
Hvar á íslenska veðrið heima?
Íslendingar eiga 90 daga af sumri. Við lifum á þessu skeri, lengst norður í ballarhafi, í skítakulda, nístingsfrosti og kolniðamyrkri og þráum ekkert heitar en gott sumar. Þessi mýta, um góða sumarið á Íslandi, er einhvers konar ópíum fólksins til að við fáumst til að búa hérna. Einhvers konar réttlæting fyrir tilvist okkar hérna utan hins byggilega heims.