði því að lögreglumaðurinn hefði slegið gestinn í höfuðið. Myndbandsupptaka tók ekki af tvímæli um það hvort lögreglumaðurinn hefði slegið aftan í höfuð gestsins og var lögreglumaðurinn því sýknaður af þeim hluta ákærunnar í héraði. Framburður ekki í samræmi við upptökur Lögreglumaðurinn neitaði því einnig að hafa slegið gestinn tveimur höggum í andlit þegar sá síðarnefndi lá handjárnaður á gólfi lögreglubílsins. Hann viðurkenndi þó að hafa pikkað tvívegis í höfuð hans með fingurgómnum til þess að ná athygli hans. Tók hann fram að aðferðin væri ekki viðurkennd í Lögregluskólanum og skildi hann gagnrýni á aðferðina. Héraðsdómi þótti framburður lögreglumannsins ekki samrýmast myndbandsupptöku af atvikinu. „Þar má glöggt sjá að ákærði slær brotaþolag tvisvar í andlitið með handarbaki kreppts hnefa,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Þótt höggin sýnist ekki föst fær dómarinn ekki séð að nokkurt tilefni hafi verið til þeirra þar sem gesturinn var ófærður um að veita mótspyrnu, liggjandi á maganum í handjárnum fyrir aftan bak. Var lögreglumaðurinn sakfelldur fyrir þennan hluta ákærunnar. „Er ekki allt í lagi?“ Héraðsdómur taldi sömuleiðis ekkert tilefni til þeirrar háttsemi lögreglumannsins að setja hné sitt á höfuð gestsins þótt í skamma stund væri. Sömuleiðis að þvinga handlegg hans í sársaukastöðu fyrir aftan bak á gólfi lögreglubifreiðarinnar í því eina skyni að gesturinn gæfi upp nafn sitt. Mátti heyra af upptökunni að sú aðferð hafi valdið gestinum verulegum þjáningum. Svo hátt öskraði gesturinn að samstarfskona lögreglumannsins, sem sat í framsætinu, heyrðist segja: „Er ekki allt í lagi?“ The Irishman pub við Klapparstíg er vinsæl krá í miðborginni.Vísir/Vilhelm Dómurinn segir með engu móti hægt að fallast á að slíkar aðfarir teljist viðurkenndar valdbeitingaraðferðir lögreglu. Aðfarir lögreglumannsins voru að mati héraðsdóms án tilefnis, gesturinn var varnarlaus og handjárnaður fyrir aftan bak og verður ekki séð af myndbandinu að hann hafi reynt að veita mótspyrnu. Var fallist á það með ákæruvaldinu að lögreglumaðurinn hefði farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða. Við mat refsingu leit dómurinn til þess að lögreglumaðurinn hefði ekki áður sætt refsingu. Á hinn bóginn hefði hann sem lögreglumaður verið fundinn sekur um að hafa af ásetningi beitt ólögmætum valdbeitingaraðerðum og gengið mun lengra í beitingu valds en tilefni var til. Var refsingin metin hæfileg 45 dagar í fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Á hálfum launum þar til endanlegur dómur fellur Þrítugur lögreglumaður sem dæmdur var í 45 daga skilorðsbundið fangelsi á þriðjudag fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi á Klapparstíg í mars 2018 hefur verið frá störfum frá því í nóvember. 28. febrúar 2020 00:00 Lögreglumaðurinn á Klapparstíg gekk mun lengra en tilefni var til Þrítugur lögreglumaður sem sakfelldur var í Héraðsdómi í Reykjanesi fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi gekk mun lengra en tilefni var til að mati dómara. Dómur var kveðinn upp í gær en ekki birtur á vefsíðu dómstólsins fyrr en í dag. 27. febrúar 2020 10:00 Lögreglumaður dæmdur fyrir líkamsárás í starfi Þrítugur lögreglumaður var dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 25. febrúar 2020 13:29 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
Á hálfum launum þar til endanlegur dómur fellur Þrítugur lögreglumaður sem dæmdur var í 45 daga skilorðsbundið fangelsi á þriðjudag fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi á Klapparstíg í mars 2018 hefur verið frá störfum frá því í nóvember. 28. febrúar 2020 00:00
Lögreglumaðurinn á Klapparstíg gekk mun lengra en tilefni var til Þrítugur lögreglumaður sem sakfelldur var í Héraðsdómi í Reykjanesi fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi gekk mun lengra en tilefni var til að mati dómara. Dómur var kveðinn upp í gær en ekki birtur á vefsíðu dómstólsins fyrr en í dag. 27. febrúar 2020 10:00
Lögreglumaður dæmdur fyrir líkamsárás í starfi Þrítugur lögreglumaður var dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 25. febrúar 2020 13:29
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent