Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ostabúðin á Fiskislóð gjaldþrota

Engar eignir fundust í þrotabúi Ostabúðarinnar veisluþjónustu sem var með starfsemi á Fiskislóð á Granda þar til búðinni var lokað í fyrra. Kröfur í þrotabúið námu rúmum 26 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Eiginmaðurinn fyrrverandi fylgist með úr öðru herbergi

Karlmaður sem sakaður er um gróf kynferðisbrot og ofbeldi í nánu sambandi gagnvart þáverandi eiginkonu sinni skal víkja úr dómsal þegar konan gefur skýrslu. Þetta er niðurstaða þriggja dómara við Landsrétt sem voru ósammála héraðsdómi sem hafði hafnað kröfu ákæruvaldsins að eiginmaðurinn viki úr salnum.

Vara við saur í Laugarvatni

Sveitarfélagið Bláskógabyggð varar fólk við því að stunda böð eða leika sér í Laugarvatni þessa dagana. Ástæðan er sú að saurmengun hefur mælst í vatninu.

Flogið frá Akureyri til Sviss í vetur

Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki hefur ákveðið að bjóða upp á vetrarferðir til Norðurlands næsta vetur, í beinu flugi frá Zürich. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður ferðir beint til Norðurlands, en hún hefur töluverða reynslu af því að selja ferðir til Íslands allt árið um kring. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands.

Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí

Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins.

Sjá meira