
Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil
Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt í dag þar sem verður skýjað með köflum, lítilsháttar skúrir á víð og dreif og milt veður. Það verður heldur léttara yfir á suðaustanverðu landinu þar sem hiti getur náð að 17 stigum í dag þegar best lætur.