Teigurinn í eigu Stjörnumanna í einvíginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2013 17:30 Mynd/Vilhelm Stjörnumenn hafa skorað 39,3 stig að meðaltali í leik inn í teig í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Snæfelli og yfirburðir Stjörnumanna í teignum eiga mikinn þátt í því að Stjörnumenn geta tryggt sér sæti í lokaúrslitum í kvöld. Stjarnan tekur á móti Snæfelli í kvöld í fjórða leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Dominos-deild karla í körfubolta. Leikurinn fer fram í Ásgarði í Garðabæ, hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Snæfell verður að vinna til að forðast sumarfrí og tryggja sér oddaleik í Stykkishólmi á mánudagskvöldið. Stjörnumenn hafa skorað 118 stig inn í teig í fyrstu þremur leikjunum á móti 60 stigum frá Snæfellsliðinu. Hér munar 58 stigum eða 19,3 stigum að meðaltali í leik. Jarrid Frye og Brian Mills eiga mikinn þátt í þessum yfirburðum enda eru þeir báðir með afbragðsnýtingu í tveggja stiga skotum í einvíginu. Mills hefur hitt úr 71,4 prósent tveggja stiga skota sinn (15 af 21) í leikjunum þremur en Frye er með 60,9 prósent tveggja stiga nýtingu (28 af 46).Stig liða í teignum í fyrstu þremur leikjum einvígis Snæfells og Stjörnunnar:Leikur eitt - Stjarnan 34-18 (+16)Leikur tvö - Stjarnan 46-20 (+26)Leikur þrjú - Stjarnan 38-22 (+16)Samanlagt - Stjarnan 118-60 (+58) Það vekur líka athygli að Stjörnumenn hafa haft mikla yfirburði í öðrum leikhlutanum í leikjum þremur en þeir hafa skorað 38 stigum meira en Snæfellsliðið frá 11. til 20. mínútu leiksins. Mestir voru yfirburðirnir í leik þrjú í Stykkishólmi þar sem Stjarnan vann annan leikhlutann 35-14 og svo gott sem gekk frá leiknum. Snæfellsliðið hefur reyndar alltaf svarað með góðum þriðja leikhluta (Snæfell er 76-52 yfir í 3. leikhluta í einvíginu) en það dugði bara liðinu í fyrsta leiknum. Stjarnan hefur haldið út í síðustu tveimur og fagnað sigri í þeim báðum. 2. leikhlutinn í fyrstu þremur leikjum einvígis Snæfells og Stjörnunnar:Leikur eitt - Stjarnan 26-18 (+8)Leikur tvö - Stjarnan 21-12 (+9)Leikur þrjú - Stjarnan 35-14 (+21)Samanlagt - Stjarnan 82-44 (+38) Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Stjörnumenn hafa skorað 39,3 stig að meðaltali í leik inn í teig í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Snæfelli og yfirburðir Stjörnumanna í teignum eiga mikinn þátt í því að Stjörnumenn geta tryggt sér sæti í lokaúrslitum í kvöld. Stjarnan tekur á móti Snæfelli í kvöld í fjórða leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Dominos-deild karla í körfubolta. Leikurinn fer fram í Ásgarði í Garðabæ, hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Snæfell verður að vinna til að forðast sumarfrí og tryggja sér oddaleik í Stykkishólmi á mánudagskvöldið. Stjörnumenn hafa skorað 118 stig inn í teig í fyrstu þremur leikjunum á móti 60 stigum frá Snæfellsliðinu. Hér munar 58 stigum eða 19,3 stigum að meðaltali í leik. Jarrid Frye og Brian Mills eiga mikinn þátt í þessum yfirburðum enda eru þeir báðir með afbragðsnýtingu í tveggja stiga skotum í einvíginu. Mills hefur hitt úr 71,4 prósent tveggja stiga skota sinn (15 af 21) í leikjunum þremur en Frye er með 60,9 prósent tveggja stiga nýtingu (28 af 46).Stig liða í teignum í fyrstu þremur leikjum einvígis Snæfells og Stjörnunnar:Leikur eitt - Stjarnan 34-18 (+16)Leikur tvö - Stjarnan 46-20 (+26)Leikur þrjú - Stjarnan 38-22 (+16)Samanlagt - Stjarnan 118-60 (+58) Það vekur líka athygli að Stjörnumenn hafa haft mikla yfirburði í öðrum leikhlutanum í leikjum þremur en þeir hafa skorað 38 stigum meira en Snæfellsliðið frá 11. til 20. mínútu leiksins. Mestir voru yfirburðirnir í leik þrjú í Stykkishólmi þar sem Stjarnan vann annan leikhlutann 35-14 og svo gott sem gekk frá leiknum. Snæfellsliðið hefur reyndar alltaf svarað með góðum þriðja leikhluta (Snæfell er 76-52 yfir í 3. leikhluta í einvíginu) en það dugði bara liðinu í fyrsta leiknum. Stjarnan hefur haldið út í síðustu tveimur og fagnað sigri í þeim báðum. 2. leikhlutinn í fyrstu þremur leikjum einvígis Snæfells og Stjörnunnar:Leikur eitt - Stjarnan 26-18 (+8)Leikur tvö - Stjarnan 21-12 (+9)Leikur þrjú - Stjarnan 35-14 (+21)Samanlagt - Stjarnan 82-44 (+38)
Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira