Umfjöllun: Engir meistarataktar hjá Snæfelli en sigur Nýliðar Hauka komu meistaraliði Snæfells í opna skjöldu í fyrsta leiknum í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Þrátt fyrir að Snæfell hafi marið 76-67 sigur var leikur þeirra langt frá því að vera sannfærandi. Aðeins léleg skotnýting Haukaliðsins varð til þess að liðið náði ekki að leggja meistarana að velli. Körfubolti 18. mars 2011 20:47
IE-deildin: Erfið titilvörn framundan hjá meistaraliði Snæfells Titilvörn Íslandsmeistaraliðs Snæfells úr Stykkishólmi hefst fyrir alvöru í kvöld þegar liðið tekur á móti nýliðum Hauka í átta liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 s.l. mánudag fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna með Guðjóni Guðmundssyni. Samantektina má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan. Körfubolti 18. mars 2011 14:45
IE-deildin: Svali og Benedikt telja að Keflavík fari langt í úrslitakeppninni Átta liða úrslitin í Iceland Express deild karla halda áfram í kvöld og þar sem Keflavík sem endaði í þriðja sæti deildarinnar leikur gegn ÍR sem endaði í sjötta sæti. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir málin með Guðjóni Guðmundssyni íþróttafréttamanni. Körfubolti 18. mars 2011 12:15
KR-ingar fóru á flug í seinni hálfleik - myndir KR-ingar eru komnir í 1-0 í einvíginu á móti Njarðvík í átta liða úrslitum Iceland Express deild karla eftir 92-80 sigur í DHL-höllinni í gærkvöldi. Körfubolti 18. mars 2011 08:30
Teitur: Getum gert miklu betur „Það er alltaf sárt að tapa,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að Grindavík vann í kvöld fyrsta leikinn í rimmu liðanna í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld. Körfubolti 17. mars 2011 21:34
Ólafur: Spiluðum betri vörn Ólafur Ólafsson sýndi frábæra takta í kvöld og kórónaði góðan leik þegar hann stal boltanum í blálokin og tryggði sínum mönnum í Grindavík sigur á Stjörnunni með tilþrifamikilli troðslu. Körfubolti 17. mars 2011 21:30
Helgi Jónas: Baráttan komin aftur Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld en þar með eru Grindvíkingar komnir í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Körfubolti 17. mars 2011 21:23
Umfjöllun: Naumur sigur Grindavíkur Grindavík er komið í 1-0 forystu í einvíginu gegn Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deild karla. Grindvíkingar unnu nauman sigur á heimavelli, 90-83, eftir hörkuspennandi viðureign. Körfubolti 17. mars 2011 20:59
KR-ingar frábærir í seinni hálfleik og 1-0 yfir á móti Njarðvík Marcus Walker fór í gang í seinni hálfleik og KR-ingar unnu öruggan tólf stiga sigur, 92-80, á Njarðvík í fyrsta leik liðanna í einvígi þeirra í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla. KR er því 1-0 yfir en næsti leikur er í Njarðvík á sunnudagskvöldið. Körfubolti 17. mars 2011 20:47
Kara getur mögulega spilað með KR um helgina Svo gæti farið að Margrét Kara Sturludóttir muni spila með KR gegn Keflavík um helgina, þrátt fyrir að hún hafi verið dæmd í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Körfubolti 17. mars 2011 16:41
Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. Körfubolti 17. mars 2011 12:53
IE-deildin: Ekkert grín að fyrir KR að fá Njarðvík í fyrstu umferð "Það er lífsstíll að vera ekki KR-ingur og það er alveg sama við hvern maður talar – það setja allir pressu á KR. Það er ekki hægt að bera saman Njarðvíkurliðið í dag og það sem var í haust. Þetta er bara nýtt lið,“ sagði Svali Björgvinsson í Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina í körfubolta karla sem sýndur var á mánudaginn. Körfubolti 17. mars 2011 12:15
Svali og Benedikt spá Stjörnunni sigri gegn Grindavík Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld og ein áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitunum er rimma Grindavíkur og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna í þessari viðureign. Körfubolti 17. mars 2011 11:00
Davíð Páll fékk lengra bann en Darko Aga- og úrskurðanefnd hefur tekið fyrir slagsmálin sem urðu í leik Hauka og KFÍ í lokaumferð Iceland Express deildar karla á fimmtudaginn var. Þrír leikmenn fá leikbönn en fimm leikmenn fá aðeins áminningu. Körfubolti 15. mars 2011 15:11
Jón Ólafur: Ég held að það sé ekkert gaman að dekka okkur Jón Ólafur Jónsson var í dag valinn besti leikmaður umferða 12 til 22 í Iceland Express deildar karla. Hann hefur verið lykilmaður í deildarmeistaraliði Snæfells og var með 20,6 stig og 10.1 frákast að meðaltali í leik í seinni hlutanum. Körfubolti 14. mars 2011 20:15
Jón Ólafur og Hrafn kosnir bestir í seinni hlutanum Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, og Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, voru í dag kostnir bestir í umferðum 12 til 22 í Iceland Express deild karla. Valið var tilkynnt á blaðamannafundi hjá KKÍ en þá kom einnig í ljóst hverjir voru valdir í fimm manna úrvalslið. Körfubolti 14. mars 2011 14:51
Davíð Páll og Darko biðjast afsökunar Haukamaðurinn Davíð Páll Hermannsson og KFÍ-maðuriinn Darko Milocevic hafa báðir sent frá sér fréttatilkynningu, sitt í hvoru lagi, þar sem þeir biðjast innilegrar afsökunar á framkomu sinni í leik Hauka og KFÍ í lokaumferð Iceland Express deildar karla í gærkvöldi. Körfubolti 11. mars 2011 16:05
Fá mögulega þriggja mánaða bann fyrir slagsmál Leikmennirnir sem slógust í viðureign Hauka og KFÍ í Iceland Express-deild karla í gær gátu átt yfir höfði sér þunga refsingu. Körfubolti 11. mars 2011 14:54
KR-ingar unnu deildarmeistarana með 23 stigum - myndir KR-ingar tryggðu sér annað sætið í Iceland Express deild karla og leiki gegn Njarðvík í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar með því að vinna sannfærandi 23 stiga sigur á nýkrýndum deildarmeisturum Snæfells í lokaumferð deildarkeppninnar í gærkvöldi. Körfubolti 11. mars 2011 08:00
Jón Ólafur: Spiluðum hörmulega vörn "Það var fullrólegt yfir okkur í dag. Það skorti alla baráttu í okkur og varnarlega vorum við gjörsamlega hörmulegir. KR skoraði 38 stig á okkur í þriðja leikhluta og það á ekki að gerast,“ sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Snæfells eftir stórt tap liðsins gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 116-93. Körfubolti 10. mars 2011 22:46
Brenton lék með Njarðvík í kvöld Brenton Joe Birmingham, tók skóna ofan af hillunni, og lék með Njarðvík í 96-84 sigri á Tindastól í lokaumferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Brenton skoraði 14 stig á tæpum þrettán mínútum í leiknum og þær unnu Njarðvíkingar með 13 stiga mun. Körfubolti 10. mars 2011 22:28
Pavel: Mikilvægur sigur fyrir sjálfstraustið „Þetta var frábær sigur og það hefði verið slæmt fyrir sjálfstraustið að fara inn í úrslitakeppnina með þrjú töp á bakinu. Andinn í hópnum hefði líklega ekki verið góður ef við hefðum tapað þessum leik,“ sagði Pavel Ermolinskij eftir frábæran sigur KR gegn Snæfelli í Iceland Express deild karla í kvöld, 116-93. Körfubolti 10. mars 2011 22:21
Hópslagsmál á Ásvöllum í kvöld Það sauð heldur betur upp úr í leik Hauka og KFÍ í lokaumferð Iceland Express deildar karla í körfubolta á Ásvöllum í kvöld. Haukarnir tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 88-68 sigri en gætu verið án nokkurra leikmanna í fyrsta leik á móti Snæfelli því fjórum leikmönnum liðsins var vikið út úr húsi í kvöld og einn leikmaður endaði á sjúkrahúsi. Körfubolti 10. mars 2011 21:20
Haukar tryggðu sér síðasta sætið í úrslitakeppninni Haukar tryggðu sér áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með því að vinna öruggan 20 stiga sigur á botnliði KFÍ, 88-68, í lokaumferðinni í kvöld. Fjölnir vann á sama tíma fjögurra stiga sigur á ÍR en missti naumlega af úrslitakeppninni annað árið í röð. Körfubolti 10. mars 2011 21:07
KR-ingar tryggðu sér annað sætið með sigri á deildarmeisturunum KR vann góðan sigur á deildarmeisturum Snæfelli í kvöld, 116-93, í lokaumferð Iceland Express deild karla í körfubolta. Með sigrinum varð KR í öðru sæti deildarinnar og mun mæta Njarðvík í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst á fimmtudag. KR-ingar settu í fimmta gír í þriðja leikhluta og kláruðu leikinn með frábærum kafla. Körfubolti 10. mars 2011 20:59
Keflvíkingar aldrei í vandræðum með Grindvíkinga Keflavík vann fimmtán stiga sigur á Grindavík, 86-71, í Toyota-höllinni í Keflavík í lokaumferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn og að keppa um annað sætið í deildinni við KR. Körfubolti 10. mars 2011 20:43
Grindavík og Keflavík komust í hann krappann Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld og má segja að úrslit kvöldsins hafi verið eftir bókinni þó svo stóru liðunum hafi verið strítt. Körfubolti 7. mars 2011 21:12
Ingi Þór: Mjög hissa á úrslitunum í Seljaskóla "Ég verð að viðurkenna að þetta kemur mér nokkuð á óvart og er mjög hissa á úrslitunum í Seljaskóla,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sem varð deildarmeistari í Iceland Express deild karla í kvöld. Snæfell vann sigur á Hamri á heimavelli, 76-64 á meðan KR tapaði illa fyrir ÍR í Seljaskóla, 125-94. Þar með er ljóst að Snæfell er deildarmeistari. Körfubolti 6. mars 2011 21:37
Snæfell deildarmeistari og KR steinlá fyrir ÍR Snæfell er deildarmeistari í Iceland Express deild karla eftir sigur á heimavelli gegn Hamar, 76-64. Á sama tíma steinlá KR fyrir ÍR í Seljaskóla, 124-94, og þar með er ljóst að Snæfell er deildarmeistari. Körfubolti 6. mars 2011 21:00
Snæfell getur orðið deildarmeistari í kvöld Snæfell getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld verði úrslit kvöldsins þeim hagstæð. Vinni Snæfell sigur á Hamar í Hólminum á sama tíma og KR tapar sínum leik á móti ÍR í Seljaskóla þá fer deildarmeistaratitilinn á loft í Fjárhúsinu. Körfubolti 6. mars 2011 14:30
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti