Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég er fréttamaður en ekki einhver spákelling“

Landsmenn minnast íþróttafréttamannsins og knattspyrnukappans fyrrverandi Bjarna Felixsonar með mikilli hlýju. Bjarni var fastagestur á skjám og í útvarpi landsmanna um árabil. Hann tók hlutverk sitt alvarlega þótt alltaf hafi verið stutt í húmorinn. Liverpool birti mynd af Bjarna Fel í gær á tímamótadegi í sögu félagsins.

Sá sem varað var við hlaut þungan dóm fyrir ­brot gegn barni

Miðlæg rannsóknardeild lögreglu hefur til rannsóknar mál karlmanns sem skólastjórnendur í Kársnesskóla vöruðu við á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til skoðunar hvort maðurinn hafi gerst sekur um blygðunarsemisbrot í vesturhluta Kópavogs með því að fróa sér í bíl í bænum.

Enn einn yfir­maður lög­reglu sendur í leyfi

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári.

Agnar og Sunna ráða gátuna

Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er.

Andi Olofs Palme svífur yfir vötnum á Fundi fólksins

Blásið verður til svokallaðrar lýðræðishátíðar í Vatnsmýrinni á morgun þegar Fundur fólksins hefst í Norræna húsinu. Þar býðst almenningi að ræða við stjórnmálafólk og fulltrúa samtaka og stofnana. Verkefnastjóri segir mikilvægt að ná samtali á óháðum grundvelli.

Fúlum vegna göngugatna fækkar um helming

Tæplega þrír af hverjum fjórum Reykvíkingum eru jákvæðir í garð göngugatna í miðborginni. Neikvæðum hefur fækkað úr tuttugu prósent borgarbúa í níu prósent á fjórum árum eða um rúman helming. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir Reykjavíkurborg.

Víðtæk bilun á nettengingu hjá Reykjavíkurborg

Starfsemi hjá Reykjavíkurborg hefur verið í lamasessi víða framan af morgni þar sem starfsfólk kemst víða ekki á Internetið. Unnið er að viðgerð en starfsemi getur víða haldið óbreytt áfram.

Sjá meira