Veðurhorfur á landinu:
Suðvestan 13-20 metrar á sekúndu og él, en bjartviðri norðaustan til á landinu. Dregur heldur úr vindi og éljum í kvöld. Hiti kringum frostmark. Gengur í suðaustan 15-23 með slyddu eða rigningu í fyrramálið, en snjókomu eða slyddu fyrir norðan og hlýnar heldur. Snýst í sunnan 10-18 eftir hádegi á morgun með skúrum eða éljum, einkum um landið sunnan-og vestanvert.
Sjá nánar á veðurvef Vísis.