Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar

Tónlistartímaritið Rolling Stone hefur tekið saman lista yfir 250 bestu lög 21. aldarinnar. Eins og við mátti búast er listinn ekki óumdeildur og trónir sömuleiðis nokkuð óvænt lag á toppnum.

Tónlist
Fréttamynd

Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum

„Tíska spilar stórt hlutverk í heildarmyndinni af því að gefa út músík,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti sem hefur alla tíð farið eigin leiðir í tískunni og klæðaburður hans hefur alltaf átt í samtali við tónlistina hans. Gauti, sem var að gefa út plötuna Stéttin, ræddi við blaðamann um tískuna og tónlistina.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sár­þjáður Eyfi sendur með sjúkra­bíl og skellt í að­gerð

Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, átti að spila á Bítla-heiðurstónleikum í gær en þurfti að leggjast inn á spítala og gat því ekki komið fram. Hann hafði fundið fyrir miklum verkjum, var fluttur í flýti á spítala og þurfti þar að fjarlægja úr honum gallblöðruna.

Lífið
Fréttamynd

Enn veldur Britney á­hyggjum

Tónlistarkonan Britney Spears veldur aðdáendum sínum enn á ný áhyggjum. Nú segist hún hafa dottið niður stiga heima hjá vini sínum og er ekki viss hvort hún sé fótbrotin eða ekki.

Lífið
Fréttamynd

Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba

„Lífið hefur breyst rosalega mikið á þessu ári,“ segir ungstirnið Maron Birnir sem skaust upp á stjörnuhimininn fyrir stuttu síðan. Maron, sem er átján ára gamall, lifir og hrærist á tónlistinni og hefur stefnt hátt frá ungum aldri. Blaðamaður tók púlsinn á nýjustu stjörnu landsins.

Tónlist
Fréttamynd

Baunar á kókaða söng­konu fyrir baktal

Aðdáendur Taylor Swift eru sannfærðir um að poppstjarnan sé að dissa bresku tónlistarkonuna Charli XCX á nýútkominni plötu sinni. Swift syngur um ónefnda söngkonu sem baktali sig meðan viðkomandi var útúrkókuð.

Tónlist
Fréttamynd

Keith sagður kominn með nýja kærustu

Kántrísöngvarinn Keith Urban er sagður þegar kominn með nýja kærustu en eiginkona hans, Nicole Kidman, sótti um skilnað í vikunni eftir nítján ára hjónaband. Kærastan ku vera yngri kona úr kantrísenunni og hefur nafn gítarleikarans Maggie Baugh verið nefnt í því samhengi.

Lífið
Fréttamynd

Veisla fyrir augu og eyru

Það kom mér ekkert á óvart að áhorfendur voru með símann á lofti þegar maður gekk inn í stóra salinn í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Sviðsmyndin sem tekur á móti manni er glæsileg og lýsingin í salnum færir mann strax inn í heim Moulin Rouge. Svo hefst veislan og frá fyrstu mínútu er manni ljóst að hér er ekki um „hefðbundinn“ íslenskan söngleik að ræða. Þetta er sýning sem „hækkar rána“ ef maður grípur til líkingamáls úr íþróttaheiminum, vettvangur fyrir fjöldann allan af listamönnum að sýna sig og sanna. Hvert íslenskt leikhús heldur héðan er svo önnur og stærri spurning.

Gagnrýni
Fréttamynd

Sveppi, Ari Eld­járn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tón­leikum

Hljómsveitin Ég kemur saman á ný og heldur sérstaka tónleika í Bæjarbíói, Hafnarfirði þann 30. október 2025, til heiðurs leiðtoga, söngvara, laga- og textahöfundi sveitarinnar, Róberti Erni Hjálmtýssyni. Meðlimir Ég fá til liðs við sig á tónleikunum fjölda gestasöngvara eins og Valdimar Guðmundsson, Eyþór Inga, Heiðu Eiríks, Bjarka Sig, Ara Eldjárn, Örn Eldjárn og Sverri Þór Sverrisson (Sveppi).

Menning
Fréttamynd

Eig­andinn hættir sem for­stjóri

Daniel Ek eigandi sænsku streymisveitunnar Spotify mun stíga til hliðar sem forstjóri og mun þess í stað leiða stjórn félagsins. Ek stofnaði streymisveituna árið 2006. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2026.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Djúpt snortinn yfir við­brögðum sam­fé­lagsins

Ég er algjörlega í skýjunum, segir tónlistarmaðurinn og goðsögnin Páll Óskar sem var að gefa út plötuna Alveg með Benna HemmHemm. Þeir fögnuðu útgáfu með flottu hlustunarpartýi á Kjarval og skáluðu í kampavíni en Páll Óskar segir lögin óumflýjanlega eiga vel við í samfélaginu í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Hneig niður í miðju lagi

Breska tónlistarkonan og hæfileikabúntið Lola Young hefur ekki átt sjö dagana sæla þegar það kemur að því að syngja á sviði. Hún kastaði eftirminnilega upp á tónlistarhátíðinni Coachella síðastliðið vor og hneig niður í miðju lagi á tónleikum í New York á laugardag.

Tónlist
Fréttamynd

Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna

Dómari vísaði í gær máli rapparans írska Liam Óg Ó hAnnaidh, betur þekkts sem Mo Chara, frá. Hann myndar ásamt þeim Móglaí Bap og DJ Próvaí rappsveitina Kneecap sem hefur vakið mikla athygli fyrir afdráttarlausan stuðning sinn við frelsi Palestínu og endurnýjun lífdaga írska tungumálsins.

Lífið