Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Örvar: Strákarnir hafa hjartað og kraftinn

    „Ég er auðvitað vonsvikinn með það að tapa en aftur á móti ánægður með margt hjá strákunum. Mér fannst við vera mjög öflugir í fyrri hálfleik og þetta var hörkuleikur hlangað til að þeir stungu okkur af í fjórða leikhluta. Það vantaði ekki mikið upp á en þeir unnu verðskuldað," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir hörkuleik gegn KR í kvöld en heimamenn sigruðu leikinn, 93-77.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fannar: Þetta er allt á réttri leið

    „Þeir eru með gott lið en við fórum bara loks að spila varnarleik í síðari hálfleik, við fengum alltof mikið á okkur í fyrri hálfleik. Við viljum halda liðunum undir sjötíu stigum og við höfum verið að finna taktinn sérstaklega varnarlega og það er jákvætt," sagði Fannar Ólafsson, leikmaður KR, eftir sigurinn gegn Fjölni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur

    „Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður

    „Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvík lagði Íslandsmeistarana

    Njarðvík gerði sér lítið fyrir og lagði Íslands- og bikarmeistara Snæfells á heimavelli í Iceland Express-deild karla í kvöld, 89-87. Alls fóru þrír leikir fram í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Friðrik Ragnarsson farinn að þjálfa aftur hjá Njarðvík

    Friðrik Ragnarsson hefur tekið að sér þjálfun hjá Njarðvíkingum til þess að leysa skyndilegt brotthvarf Örvars Þórs Kristjánssonar. Þetta verður í fyrsta sinn í sex ár sem Friðrik þjálfar á sínum heimaslóðum. Örvar tók við meistaraflokki Fjölnis af Tómasi Holton en Njarðvíkingar hafa fengið tvo reynslubolta til þess að leysa hann af hjá sínum yngri flokkum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tómas Holton hættur með Fjölnisliðið eftir aðeins tvo leiki

    Tómas Holton er hættur að þjálfa Fjölni í Iceland Express deild karla eftir aðeins tvo leiki. Tómas Holton tilkynnti Steinari Davíðssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Fjölnis, þetta í gær samkvæmt frétt á karfan.is. Fjölnir hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Snæfelli og Stjörnunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi Jónas byrjar vel með Grindavíkurliðið

    Helgi Jónas Guðfinnsson byrjar vel með Grindavíkurliðið því Grindvíkingar hafa unnuð tvo fyrstu leiki leiki sína í Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindavík vann níu stiga sigur á nýliðum KFÍ, 96-87, í hörkuleik í Röstinni í Grindavík í kvöld.

    Körfubolti