Viðbúnaður vegna rannsókna á flugslysum ekki í lagi Íslensk stjórnvöld þurfa að koma á fót formlegu fyrirkomulagi til að tryggja að gott samstarf sé á milli viðeigandi opinberra aðila áður en rannsókn á flugslysum hefst. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 10.5.2023 15:32
Tveggja daga pásukvöð brot á reglum EES Sú staðreynd að erlend rútufyrirtæki innan geta ekki boðið upp á lengri en tíu daga samfelldar rútuferðir er brot á EES-reglum. Reglurnar takmarki markaðsaðgengi erlendra rútufyrirtækja. 10.5.2023 15:27
Færanleg göngu- og hjólabrú hitar upp fyrir stokk í Vogabyggð Gerð verður tímabundin göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut, sem er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega, ekki síst fyrir skólabörn í Vogabyggð. Brúin verður yfirbyggð, með lyftu og tröppum og verður áhersla á jákvæða upplifun vegfarenda og að innra rými verði aðlaðandi. Áætlaður kostnaður er um 250 milljónir en verkinu á að ljúka í síðasta lagi sumarið 2024. 10.5.2023 14:56
Dorrit miður sín og stendur þétt við bak Khan Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er miður sín fyrir handtöku Imrans Khans, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan. Hún segist sannfærð um að Khan sé ekki spilltur. 10.5.2023 12:06
Minnast Gunnhildar með göngu á mæðradaginn Styrktarfélagið Göngum saman efnir til göngu á mæðradaginn, sunnudaginn 14. maí, til minningar um Gunnhildi Óskarsdóttur stofnanda félagsins. Hún lést þann 17. mars síðastliðinn. 9.5.2023 10:35
Farþegafjöldi í apríl þrefaldaðist á milli ára Farþegum PLAY fjölgaði mikið í apríl og voru 102.499 talsins, samanborið við 86.661 farþega í mars. Sætanýtingin nam 80,8 prósentum. Hér er um að ræða verulegan vöxt frá sama tíma í fyrra, þegar farþegar voru 36.669 og sætanýtingin 72,4%. Farþegafjöldinn sem næst þrefaldaðist á milli ára. Svo segir í tilkynningu frá Play. 8.5.2023 12:25
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8.5.2023 11:30
Bein útsending: Íslensk hönnun á tískusýningu í Listasafni Reykjavíkur Tískusýning Farmers Market og Kormáks & Skjaldar í Listasafni Reykjavíkur í kvöld er einn af hápunktum Hönnunarmars. Sýningin verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 5.5.2023 19:00
Gjaldþrot Engilberts nam 245 milljónum króna Engar eignir fundust í þrotabúi Engilberts Runólfssonar athafnamanns og verktaka á Akranesi. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 245 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. 5.5.2023 12:30
Reynslubolti og Tik Tok prestur glíma við vígslubiskupinn Nokkur spenna er í loftinu fyrir komandi kosningu vígslubiskups í Skálholti. Tveir prestar fengu einni fleiri tilnefningu en starfandi vígslubiskup. 5.5.2023 11:04