
Beikon- og piparostafylltur hamborgari
Það er fátt betra en heimagerður hamborgari með öllu því sem hugurinn girnist. Þegar sólin skín er upplagt að dusta rykið af grillinu og grilla ljúffengan mat sem kemur okkur öllum í sumarskap. Þessi beikon- og piparostafyllti hamborgari er algjörlega ómótstæðilegur, ég segi það og skrifa.