Sekta fimmtán veitingastaði í mathöllum Fimmtán veitingastaðir í mathöllum landsins hafa verið sektaðir um fimmtíu þúsund krónur fyrir að bregðast ekki við athugasemdum Neytendastofu um ófullnægjandi verðmerkingar. Alls gerði Neytendastofu athugasemd við merkingar hjá 37 af 54 veitingastöðum. 2.1.2023 17:03
Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2.1.2023 16:15
Níðstangargrín fór öfugt ofan í hestafólk og ekki bætti annállinn úr skák Formaður Landssambands hestamanna segir hestafólk almennt ekki geta hlegið að gríni þess efnis að kaupa eigi fallegan hest til þess eins að saga af honum hausinn. Formaðurinn tjáir sig í tilefni atriðis í Áramótaskaupinu þetta árið. Hann ítrekar áhyggjur af ofbeldi sem þrífist í starfsemi Sólsetursins. Þá er hestafólk svekkt að ekkert hafi verið fjallað um Landsmót hestamanna í íþróttaannál RÚV. 2.1.2023 14:19
Gríðarleg ánægja með Skaupið sem sumir segja það besta frá upphafi Mikil ánægja virðist hafa verið með Áramótaskaupið í ár í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur. Landsmenn hafa sem fyrr margir hverjir deilt skoðun sinni á sjónvarpsþættinum árlega á samfélagsmiðlum. Í fljótu bragði virðast mun fleiri ánægðir en ósáttir. 1.1.2023 11:52
Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31.12.2022 11:36
Síðasta fréttakviss ársins: Ertu með á nótunum á gamlársdegi? Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi vikunnar sem er í boði á Vísi á laugardögum. 31.12.2022 09:00
Mari Jaersk komin á fast með Nirði Ofurhlaupakonan Mari Jaersk hefur fundið ástina í badmintonkempunni Nirði Lúðvíkssyni. Mari birti mynd af parinu á Instagram í TBR-húsinu við Gnoðarvog í dag. Þar eru þau í faðmlögum og með badmintonspaða í hönd. 30.12.2022 17:22
Skella í lás eftir tíu ár í CooCoo's Nest Veitingastaðnum CooCoo's Nest á Granda í Reykjavík verður lokað í dag eftir að hafa framreitt mat fyrir gesti í áratug. Aðrir aðilar opna rekstur í húsnæðinu á nýju ári. Síðasti brönsinn á CooCoo's hefur verið borinn fram. 30.12.2022 16:26
Borholuhús sem hefur áhrif á heita vatnið á höfuðborgarsvæðinu brann í nótt Eldur kviknaði í borholuhúsi Veitna í Mosfellssveit í nótt með þeim afleiðingum að stór og öflug borhola er dottin úr rekstri tímabundið. Frá þessu er grein á vef Veitna. Viðbúið er að íbúar í einhverjum hverfum á höfuðborgarsvæðinu finni fyrir þrýstingsfalli heita vatnsins. 30.12.2022 14:41
Talsvert um nauðung á hjúkrunarheimilum og lagt til að þrengja heimildir Talsvert er um að nauðung sé beitt á hjúkrunarheimilum og eru læsingar og fjötrun algengustu aðferðirnar. Samráðshópur skipaður af heilbrigðisráðherra leggur til að þrengja heimildir til beitingu nauðungar og setja auknar skorður við framkvæmdina. 30.12.2022 14:22