
„Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“
Hinn margreyndi Dominykas Milka var til umræðu í þættinum Bónus Körfuboltakvöld í gærkvöldi en hann átti góðan leik þegar Njarðvík vann Álftanes í Bónus-deildinni á fimmtudag.
Hinn margreyndi Dominykas Milka var til umræðu í þættinum Bónus Körfuboltakvöld í gærkvöldi en hann átti góðan leik þegar Njarðvík vann Álftanes í Bónus-deildinni á fimmtudag.
Hermann Hauksson fékk það stóra verkefni að velja besta KR-ing sögunnar í Bónus Körfuboltakvöldi í gærkvöldi.
Stjörnumenn endurheimtu toppsætið í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld með átta stiga sigri á KR-ingum í Ásgarði, 94-86.
Stjarnan endurheimti toppsætið eftir átta stiga sigur gegn KR 94-86. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn.
„Þeir bara jörðuðu okkur,” segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sem var allt annað en sáttur við sína menn eftir 28 stiga stórtap liðsins fyrir Þór í Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld.
Þórsarar fóru illa með Íslandsmeistara Vals í Þorlákshöfn í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld og skutu gestina af Hlíðarenda aftur niður á jörðina.
Sagan af því hvernig DeAndre Kane, með ferilskrá sem menn töldu of mikla fyrir Ísland, endaði í körfuboltaliði Grindavíkur er hreint lygileg. Stjórnarmaður hjá Grindavík óttaðist um tíma að hafa komið Kane í fangelsi en ungverski bílstjórinn Zsombor lék lykilhlutverk í að allt fór vel að lokum.
Keflavík komst aftur á sigurbraut eftir fjórtán stiga sigur gegn Hetti 112-98. Eftir brösóttan fyrsta leikhluta gáfu heimamenn í og litu aldrei um öxl eftir það.
Keflavík vann sannfærandi sigur gegn Hetti 112-98. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var ángæður með sigurinn.
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með 81-75 sigur sinna manna á Álftanesi og stoltur af fjölhæfninni sem liðið býr yfir. Liðið hefur unnið tvo, mjög ólíka, leiki á árinu og lítur vel út fyrir úrslitakeppnina að mati Rúnars, en getur gert margt betur.
DeAndre Kane snéri aftur í lið Grindavíkur í kvöld eftir þriggja leikja fjarveru af persónulegum ástæðum þar sem hann þurfti að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti að hans sögn án þess að fara nánar út í þá sálma.
Njarðvíkingar sóttu tvö stig í Forsetahöllina í Bónus deild karla í körfubolta með sex stiga sigri á Álftanesi, 75-81. Heimamenn fengu fjölmörg tækifæri til að jafna leikinn undir lokin en taugarnar voru of trekktar.
Grindvíkingar lentu í basli með botnlið Hauka á heimavelli í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld en lönduðu að lokum átta stiga torsóttum sigri, 79-71.
Tindastólsmenn unnu sinn sjötta heimaleik í röð og tóku toppsætið af Stjörnumönnum með tíu stiga sigri á ÍR-ingum í Síkinu í kvöld, 98-88.
DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, messaði hressilega yfir samherjum sínum í eftir leik gegn Val á síðasta tímabili.
Hörður Unnsteinsson var gestur vikunnar í Körfuboltakvöldi Extra á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Eins og vanalega var farið í dagskrárliðinn Góð vika/ slæm vika enda var 12. umferðin viðburðaríki í Bónusdeildinni.
Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi.
Njarðvík vann frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn 106-104 í Bónus-deild karla á fimmtudagskvöldið. Það sem gerir sigur Njarðvíkinga sérstaklega góðan er að þeir Khalil Shabazz og Dwayne Lautier voru báðir fjarverandi. Leikmenn sem teljast báðir með þeim betri í deildinni.
Framlengingin var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Þar voru sérfræðingar þáttarins spurðir spjörunum úr af Stefáni Árna Pálssyni þáttastjórnanda.
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta var að vonum sáttur með sigur sinna manna gegn toppliði Stjörnunnar í 12. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Með sigrinum lyftir Valur sér úr fallsæti en Stjarnan er þó enn á toppnum þrátt fyrir þetta tap í dag.
Valur tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna á þessu ári þegar 12. umferð Bónus deildar karla lauk. Svo fór að lokum að heimamenn unnu fjögra stiga sigur 83-79 eftir afar spennandi leik.
„Það er ekkert rosalega gaman í Grindavík núna og það þarf að vera gaman í Grindavík,“ segir Pavel Ermolinskij um karlalið Grindvíkinga í körfubolta. Pavel segir þjálfara og leikmenn þurfa að eiga við gífurlega pressu sem sameiningartákn Grindvíkinga eftir að bænum var lokað síðasta vetur vegna eldgoss.
Tindastóll fór vestur í bæ í kvöld þar sem þeir mættu KR í Bónus deild karla í körfubolta. Tindastóll vann leikinn 95-116, en þetta var kaflaskiptur leikur. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins var sáttur með sigurinn en var ósáttur með marg annað.
Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur á KR í Vesturbænum þegar liðin mættust í fyrsta leik beggja liða í Bónus deild karla árið 2025.
Haukar unnu mikilvægan sigur í fallbaráttu Bónus deildar karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Hött 86-89 á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn nýs þjálfara.
Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta. Friðrik tekur við starfinu innan við mánuði eftir að hafa sagt upp störfum hjá kvennaliði Keflavíkur. Hann segir ákveðna hluti þar hafa verið í þannig farvegi að honum fannst skynsamlegast að óska eftir því að verða leystur undan störfum.
Keflavík tapaði gegn Álftanesi á heimavelli 87-89 í spennandi leik. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir leik.
Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla fór aftur af stað eftir smá jólafrí. Eftir mikla spennu í restina var það Njarðvík sem hafði sigur 106-104.
Það var þungt yfir þjálfara Grindavíkur eftir tapleikinn gegn ÍR í kvöld þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann var lengi í klefanum að fara yfir málin með sínum mönnum áður en hann gaf kost á sér. Leikurinn endaði 98-90 fyrir ÍR eftir framlengdan leik.
Álftanes vann tveggja stiga útisigur gegn Keflavík 87-89. Gestirnir höfðu ekki unnið leik síðan 14. nóvember á síðasta ári svo sigurinn var ansi kærkominn.