Hungrið er fáránlega mikið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 07:00 Teitur þarf að huga að því að lærisveinar hans verði með spennustigið rétt stillt í leiknum í kvöld.fréttablaðið/valli „Þetta er frídagur þannig að við munum taka létta æfingu um morguninn. Skjótum aðeins á körfuna og förum svo saman í bröns og hlæjum saman. Leikmenn fara svo heim til sín, fá sér lúr eða hvað þeir vilja gera fram að leik,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, um undirbúning sinna manna fyrir leikinn stóra gegn Grindavík í kvöld. Staðan fyrir kvöldið er einföld. Stjarnan leiðir einvígið 2-1 og verður meistari með sigri. Tapi liðið aftur á móti leiknum verður spilaður oddaleikur í Grindavík. „Þetta er rosalegt tækifæri. Við höfum oft talað um þetta markmið í úrslitakeppninni. Menn mega ekki missa sjónar á þessu markmiði. Sama hvort við vinnum eða töpum. Menn hafa reynt að halda fókus á markmiðið og það er bannað að missa sjónar á því. Einbeitingin hefur sem betur fer verið góð í liðinu,“ sagði Teitur. „Við gáfum það út fyrir tímabilið að markmiðið væri að verða Íslandsmeistari. Við höfum viljað bæta okkur frá hverju ári og búa til sigurhefð. Það taka allir Stjörnuna alvarlega í dag.“ Teitur er reynslumikill kappi og var mjög sigursæll leikmaður. Reynsla hans mun líklega vega þungt í því að undirbúa liðið sitt rétt fyrir leikinn.Enginn orðið Íslandsmeistari áður „Það er oft best að gera ekki of mikið úr hlutunum þó svo að þetta sé stærsta tækifæri Stjörnunnar frá upphafi til þess að verða meistari. Ég held að það hafi enginn í okkar liði orðið Íslandsmeistari áður. Hungrið er því fáránlega mikið í liðinu. Það hjálpar til að liðið hefur verið lengi saman og það er mikil reynsla í liðinu. Við erum í eldri kantinum og strákarnir eru þroskaðir og það hefur sýnt sig í síðustu leikjum. Við höfum ekki gefið mörg færi á okkur,“ sagði Teitur. Hann hefur enga trú á öðru en að hans menn verði klárir í bátana og að stressið taki ekki yfir. „Það getur verið stress rétt í upphafi en menn spila það úr sér. Mönnum líður kannski illa þegar þeir eru að bíða. Svo þegar menn koma í upphitun á sínum heimavelli sjá þeir að það er ekkert að óttast. Ég held að stemningin verði ekkert yfirþyrmandi. Vonandi koma fleiri en áður. Vonandi fáum við fólkið sem hefur verið að íhuga að koma. Þetta er staðurinn og stundin til þess að koma á leik. Vonandi verður kofinn troðfullur. Við höfum staðið okkur vel í leikjum þar sem mikið er í húfi og allt í beinni. Mínir menn virðast þrífast á þannig umhverfi sem er frábært.“Erfitt að klára titilinn á heimavelliSíðustu fimm lið sem gátu tryggt sér titilinn á heimavelliGrindavík 2012 - 91-98 tap á móti Þór Þorl.Keflavík 2010 - 69-105 tap á móti SnæfelliSnæfell 2010 - 73-82 tap á móti KeflavíkKR 2009 - 84-83 sigur á GrindavíkGrindavík 2009 - 83-94 tap á móti KR Dominos-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
„Þetta er frídagur þannig að við munum taka létta æfingu um morguninn. Skjótum aðeins á körfuna og förum svo saman í bröns og hlæjum saman. Leikmenn fara svo heim til sín, fá sér lúr eða hvað þeir vilja gera fram að leik,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, um undirbúning sinna manna fyrir leikinn stóra gegn Grindavík í kvöld. Staðan fyrir kvöldið er einföld. Stjarnan leiðir einvígið 2-1 og verður meistari með sigri. Tapi liðið aftur á móti leiknum verður spilaður oddaleikur í Grindavík. „Þetta er rosalegt tækifæri. Við höfum oft talað um þetta markmið í úrslitakeppninni. Menn mega ekki missa sjónar á þessu markmiði. Sama hvort við vinnum eða töpum. Menn hafa reynt að halda fókus á markmiðið og það er bannað að missa sjónar á því. Einbeitingin hefur sem betur fer verið góð í liðinu,“ sagði Teitur. „Við gáfum það út fyrir tímabilið að markmiðið væri að verða Íslandsmeistari. Við höfum viljað bæta okkur frá hverju ári og búa til sigurhefð. Það taka allir Stjörnuna alvarlega í dag.“ Teitur er reynslumikill kappi og var mjög sigursæll leikmaður. Reynsla hans mun líklega vega þungt í því að undirbúa liðið sitt rétt fyrir leikinn.Enginn orðið Íslandsmeistari áður „Það er oft best að gera ekki of mikið úr hlutunum þó svo að þetta sé stærsta tækifæri Stjörnunnar frá upphafi til þess að verða meistari. Ég held að það hafi enginn í okkar liði orðið Íslandsmeistari áður. Hungrið er því fáránlega mikið í liðinu. Það hjálpar til að liðið hefur verið lengi saman og það er mikil reynsla í liðinu. Við erum í eldri kantinum og strákarnir eru þroskaðir og það hefur sýnt sig í síðustu leikjum. Við höfum ekki gefið mörg færi á okkur,“ sagði Teitur. Hann hefur enga trú á öðru en að hans menn verði klárir í bátana og að stressið taki ekki yfir. „Það getur verið stress rétt í upphafi en menn spila það úr sér. Mönnum líður kannski illa þegar þeir eru að bíða. Svo þegar menn koma í upphitun á sínum heimavelli sjá þeir að það er ekkert að óttast. Ég held að stemningin verði ekkert yfirþyrmandi. Vonandi koma fleiri en áður. Vonandi fáum við fólkið sem hefur verið að íhuga að koma. Þetta er staðurinn og stundin til þess að koma á leik. Vonandi verður kofinn troðfullur. Við höfum staðið okkur vel í leikjum þar sem mikið er í húfi og allt í beinni. Mínir menn virðast þrífast á þannig umhverfi sem er frábært.“Erfitt að klára titilinn á heimavelliSíðustu fimm lið sem gátu tryggt sér titilinn á heimavelliGrindavík 2012 - 91-98 tap á móti Þór Þorl.Keflavík 2010 - 69-105 tap á móti SnæfelliSnæfell 2010 - 73-82 tap á móti KeflavíkKR 2009 - 84-83 sigur á GrindavíkGrindavík 2009 - 83-94 tap á móti KR
Dominos-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira