Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Stórskotalið í dómarasætum

Dómarar á Food & Fun eru frægir matreiðslumenn frá Bandaríkjunum, Noregi og Rússlandi, sem margir hverjir hafa tekið þátt í Food & Fun hérlendis áður, annaðhvort sem dómarar eða keppendur.

Matur
Fréttamynd

Hátíðin hefur sannað sig og fest rætur

Matarhátíðin Food and Fun verður haldin í tíunda skipti í Reykjavík dagana níunda til þrettánda mars og verður með veglegasta móti í tilefni afmælisins. Fjöldi nafntogaðra erlendra matreiðslumanna mun sækja landið heim og glæða borgina lífi.

Matur
Fréttamynd

Fjölskylduvæn stefna á Nítjándu

Veitingastaðurinn Nítjánda, á 19. hæð Turnsins að Smáratorgi 3 í Kópavogi, hefur skipað sér í fremstu röð veitingahúsa landsins. Staðurinn heldur úti fjölskyldustefnu sem miðar að því að foreldrar og börn njóti sín til hins ýtrasta.

Matur
Fréttamynd

Keppendur úr Bocuse d'Or á Food and Fun

Þeir keppendur á Food and Fun í ár sem hafa tekið þátt í hinni frægu Bocuse d'Or keppni eru Matti Jämsen frá Finnlandi og Chris Parsons frá Bandaríkjunum sem verið hefur einn af tólf útvöldum sem keppa í amerísku undankeppninni.

Matur
Fréttamynd

Járnfrúin á Silfrinu

Gestakokkurinn sem mætir til leiks á veitingastaðnum Silfri í næstu viku er enginn annar en sjálf Járnfrúin Celina Tio úr sjónvarpsþáttunum Iron Chef. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu.

Matur
Fréttamynd

Þorstinn var hinn sami þrátt fyrir rafmagnsleysi

Bilun í háspennustreng í Hallveigarstíg setti strik í reikninginn hjá skemmtanaglöðum borgarbúum í gærkvöldi. Rafmagn fór af hluta Laugavegarins frá Snorrabraut og á Hverfisgötu að Lækjartorgi laust upp úr klukkan ellefu, um það leyti sem næturlífið í miðbænum er venjulega að glæðast. Posar veitingastaða og kráa duttu þar með út - en þorstinn var hinn sami og venjulega hjá bargestum.

Innlent
Fréttamynd

Siggi Hall opnar nýjan stað

„Ég stefni að því að opna nýjan veitingastað á vori, undir sömu formerkjum, markmiðið er að hann verði besti veitingastaður á Íslandi." segir Sigurður Hall, meistarakokkur. Eins og kunnugt er hætti Siggi nýverið á Óðinsvéum, þar sem hann hefur rekið veitingastaðinn Sigga Hall í rúm átta ár.

Lífið