
Enn halda jöklar áfram að hopa og rýrna
Veruleg leysing var á Hofsjökli á liðnu sumri og þá einkum á norðanverðum jöklinum. Þegar fulltrúar Veðurstofu Íslands fóru þangað í leiðangur dagana 19. til 22. október stóðu stikur einum til tveimur metrum hærra upp úr snjó og ís en algengast er.