Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir þau áform stjórnarflokkanna að slá virkjanir í Skagafirði út af borðinu. Talsmaður Landverndar átelur hins vegar stjórnarliðið fyrir að opna á Kjalölduveitu. Innlent 26. júní 2025 22:02
„Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli“ Formaður Miðflokksins segir nýjustu könnun Maskínu sýna að Flokkur fólksins sé á hverfandi hveli. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir niðurstöðuna skýra stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina. Innlent 26. júní 2025 20:24
Ingvar útskrifaður úr meðferð Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, segist vera útskrifaður úr meðferð en hann tók sér hlé frá þingstörfum í síðasta mánuði í von um að sigrast á Bakkusi. Innlent 26. júní 2025 20:09
Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fór í viðtal við Kastljós í vikunni. Þar ræddi hún meðal annars málflutning stjórnarandstöðunnar í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda og sagði meðal annars: „Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu.“ Skoðun 26. júní 2025 18:31
Bryndís vill íslenska hermenn á blað Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins vill að ríkið útbúi lista yfir íslenska ríkisborgara með reynslu og þekkingu á varnarmálum sem gætu meðal annars tekið þátt í vörnum kæmi til stríðsátaka. Innlent 26. júní 2025 14:40
Umbóta þörf til að halda uppi lífsgæðum á Íslandi að mati OECD Endurskoða þarf ríkisfjármálin, efla grunnmenntun, virkja meira og létta á reglugerðarfargani til þess að tryggja áframhaldandi hagvöxt og lífsgæði á Íslandi, að mati sérfræðinga Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Stofnunin segir sérstakt áhyggjuefni hvað Ísland hefur dregist eftir úr í menntamálum. Innlent 26. júní 2025 14:32
Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást Ég er friðarsinni og hef alltaf verið og tel að við Íslendingar ættum alltaf að tala með og stuðla að friði alls staðar, en það telst ekki fínt í dag að tala fyrir friði oftast erum við úthrópuð sem Pútínisti og eða Trumpisti og flestir leggja ekki í það skítkast sem dynur á manni ef maður lætur sér koma til hugar að tala um frið. Skoðun 26. júní 2025 14:02
Setja 150 milljónir aukalega í að aðstoða Palestínumenn Íslensk stjórnvöld ætla að veita 150 milljónum króna aukalega til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrri ríkisstjórn stöðvaði framlög Íslands til stofnunarinnar tímabundið vegna ásakana Ísraela um tengsl hennar við Hamas-samtökin. Innlent 26. júní 2025 13:34
„Ég mun standa með mínum ráðherra“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tók ekki undir með Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni Sjálfstæðisflokksins þegar hún sagðist treysta því að Kristrún viðurkenndi að hafa farið yfir línuna, með því að segja málflutning stjórnarandstöðunnar um veiðigjöld í „falsfréttastíl“. Innlent 26. júní 2025 12:14
„Augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist“ Fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að dala á meðan að Samfylkingin bætir við sig í nýjustu könnun Maskínu. Þó að Miðflokkurinn sé hástökkvari mánaðarins segir stjórnmálafræðingur könnuna skýrt merki um að málflutningur stjórnarandstöðunnar sé ekki að borga sig. Innlent 26. júní 2025 12:13
Hafnaði öllum kröfum Ásthildar Lóu nema einni Ríkisútvarpið og fréttakonan Sunna Karen Sigurþórsdóttir brutu gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun sinni um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Siðanefnd hafnaði öllum kröfum ráðherrans fyrrverandi nema einni og telur brotið ekki alvarlegt en ámælisvert þó. Innlent 26. júní 2025 12:11
Vegið að íslenska lífeyriskerfinu Íslenska lífeyriskerfið eins og við þekkjum það hefur byggst upp um áratugaskeið í nánu samstarfi ríkisins og aðila vinnumarkaðarins. Í grunninn er kerfið búið til í kringum þá hugmyndafræði að lífeyrissjóðir tryggi tekjur fólks á vinnumarkaði við starfslok eða þegar áföll knýja dyra, en að ríkið tryggi lágmarksframfærslu þeirra. Með þessum hætti hefur tekist að búa til eignasafn upp á um 8.500 milljarða króna, sem stendur undir stærsta hluta framfærslu íslenskra ellilífeyris- og örorkuþega. Þetta kerfi má líta á sem risavaxið innviðakerfi, þar sem launamenn tryggja eigin framfærslu með framlögum sínum. Skoðun 26. júní 2025 11:47
Veiðigjöld, gaslýsingar og valdníðsla Það er eitthvað svo „Valkyrjulegt“ við það þegar ráðherra hinnar fyrstu verkstjórnar í lýðveldissögunni leggur fram frumvarp sem hann sjálfur skilur ekki. Ráðuneytið skilur það ekki heldur. Skatturinn? Ekki einu sinni hann. Skoðun 26. júní 2025 11:00
Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka Við stjórnvölinn í Danmörku sitja nú sósíaldemókratar, undir forystu Mette Fredriksen sem leiðir þar samsteypustjórn Jafnaðarmannaflokksins, Venstre og Moderaterne - ekkert ósvipað og Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur Fólksins hér heima. Danski Jafnaðarmannaflokkurinn getur með réttu talist systurflokkur hinnar íslensku Samfylkingar, svo nauðalík er pólitísk sýn og stefnuskrá þessara tveggja flokka. En eitt skilur á milli: á meðan annar þessara flokka hefur sýnt pólitískt hugrekki til að taka erfiðar en nauðsynlegar ákvarðanir þá sýnir systurflokkurinn pólitískt hugleysi með því að ýmist stinga höfðinu í sandinn eða þá reyna að kæfa umræðu um erfið mál. Skoðun 26. júní 2025 10:02
