Hungrið er fáránlega mikið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 07:00 Teitur þarf að huga að því að lærisveinar hans verði með spennustigið rétt stillt í leiknum í kvöld.fréttablaðið/valli „Þetta er frídagur þannig að við munum taka létta æfingu um morguninn. Skjótum aðeins á körfuna og förum svo saman í bröns og hlæjum saman. Leikmenn fara svo heim til sín, fá sér lúr eða hvað þeir vilja gera fram að leik,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, um undirbúning sinna manna fyrir leikinn stóra gegn Grindavík í kvöld. Staðan fyrir kvöldið er einföld. Stjarnan leiðir einvígið 2-1 og verður meistari með sigri. Tapi liðið aftur á móti leiknum verður spilaður oddaleikur í Grindavík. „Þetta er rosalegt tækifæri. Við höfum oft talað um þetta markmið í úrslitakeppninni. Menn mega ekki missa sjónar á þessu markmiði. Sama hvort við vinnum eða töpum. Menn hafa reynt að halda fókus á markmiðið og það er bannað að missa sjónar á því. Einbeitingin hefur sem betur fer verið góð í liðinu,“ sagði Teitur. „Við gáfum það út fyrir tímabilið að markmiðið væri að verða Íslandsmeistari. Við höfum viljað bæta okkur frá hverju ári og búa til sigurhefð. Það taka allir Stjörnuna alvarlega í dag.“ Teitur er reynslumikill kappi og var mjög sigursæll leikmaður. Reynsla hans mun líklega vega þungt í því að undirbúa liðið sitt rétt fyrir leikinn.Enginn orðið Íslandsmeistari áður „Það er oft best að gera ekki of mikið úr hlutunum þó svo að þetta sé stærsta tækifæri Stjörnunnar frá upphafi til þess að verða meistari. Ég held að það hafi enginn í okkar liði orðið Íslandsmeistari áður. Hungrið er því fáránlega mikið í liðinu. Það hjálpar til að liðið hefur verið lengi saman og það er mikil reynsla í liðinu. Við erum í eldri kantinum og strákarnir eru þroskaðir og það hefur sýnt sig í síðustu leikjum. Við höfum ekki gefið mörg færi á okkur,“ sagði Teitur. Hann hefur enga trú á öðru en að hans menn verði klárir í bátana og að stressið taki ekki yfir. „Það getur verið stress rétt í upphafi en menn spila það úr sér. Mönnum líður kannski illa þegar þeir eru að bíða. Svo þegar menn koma í upphitun á sínum heimavelli sjá þeir að það er ekkert að óttast. Ég held að stemningin verði ekkert yfirþyrmandi. Vonandi koma fleiri en áður. Vonandi fáum við fólkið sem hefur verið að íhuga að koma. Þetta er staðurinn og stundin til þess að koma á leik. Vonandi verður kofinn troðfullur. Við höfum staðið okkur vel í leikjum þar sem mikið er í húfi og allt í beinni. Mínir menn virðast þrífast á þannig umhverfi sem er frábært.“Erfitt að klára titilinn á heimavelliSíðustu fimm lið sem gátu tryggt sér titilinn á heimavelliGrindavík 2012 - 91-98 tap á móti Þór Þorl.Keflavík 2010 - 69-105 tap á móti SnæfelliSnæfell 2010 - 73-82 tap á móti KeflavíkKR 2009 - 84-83 sigur á GrindavíkGrindavík 2009 - 83-94 tap á móti KR Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Sjá meira
„Þetta er frídagur þannig að við munum taka létta æfingu um morguninn. Skjótum aðeins á körfuna og förum svo saman í bröns og hlæjum saman. Leikmenn fara svo heim til sín, fá sér lúr eða hvað þeir vilja gera fram að leik,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, um undirbúning sinna manna fyrir leikinn stóra gegn Grindavík í kvöld. Staðan fyrir kvöldið er einföld. Stjarnan leiðir einvígið 2-1 og verður meistari með sigri. Tapi liðið aftur á móti leiknum verður spilaður oddaleikur í Grindavík. „Þetta er rosalegt tækifæri. Við höfum oft talað um þetta markmið í úrslitakeppninni. Menn mega ekki missa sjónar á þessu markmiði. Sama hvort við vinnum eða töpum. Menn hafa reynt að halda fókus á markmiðið og það er bannað að missa sjónar á því. Einbeitingin hefur sem betur fer verið góð í liðinu,“ sagði Teitur. „Við gáfum það út fyrir tímabilið að markmiðið væri að verða Íslandsmeistari. Við höfum viljað bæta okkur frá hverju ári og búa til sigurhefð. Það taka allir Stjörnuna alvarlega í dag.“ Teitur er reynslumikill kappi og var mjög sigursæll leikmaður. Reynsla hans mun líklega vega þungt í því að undirbúa liðið sitt rétt fyrir leikinn.Enginn orðið Íslandsmeistari áður „Það er oft best að gera ekki of mikið úr hlutunum þó svo að þetta sé stærsta tækifæri Stjörnunnar frá upphafi til þess að verða meistari. Ég held að það hafi enginn í okkar liði orðið Íslandsmeistari áður. Hungrið er því fáránlega mikið í liðinu. Það hjálpar til að liðið hefur verið lengi saman og það er mikil reynsla í liðinu. Við erum í eldri kantinum og strákarnir eru þroskaðir og það hefur sýnt sig í síðustu leikjum. Við höfum ekki gefið mörg færi á okkur,“ sagði Teitur. Hann hefur enga trú á öðru en að hans menn verði klárir í bátana og að stressið taki ekki yfir. „Það getur verið stress rétt í upphafi en menn spila það úr sér. Mönnum líður kannski illa þegar þeir eru að bíða. Svo þegar menn koma í upphitun á sínum heimavelli sjá þeir að það er ekkert að óttast. Ég held að stemningin verði ekkert yfirþyrmandi. Vonandi koma fleiri en áður. Vonandi fáum við fólkið sem hefur verið að íhuga að koma. Þetta er staðurinn og stundin til þess að koma á leik. Vonandi verður kofinn troðfullur. Við höfum staðið okkur vel í leikjum þar sem mikið er í húfi og allt í beinni. Mínir menn virðast þrífast á þannig umhverfi sem er frábært.“Erfitt að klára titilinn á heimavelliSíðustu fimm lið sem gátu tryggt sér titilinn á heimavelliGrindavík 2012 - 91-98 tap á móti Þór Þorl.Keflavík 2010 - 69-105 tap á móti SnæfelliSnæfell 2010 - 73-82 tap á móti KeflavíkKR 2009 - 84-83 sigur á GrindavíkGrindavík 2009 - 83-94 tap á móti KR
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Sjá meira