Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21.4.2023 16:10
Ásgerður og Kjartan Bjarni metin hæfust Dómnefnd um hæfni umsækjenda telur héraðsdómarana Ásgerði Ragnarsdóttur og Kjartan Bjarna Björgvinsson hæfust til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Nefndin telur ekki hægt að gera upp á milli hæfni þeirra tveggja. 21.4.2023 12:31
Boris Bjarni Akbachev fallinn frá Boris Bjarni Akbachev, goðsögn í handboltaþjálfun á Íslandi, er látinn 89 ára gamall. Boris kom að þjálfun margra af bestu handboltamönnum Íslandssögunnar. Stuðningsmönnum Vals var tilkynnt um andlátið í kvöld og fjölmargir lærisveinar hans í gegnum árin minnast hans á samfélagsmiðlum. 20.4.2023 00:59
Finnbjörn býður sig fram til forseta ASÍ Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, gefur kost á sér til forseta ASÍ á framhaldsþingi helgina 27.-28. apríl. Kristján Þórður Snæbjarnarson ætlar að stíga til hliðar úr forsetastól en gefur kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. 19.4.2023 11:37
Bein útsending: Uppbygging heilbrigðiskerfisins og nýr Landspítali Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra kynna í dag kl. 11 heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða heilbrigðiskerfisins til ársins 2030. 19.4.2023 10:26
Páll áfrýjar en aðrir enn undir feldi Tæplega sjötugur timbursali sem hlaut þyngsta dóminn í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa aðrir sakborningar ekki enn tekið ákvörðun um áfrýjun. 18.4.2023 11:32
Styrkir úr sögunni vegna stóraukinna veikinda Gleraugna- og tannviðgerðastyrkir eru á meðal þeirra styrkja sem heyra sögunni til hjá Bandalagi háskólamanna. Ástæðan er stóraukin sókn félagsmanna í sjúkradagpeninga sem er í forgangi hjá félaginu. 17.4.2023 16:44
Bein útsending: Ræðir við landsmenn um sjálfbært Ísland Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Á fundunum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara en vinna stendur yfir við mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun. 17.4.2023 15:00
„Móðir mín er bara saklaus í hjartanu að gefa barninu hlaup“ Fimm ára stúlka á Selfossi var hætt komin á dögunum eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa fullan af kannabisefnum. Móðir stúlkunnar hvetur foreldra til að vera vel á verði. Málið er óupplýst. 16.4.2023 17:24
Guðlaugur felur Ásmundi lykilhlutverk í orkumálum til framtíðar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað Ásmund Friðriksson, samflokksþingmann sig í Sjálfstæðisflokknum, fomann starfshóps til að kanna möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Er þar m.a. átt við aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. 14.4.2023 15:34