Árið 2023 kemur aldrei aftur Í grein sem þingmenn stjórnarmeirihlutans og fulltrúar í atvinnuveganefnd birtu í gær er reitt hátt til höggs í athugasemdum við grein sem ég birti hér á Vísi í fyrradag. Þar er ég sökuð um „alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um [meinta] leiðréttingu veiðigjalds segir til um.“ Skoðun 26. júní 2025 09:34
Miðflokkur rýkur upp en Sjálfstæðisflokkur dalar Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 17,3 prósent í nýjustu könnun Maskínu og lækkar þar með um 1,6 prósent. Samfylkingin bætir við sig frá síðustu könnun Maskínu og mælist nú með 28,1 prósenta fylgi. Innlent 26. júní 2025 09:24
Stefna ríkisstjórnarinnar um „öryggi og varnir“ er skýr og skynsamleg Hernaðarlegt framlag Íslands ræðst af staðsetningu þess og lýtur aðallega að fælingarstefnu NATO gegn Rússlandi. Fælingin snýst um að reyna að sannfæra rússnesk stjórnvöld um það fyrirfram að árás á NATO – sem rétt er að taka fram að er almennt talin ólíkleg - yrði ekki bara svarað á meginlandinu. Umræðan 26. júní 2025 09:14
Trumpistar eru víða Í dag eins og alla aðra daga fer fram þjóðarmorð í Palestínu. NATO þjóðir hafa frá upphafi skaffað þjóðarmorðingjunum vopn til ætlunverks síns. Nýjustu tölur benda til að um 400.000 manns hafi verið útrýmt frá því helförin hófst. Skoðun 26. júní 2025 08:30
Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild. Innlent 25. júní 2025 23:01
Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hjólar í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra fyrir að kalla Donald Trump „heillandi“ í viðtali í dag. Framkoma Þorgerðar sé niðurlægjandi fyrir konur og alla sem láta sig mannréttindi varða. Innlent 25. júní 2025 20:35
„Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“ Allt stefnir í að met verði slegið í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi sem er þegar sú sjöunda lengsta í sögunni. Framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd segir staðfest að meirihluti nefndarinnar hafi reiknað veiðigjaldið rétt, þvert á það sem minnihlutinn hafi haldið fram. Innlent 25. júní 2025 20:02
Fasteignagjöld eru lág í Reykjavík Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu fram tillögu gegn auknum tekjum í borgarsjóð. Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári – eða heila átta milljarða á einu kjörtímabili? Fyrir hverja vill Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn niðurgreiða húsnæði? Skoðun 25. júní 2025 18:31
Kristrún missti af fundi með Selenskí Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra missti af fundi sem leiðtogar Norðurlanda áttu með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta í dag vegna þess að hún þurfti að ná flugi heim til Íslands. Erlent 25. júní 2025 18:20
Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. Erlent 25. júní 2025 18:12
Komu sextán dvalarleyfishöfum af Gasasvæðinu Fulltrúar á vegum utanríkisráðuneytisins aðstoðuðu í dag sextán einstaklinga á Gasa, þar af sjö börn, með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, að komast til Amman, höfuðborgar Jórdaníu. Hópurinn heldur svo til Íslands í kjölfarið. Innlent 25. júní 2025 16:37
Heiðrún Lind fóðri málflutning með alvarlegum rangfærslum Meðlimir meirihlutans í atvinnuveganefnd segja framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sett fram alvarlegar rangfærslur til þess að fóðra málflutning um að veiðigjald muni hækka langt umfram það sem frumvarp um breytingu veiðigjalda segir til um. Innlent 25. júní 2025 16:29
Samkeppnin tryggir hag neytenda Matvöruverð á Íslandi hefur hækkað um tæp 6% á undanförnum mánuðum þrátt fyrir styrkingu krónunnar sem vanalega dregur úr verðhækkun á innfluttri vöru. Þetta vekur áleitnar spurningar: Er um tímabundna sveiflu að ræða, eða endurspeglar hækkunin dýpri vandamál í kerfinu? Skoðun 25. júní 2025 15:02
Sameiningarhugur á Vestfjörðum Nokkur sveitarfélög og hreppir á Vestfjörðum hyggjast efna til óformlegra sameiningarviðræðna. Fulltrúar tveggja sveitarfélaga segja að í framtíðarsýn Vestfjarða séu færri sveitarfélög. Þeir telja að málið verði mikið rætt í komandi sveitarstjórnarkosningum. Innlent 25. júní 2025 14:27
Tími til að notast við réttar tölur Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Heiðrún Lind Marteinsdóttir, skrifaði grein sem birtist á þessum vettvangi í gær. Þar eru settar fram alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda segir til um. Skoðun 25. júní 2025 13:32
Rangstæð valkyrja sem skilji ekki frumvarpið Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, harðlega í morgun vegna færslu hennar á Facebook í gærkvöldi. Þar fullyrti hún að sveitarfélög muni hafa hundruði milljóna króna í auknar útsvarstekjur verði veiðigjaldafrumvarpið að lögum. Stjórnarandstaðan segir það til marks um að Inga skilji frumvarpið ekki. Innlent 25. júní 2025 12:03