Skella í lás eftir tíu ár í CooCoo's Nest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2022 16:26 Íris og Lucas ásamt drengjunum sínum Indigo og Sky. Vísir/Vilhelm Veitingastaðnum CooCoo's Nest á Granda í Reykjavík verður lokað í dag eftir að hafa framreitt mat fyrir gesti í áratug. Aðrir aðilar opna rekstur í húsnæðinu á nýju ári. Síðasti brönsinn á CooCoo's hefur verið borinn fram. „Þetta eru svakaleg tímamót. Virkilega. Eftir tíu ár erum við að loka dyrum. Það er síðasti dagurinn og við grátum með kúnnunum okkar í dag,“ segir Íris Ann Sigurðardóttir. Þau hjónin Lucas Keller settu staðinn á sölu í haust og réttur aðili fannst korter í jól. „Við erum spennt að hleypa nýjum aðila að.“ Staðurinn hefur verið afar vinsæll undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Íris segir þau hafa pælt lengi í því hvort þau vildi að annar aðili héldi áfram rekstri CooCoo's nest. „En við ákváðum að líklega væri best að loka staðnum með okkur. Þetta eru fastakúnnar og kærir vinir okkar sem ætla að taka við og kynna nýtt og spennandi dæmi eftir áramót.“ Þau hjónin ætli að sýna verkefninu mikinn stuðning og eru sannfærð um að staðurinn, þó hann verði allt annars eðlis, sé kominn í góðar hendur. Íris segir nánast hafa verið standandi kveðjupartý síðan staðurinn var settur á sölu í haust. Og fram undan hjá þeim? „Ég hef grínast með að ætla í fæðingarorlof, þótt ég sé ekki ólétt. Ég fór ekki í orlof á sínum tíma. Svona rekstri fylgir mikil viðvera,“ segir Íris en þau Lucas eiga tvö börn. Vesturbæingar hafa notið þess að skella sér á CooCoo's nest. Staðurinn hefur sömuleiðis verið vel sóttur af ferðamönnum.Vísir/Vilhelm Draumurinn sé að opna listasetur þar sem sameinast upplifun, tónlist og matur. „Okkur þykir vænt um samfélagið sem hefur skapast í kringum okkur. Okkur langar að finna leið til að halda því á lífi.“ Þá vilji þau sem listamenn finna tíma til að sinna listinni betur. „Dyrnar eru opnar. Ég trúi því að stundum sé gott að þvinga breytingar. Það getur boðað spennandi tíma.“ Veitingastaðir Tímamót Reykjavík Tengdar fréttir Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00 Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
„Þetta eru svakaleg tímamót. Virkilega. Eftir tíu ár erum við að loka dyrum. Það er síðasti dagurinn og við grátum með kúnnunum okkar í dag,“ segir Íris Ann Sigurðardóttir. Þau hjónin Lucas Keller settu staðinn á sölu í haust og réttur aðili fannst korter í jól. „Við erum spennt að hleypa nýjum aðila að.“ Staðurinn hefur verið afar vinsæll undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Íris segir þau hafa pælt lengi í því hvort þau vildi að annar aðili héldi áfram rekstri CooCoo's nest. „En við ákváðum að líklega væri best að loka staðnum með okkur. Þetta eru fastakúnnar og kærir vinir okkar sem ætla að taka við og kynna nýtt og spennandi dæmi eftir áramót.“ Þau hjónin ætli að sýna verkefninu mikinn stuðning og eru sannfærð um að staðurinn, þó hann verði allt annars eðlis, sé kominn í góðar hendur. Íris segir nánast hafa verið standandi kveðjupartý síðan staðurinn var settur á sölu í haust. Og fram undan hjá þeim? „Ég hef grínast með að ætla í fæðingarorlof, þótt ég sé ekki ólétt. Ég fór ekki í orlof á sínum tíma. Svona rekstri fylgir mikil viðvera,“ segir Íris en þau Lucas eiga tvö börn. Vesturbæingar hafa notið þess að skella sér á CooCoo's nest. Staðurinn hefur sömuleiðis verið vel sóttur af ferðamönnum.Vísir/Vilhelm Draumurinn sé að opna listasetur þar sem sameinast upplifun, tónlist og matur. „Okkur þykir vænt um samfélagið sem hefur skapast í kringum okkur. Okkur langar að finna leið til að halda því á lífi.“ Þá vilji þau sem listamenn finna tíma til að sinna listinni betur. „Dyrnar eru opnar. Ég trúi því að stundum sé gott að þvinga breytingar. Það getur boðað spennandi tíma.“
Veitingastaðir Tímamót Reykjavík Tengdar fréttir Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00 Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun