Gríðarlegur reykur eftir að kviknaði í hundrað bílhræjum Gríðarlega mikill reykur streymir til himins vestur af Akrafjalli eftir að kviknaði í hrúgu af bílhræum á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes. 27.10.2022 14:36
Öll óvissa með ráðherrastól skapi ekki gott andrúmsloft Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir enn óákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ætli að greina Bjarna Benediktsson formanni fyrst frá framboði verði það lendingin. 27.10.2022 10:26
Fundaði með fjölmennum hópi úr baklandinu í Grafarvogi Fjölmennt var á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra með stuðningsmönnum sínum í Grafarvogi í gærkvöldi samkvæmt heimildum fréttastofu. Hugur var í fólki. Fundi lauk þó án þess að Guðlaugur Þór ákveddi hvort hann ætlaði fram til formanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins aðra helgi. 27.10.2022 09:18
Kraumar undir niðri í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins Orðrómur um hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi er enn ein vísbending um að Guðlaugur Þór og formaðurinn Bjarni Benediktsson gangi ekki í takt. Og að innan flokks skipist menn í sveitir. Líklega er um að ræða eitt verst geymda leyndarmál í íslenskum stjórnmálum. 26.10.2022 15:35
Hinn látni karlmaður á miðjum aldri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að karlmaður sem fannst látinn í Skeifunni í gærkvöldi hafi glímt við veikindi. Ekki er grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 26.10.2022 10:23
Bein útsending: Erlendar konur á vinnumarkaði í brennidepli á Jafnréttisþingi Jafnréttisþing fer fram í Hörpu í dag. Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna skal ráðherra boða til jafnréttisþings á tveggja ára fresti þar sem fjalla skal um jafnrétti kynjanna. 26.10.2022 08:46
Bein útsending: Auðlindin okkar til umræðu á Ísafirði Streymt verður frá opnum fundi Auðlindarinnar okkar sem verður haldinn í dag, 25. október frá klukkan 17 til 19 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. 25.10.2022 16:15
Brynja hlaut Hvatningaverðlaun Vigdísar Brynja Hjálmsdóttir, skáld og rithöfundur, er handhafi Hvatningarverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur sem veitt voru í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti var viðstaddur athöfnina ásamt Vigdísi og fleiri gestum. 25.10.2022 16:02
Bein útsending: Gefa áfallastjórnun stjórnvalda háa einkunn Nefnd sem skipuð var til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum hefur skilað forsætisráðherra skýrslu sinni og var hún rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Nefndin mun kynna skýrsluna í málstofu í Norræna húsinu kl. 14.30 í dag. 25.10.2022 14:22
„Hann vill bara vera með mér þegar enginn veit af því“ „Þetta mun aldrei enda vel fyrir neinn,” segir Vítalía Lazareva í viðtali við Vísi. Þau Arnar Grant eru ekki flutt inn saman líkt og til stóð. Vítalía segir Arnar hafa tjáð sér í gærkvöldi að hann vildi ekki lengur vera í sambandi með henni. 24.10.2022 17:52