Í síðasta þætti mínum útbjó ég nokkrar útgáfur af hollum og einföldum morgunmat, þessi Chia grautur er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Það tekur enga stund að skella í einn svona graut og hann er svakalega hollur en Chia fræin eru mjög nærringarrík og flokkast sem ofurfæða.
Chia grautur
Mér finnst best að útbúa grautinn kvöldinu áður en þá þarf ég bara að skella honum ofan í tösku og ég get skotist út í vinnuna. Einfalt og gott!
1 dl chia fræ
2 dl möndlumjöl
½ kókosmjöl
1 dl frosin bláber
Ferskir ávextir t.d. jarðaber, bláber og banani.
Aðferð:
Hellið chiafræjum, kókösmjöli og möndlumjólki í skál og blandið saman. Bætið bláberjum saman við, helst frosnum og blandið. Hellið grautnum í krukku eða skál og geymið í ísskápnum yfir nótt. Skreytið grautinn gjarnan með ferskum ávöxtur.
Ekki missa af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2 klukkan 19:50.

