Þórsarar úr Þorlákshöfn eru áfram á toppi Dominos-deildar karla í körfubolta og verða það yfir jólahátíðina eftir fimm stiga sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld, 97-92. Þórsliðið hefur nú unnið sex leiki í röð og er með jafnmörg stig og Grindavík en betri árangur úr innbyrðisleik liðanna.
Grindavík vann stórsigur á Fjölni í í Dalhúsunum. Lokatölur urðu 85-122 og voru Íslandsmeistaranir frábærir. Að sama skapi voru heimamenn í Fjölni líklega að leika sinn versta leik í vetur.
Stjarnan vann 107-101 sigur á KFÍ í framlengdum leik á Ísafirði. Justin Shouse tryggði Stjörnunni framlengingu með því að jafna með þriggja stiga körfu og skoraði síðan sjö af 19 stigum Stjörnuliðsins í framlengingunni.
Tindastólsmenn fögnuðu sínum öðrum sigri í röð þegar liðið vann sex stiga sigur á ÍR á heimavelli, 96-90. Tindastóll tapaði sjö fyrstu deildarleikjum sínum í vetur en hefur nú unnið tvö í röð og á auk þess leik inni.
Þröstur Leó Jóhannsson var frábær hjá Stólunum í kvöld en hann var með 22 stig og 8 stoðsendingar. Valentine var þó atkvæðamestur með 26 stig og 14 fráköst.
KR-ingar ætla að hanga í efstu liðunum þrátt fyrir að spila bara með einn Bandaríkjamenn en liðið vann 12 stiga sigur á Skallagrími, 102-90,í Borgarnesi í kvöld. Skallagrímsmenn hafa nú tapað fimm leikjum í röð.
Brynjar Þór Björnsson skoraði 35 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir KR í kvöld og Martin Hermannsson var með 20 stig.
Öll úrslitin í kvöld
KFÍ-Stjarnan 101-107 (23-26, 22-16, 18-24, 25-22, 13-19)
KFÍ: Damier Erik Pitts 36/6 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 21/6 fráköst, Tyrone Lorenzo Bradshaw 21/6 fráköst, Hlynur Hreinsson 10, Jón Hrafn Baldvinsson 7/7 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 6/13 fráköst..
Stjarnan: Justin Shouse 28/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 19/8 fráköst, Brian Mills 18/9 fráköst, Fannar Freyr Helgason 13/8 fráköst, Jovan Zdravevski 13/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 10, Kjartan Atli Kjartansson 5, Sæmundur Valdimarsson 1/7 fráköst.
Fjölnir-Grindavík 85-122 (19-43, 19-28, 25-21, 22-30)
Fjölnir: Sylverster Cheston Spicer 23/13 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 13/4 fráköst/3 varin skot, Paul Anthony Williams 12/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 12/6 fráköst, Gunnar Ólafsson 11, Jón Sverrisson 8/8 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6.
Grindavík: Samuel Zeglinski 38/6 fráköst/11 stoðsendingar, Aaron Broussard 18/8 fráköst, Þorleifur Ólafsson 15, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 11/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 5, Ólafur Ólafsson 5/5 fráköst, Davíð Ingi Bustion 4/5 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 4, Björn Steinar Brynjólfsson 3.
Tindastóll-ÍR 96-90 (26-27, 27-22, 22-19, 21-22)
Tindastóll: George Valentine 26/14 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 22/4 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 10/4 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 10/7 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 8, Drew Gibson 8/7 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 6, Svavar Atli Birgisson 6.
ÍR: Eric James Palm 26/5 stoðsendingar/5 stolnir, Hreggviður Magnússon 19/6 fráköst, Isaac Deshon Miles 16/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nemanja Sovic 11/11 fráköst, Hjalti Friðriksson 8/9 fráköst, Sveinbjörn Claessen 7/5 fráköst, Ellert Arnarson 3.
Snæfell-Þór Þ. 92-97 (23-22, 21-26, 22-29, 26-20)
Snæfell: Asim McQueen 22/15 fráköst, Jay Threatt 20/4 fráköst/8 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 19/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Sigurður Á. Þorvaldsson 7, Hafþór Ingi Gunnarsson 6, Ólafur Torfason 6/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 2.
Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 23/7 stoðsendingar, David Bernard Jackson 22/9 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 14/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 12, Darri Hilmarsson 12, Baldur Þór Ragnarsson 7, Darrell Flake 7/6 fráköst.
Skallagrímur-KR 90-102 (25-24, 25-28, 22-30, 18-20)
Skallagrímur: Haminn Quaintance 24/10 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir/3 varin skot, Carlos Medlock 22/6 stoðsendingar/6 stolnir, Páll Axel Vilbergsson 17/5 fráköst, Davíð Ásgeirsson 10/6 fráköst, Orri Jónsson 6, Sigmar Egilsson 6, Trausti Eiríksson 3, Birgir Þór Sverrisson 2.
KR: Brynjar Þór Björnsson 35/8 stoðsendingar, Martin Hermannsson 20/5 fráköst, Helgi Már Magnússon 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnusson 15/9 fráköst, Kristófer Acox 11/11 fráköst/3 varin skot, Jón Orri Kristjánsson 5, Emil Þór Jóhannsson 1/4 fráköst.
Keflavík-Njarðvík 91-92 (25-14, 23-24, 17-24, 14-17, 12-13)
Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 25/7 fráköst, Darrel Keith Lewis 20/14 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 12/7 fráköst, Stephen Mc Dowell 12/4 fráköst, Michael Craion 12/13 fráköst, Valur Orri Valsson 8, Andri Daníelsson 2/5 fráköst.
Njarðvík: Nigel Moore 23/10 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 19/9 fráköst, Elvar Már Friðriksson 18/5 fráköst, Marcus Van 16/15 fráköst/4 varin skot, Ágúst Orrason 12, Friðrik E. Stefánsson 3/6 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 1.