Árni tekur stoltur við sem forstjóri Marel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2023 17:26 Árni Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri Marel. Marel Árni Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri Marel. Hann hefur gengt starfinu tímabundið undanfarnar vikur eftir að Árni Oddur Þórðarson lauk störfum hjá fyrirtækinu. Marel tilkynnti um ráðningu Árna Sigurðssonar í tilkynningu til Kauphallar síðdegis. Hann tekur við störfum þegar í stað. Árni tók við starfi aðstoðarforstjóra og yfirmanns tekjusviða í nóvember 2022, og þann 7. nóvember á þessu ári tók Árni tímabundið við sem forstjóri félagsins. Árni hefur starfað hjá Marel frá árinu 2014, fyrst sem yfirmaður stefnumótunar og þróunar, og síðar framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga. Áður starfaði Árni fyrir AGC Partners í London og hjá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans. Árni er með MBA gráðu frá Harvard Business School og BSc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. „Það er stjórn Marel ánægjuefni að tilkynna um ráðningu Árna Sigurðssonar sem forstjóra Marel, að undangengnu ráðningarferli sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur. Ég hef starfað náið með Árna síðustu ár og fylgst með honum vaxa sem stjórnanda og leiðtoga innan samstæðu Marel, nú síðast í starfi tímabundins forstjóra sem hann hefur leyst farsællega. Við í stjórn Marel erum sammála um að yfirgripsmikil þekking Árna á starfsemi félagsins og alþjóðleg reynsla séu lykilþættir í hæfni hans og sýn til að leiða félagið í gegnum núverandi áskoranir og til frekari sóknar, og ná fram þeirri verðmætasköpun sem í félaginu býr til hagsbóta fyrir hluthafa félagsins og aðra hagaðila,“ segir Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marel. Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, segist spenntur. „Þegar ég hóf störf hjá Marel árið 2014 urðu mér ljós þau stóru tækifæri sem fólust í viðskiptamódeli félagsins og ekki síður þau gríðarlega jákvæðu áhrif sem við getum haft á virðiskeðju matvæla í heiminum. Ég er virkilega stoltur af þeim árangri sem við höfum náð síðasta áratug. Tækifærin framundan eru ekki síður spennandi, og ég mun nota tímann vel næstu mánuði til að meta næstu skref í þeim sóknarfærum. Ég tek stoltur við forstjórakeflinu og hlakka til að starfa náið með samstarfsfólki mínu, viðskiptavinum og öðrum hagaðilum til að tryggja áframhaldandi framþróun og verðmætasköpun Marel, sem umbyltir matvælavinnslu í heiminum.” Marel Vistaskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Beiðni Árna Odds um framlengingu á greiðslustöðvun hafnað Beiðni Árna Odds Þórðarsonar, fyrrverandi forstjóra Marels til tíu ára og einn stærsti hluthafinn í Eyri Invest, um heimild til framlengingar á greiðslustöðvun hefur verið hafnað af dómstólum, samkvæmt upplýsingum Innherja, en Landsbankinn hafði mótmælt því að hann fengi að vera áfram í slíku skjóli gagnvart kröfuhöfum. Óvissa er núna um mögulegar fullnustuaðgerðir kröfuhafa á hendur Árna Oddi en hlutur hans í fjárfestingafélaginu Eyri er meðal annars veðsettur gagnvart láni frá Landsbankanum. 5. desember 2023 18:14 Stjórnin hafi hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi Stjórn Marel hefur svarað harðri gagnrýni evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital Partners, sem birti í dag opið bréf til stjórnarformannsins. Stjórnin segist hafa ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. 29. nóvember 2023 20:38 Yfirtökuboðinu var ætlað að hagnast á veikri stjórn Marels og erfiðleikum Eyris Evrópski vogunarsjóðurinn Teleios Capital Partners, einn stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels með 3,3 prósenta hlut, gagnrýnir harðlega stjórn fyrirtækisins fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og segir vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Sjóðurinn styður ákvörðun stjórnar að hafna mögulegu tilboði John Bean Technologies en segir þörf á skýrleika um eignarhald Marels, sem hafi ekki reynst farsælt með Eyri sem aðaleigenda, til framtíðar litið. 