Njarðvíkingar ætla að láta gott af sér leiða fyrir jólin og á föstudag verður haldinn afar áhugaverður körfuknattleiksleikur í Ljónagryfjunni þar sem ágóðinn mun renna í gott málefni.
Þá mætir meistaraflokkslið Njarðvíkur úrvalsliði Njarðvíkinga og í síðara liðinu eru margir áhugaverðir kappar.
Má þar nefna kempur eins og Teit Örlygsson, Ísak Tómasson, Brenton Birmingham svo einhverjir séu nefndir. Þjálfarar liðsins eru síðan þeir Friðrik Ingi Rúnarsson og Gunnar Þorvarðarson
Í hálfleik verður síðan þriggja stiga keppni þar sem Gunnar Örlygsson er á meðal keppenda.
Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er aðgangseyrir 1.000 kr. Allur ágóði rennur til Líknarsjóðs Njarðvíkurkirkna.
Leikmannahópur úrvalsliðsins:
Ísak Tómasson - Íslandsmeistari 1981, 1982, 1984, 1985, 1986, 1987, 1991, 1994, 1995
Teitur Örlygsson – Íslandsmeistari 1984, 1985, 1986, 1987, 1991, 1994, 1995, 1998, 2001, 2002
Friðrik Ragnarsson – Íslandsmeistari 1987, 1991, 1994, 1995, 1998 (sem leikmaður), 2001 (sem spilandi þjálfari), 2002, (sem þjálfari)
Brenton Birmingham – Íslandsmeistari 2001, 2002, 2006
Páll Kristinsson – Íslandsmeistari 1995, 1998, 2002
Jeb Ivey – Íslandsmeistari 2006
Logi Gunnarsson – Íslandsmeistari 1998, 2001, 2002
Guðmundur Jónsson – Íslandsmeistari 2006
Egill Jónasson – Íslandsmeistari 2006
Jóhann Árni Ólafsson – íslandsmeistari 2006
Daníel Guðni Guðmundsson
Rúnar Ingi Erlingsson – Íslandsmeistari 2006
Körfubolti