Meðal gestafyrirlesara á þinginu var Eygló Árnadóttir, kynjafræðingur, og ræddi um starf sitt við að efla íslenska skóla í fræðslu, forvörnum og viðbrögðum við kynbundnu ofbeldi. Sameiningamál framhaldsskólanna voru nemendum einnig ofarlega í huga og var mikið rætt á þinginu.
Ein lagabreyting var lögð fyrir þingið sem var samþykkt. Tillagan felur í sér fjölgun fulltrúa í stjórn úr sjö í níu talsins. Þar á meðal var kosið í nýja stöðu til fulltrúa iðn- og tækninema í stjórn.
Ný stjórn SÍF skipar:
- Embla Möller, Kvennaskólinn í Reykjavík, kosin til forseta
- Emilía Ósk Hauksdóttir, Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, kosin til varaforseta
- Sara Natalía Sigurðardóttir, Verzlunarskóli Íslands, kosin til alþjóðafulltrúa
- Eva Karen Jóhannsdóttir, Tækniskólinn í Hafnarfirði, kosin til iðnnemafulltrúa
- Anton Bjarmi Björnsson, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, kosinn til gjaldkera
- Valgerður Eyja Eyþórsdóttir, útskrifaður nemandi úr Verzlunarskóla Íslands og nú nemandi í Háskólanum í Reykjavík, meðstjórnandi
- Ívar Máni Hrannarsson, Tækniskólinn á Háteigsvegi, kosinn til meðstjórnanda
- Daníel Þröstur Pálsson, Kvennaskólinn í Reykjavík, kosinn til meðstjórnanda
- Alda Ricart Andradóttir, Fjölbrautarskólinn við Ármúla, kosin til meðstjórnanda