29. nóvember 2023 14:34 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Marel tilkynnti um ráðningu Árna Sigurðssonar í tilkynningu til Kauphallar síðdegis. Hann tekur við störfum þegar í stað. Árni tók við starfi aðstoðarforstjóra og yfirmanns tekjusviða í nóvember 2022, og þann 7. nóvember á þessu ári tók Árni tímabundið við sem forstjóri félagsins. Árni hefur starfað hjá Marel frá árinu 2014, fyrst sem yfirmaður stefnumótunar og þróunar, og síðar framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga. Áður starfaði Árni fyrir AGC Partners í London og hjá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans. Árni er með MBA gráðu frá Harvard Business School og BSc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. „Það er stjórn Marel ánægjuefni að tilkynna um ráðningu Árna Sigurðssonar sem forstjóra Marel, að undangengnu ráðningarferli sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur. Ég hef starfað náið með Árna síðustu ár og fylgst með honum vaxa sem stjórnanda og leiðtoga innan samstæðu Marel, nú síðast í starfi tímabundins forstjóra sem hann hefur leyst farsællega. Við í stjórn Marel erum sammála um að yfirgripsmikil þekking Árna á starfsemi félagsins og alþjóðleg reynsla séu lykilþættir í hæfni hans og sýn til að leiða félagið í gegnum núverandi áskoranir og til frekari sóknar, og ná fram þeirri verðmætasköpun sem í félaginu býr til hagsbóta fyrir hluthafa félagsins og aðra hagaðila,“ segir Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marel. Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, segist spenntur. „Þegar ég hóf störf hjá Marel árið 2014 urðu mér ljós þau stóru tækifæri sem fólust í viðskiptamódeli félagsins og ekki síður þau gríðarlega jákvæðu áhrif sem við getum haft á virðiskeðju matvæla í heiminum. Ég er virkilega stoltur af þeim árangri sem við höfum náð síðasta áratug. Tækifærin framundan eru ekki síður spennandi, og ég mun nota tímann vel næstu mánuði til að meta næstu skref í þeim sóknarfærum. Ég tek stoltur við forstjórakeflinu og hlakka til að starfa náið með samstarfsfólki mínu, viðskiptavinum og öðrum hagaðilum til að tryggja áframhaldandi framþróun og verðmætasköpun Marel, sem umbyltir matvælavinnslu í heiminum.”
Marel Vistaskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Beiðni Árna Odds um framlengingu á greiðslustöðvun hafnað Beiðni Árna Odds Þórðarsonar, fyrrverandi forstjóra Marels til tíu ára og einn stærsti hluthafinn í Eyri Invest, um heimild til framlengingar á greiðslustöðvun hefur verið hafnað af dómstólum, samkvæmt upplýsingum Innherja, en Landsbankinn hafði mótmælt því að hann fengi að vera áfram í slíku skjóli gagnvart kröfuhöfum. Óvissa er núna um mögulegar fullnustuaðgerðir kröfuhafa á hendur Árna Oddi en hlutur hans í fjárfestingafélaginu Eyri er meðal annars veðsettur gagnvart láni frá Landsbankanum. 5. desember 2023 18:14 Stjórnin hafi hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi Stjórn Marel hefur svarað harðri gagnrýni evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital Partners, sem birti í dag opið bréf til stjórnarformannsins. Stjórnin segist hafa ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. 29. nóvember 2023 20:38 Yfirtökuboðinu var ætlað að hagnast á veikri stjórn Marels og erfiðleikum Eyris Evrópski vogunarsjóðurinn Teleios Capital Partners, einn stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels með 3,3 prósenta hlut, gagnrýnir harðlega stjórn fyrirtækisins fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og segir vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Sjóðurinn styður ákvörðun stjórnar að hafna mögulegu tilboði John Bean Technologies en segir þörf á skýrleika um eignarhald Marels, sem hafi ekki reynst farsælt með Eyri sem aðaleigenda, til framtíðar litið. 29. nóvember 2023 14:34 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Beiðni Árna Odds um framlengingu á greiðslustöðvun hafnað Beiðni Árna Odds Þórðarsonar, fyrrverandi forstjóra Marels til tíu ára og einn stærsti hluthafinn í Eyri Invest, um heimild til framlengingar á greiðslustöðvun hefur verið hafnað af dómstólum, samkvæmt upplýsingum Innherja, en Landsbankinn hafði mótmælt því að hann fengi að vera áfram í slíku skjóli gagnvart kröfuhöfum. Óvissa er núna um mögulegar fullnustuaðgerðir kröfuhafa á hendur Árna Oddi en hlutur hans í fjárfestingafélaginu Eyri er meðal annars veðsettur gagnvart láni frá Landsbankanum. 5. desember 2023 18:14
Stjórnin hafi hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi Stjórn Marel hefur svarað harðri gagnrýni evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital Partners, sem birti í dag opið bréf til stjórnarformannsins. Stjórnin segist hafa ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. 29. nóvember 2023 20:38
Yfirtökuboðinu var ætlað að hagnast á veikri stjórn Marels og erfiðleikum Eyris Evrópski vogunarsjóðurinn Teleios Capital Partners, einn stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels með 3,3 prósenta hlut, gagnrýnir harðlega stjórn fyrirtækisins fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og segir vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Sjóðurinn styður ákvörðun stjórnar að hafna mögulegu tilboði John Bean Technologies en segir þörf á skýrleika um eignarhald Marels, sem hafi ekki reynst farsælt með Eyri sem aðaleigenda, til framtíðar litið. 29. nóvember 2023 14:34