

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.
Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að búið sé að ljúka máli fráfarandi vararíkissaksóknara sem mun láta af embætti. Hún hafi erft málið frá fyrirennara sínum í embætti. Nýr vararíkissaksóknari verður skipaður.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til.
81 ár er liðið síðan Ísland varð sjálfstæð þjóð og lýðveldið Ísland stofnað við Lögberg á Þingvöllum, við Öxará. Það er ekki langur tími, aðeins einn mannsaldur. Enn eru meðal okkar þeir sem muna daginn, muna hátíðina.
Á þjóðhátíðardaginn er viðeigandi að við sameinumst um þá ágætu hugmynd okkar að vera Íslendingar. Til þess að svo megi verða, er ábyrgð okkar stjórnmálamanna mikil.
Vorið 2023 útskrifaðist ég með burtfararpróf frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Þar fékk ég tækifæri til að stunda söngnám, sem mig hafði alltaf langað til, á mínum forsendum án þess þó að slegið væri af námskröfum. Þetta hefur reynst mér afar dýrmætt þar sem ég bý við fötlun sem lýsir sér i kvíðaröskun og einbeitingarskorti.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur sagt af sér sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Það tilkynnti hann í dag en hann segir áherslur hans í starfi samtakanna ekki njóta stuðnings framkvæmdastjóra né annarra í forystu SFS.
Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár.
Hinn 1. september nk. tekur gildi breytt örorkulífeyriskerfi sem ætlað er að færa flestum örorkulífeyristökum á Íslandi bætt kjör. Hjá stórum hópi lífeyristaka mun þó ekki verða nein kjarabót þar sem nauðsynlegar breytingar á greiðslum örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum hafa ekki verið gerðar. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar sem eiga bæði rétt á örorkulífeyri frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum.
Í dagskrárliðinum Fundarstjórn forseta á þinginu nú rétt í þessu bað Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra Ingibjörgu Isaksen þingflokksformann Framsóknarflokks afsökunar á orðum sínum.
Veik verkstjórn og eftirfylgni er með loftslagsaðgerðum stjórnvalda og ráðstöfun fjármuna er ómarkviss að mati ráðgjafarráðs ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Ráðið segir að þáttaskil í loftslagsaðgerðum sem það kallaði eftir fyrir kosningar í vetur hafi ekki orðið að veruleika.
Ég er búin að skrifa byrjun þessa pistils fjórtán sinnum. Sex sinnum á hnyttinn hátt, fimm sinnum á alvarlegum nótum og svo þrisvar með myndlíkingum. En ég þarf í raun bara eitt orð til þess að hefja pistilinn, kjarna málið og kveðja: SÓUN.
Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta vinna samræmt verklag um þjónustu við konur með endómetríósu samkvæmt alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum.
Raforkukostnaður heimila hefur síðastliðin fimm ár hækkað um ellefu prósent að því er fram kemur í nýrri skýrslu um þróun raforkukostnaðar sem kynnt var í morgun. Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir mikilvægt að brugðist verði við, hann hafi þegar kynnt frumvörp þess efnis í þinginu.
Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja hefur tekið til starfa sem verkefnastjóri viðburða og grasrótarstarfs á skrifstofu Viðreisnar.
Formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur segist efast um að veitingamenn í Reykjavík óttist í mörgum tilvikum að styggja stjórnsýsluna. Hann segir heilbrigðiseftirlitið, sem mótmælti á sínum tíma íþyngjandi reglugerðarbreytingu um auglýsingaskyldu, starfa af heilindum.
Veitingastaðir og Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi vel bent á seinagang og flækjustig við leyfisveitingaferli þegar kemur að opnum veitingastaða. Þá hefur verið bent á að einfalt væri að gera rekstur veitingastaða skráningarskyldan í stað starfsleyfisskyldu.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, stendur fyrir kynningu á skýrslu sem Umhverfis- og orkustofnun hefur unnið um þróun raforkukostnaðar og tillögur til úrbóta á fundi sem hefst klukkan 10.
Formenn þingflokka náðu samkomulagi í gær um að hafa hvorki bókun 35 né frumvarp um breytingar á veiðigjöldum á þingfundi sem fram fer í dag.
Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi.
Þingfundur á sunnudegi er nánast óþekkt fyrirbæri í sögu Alþingis. Árið 1914 var þing kallað saman vegna upphafs fyrri heimstyrjaldarinnar. Hins vegar hefur það aðeins gerst tvisvar sinnum á lýðveldistímanum, og þá vegna losunar fjármagnshafta og aðdraganda þess.
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það fordæmalaust að forseti Alþingis boði til þingfundar á sunnudegi án samráðs við þingflokksformenn og án þess að brýn nauðsyn krefjist þess. Hún sakar meirihlutann um vanvirðingu við þingsköp.
Í pistli sem nýverið birtist hér er því haldið fram að stjórnarandstaðan á Alþingi sé í fýlu og að hún beiti málþófi og þverrandi þátttöku í nefndarstörfum í von um að grafa undan ríkisstjórninni. Þó þessi sýn geti hljómað sannfærandi fyrir þá sem ekki fylgjast náið með þingsköpum, þá er hún bæði einfölduð og villandi.
Þingmönnum stjórnarandstöðunnar er ekki skemmt yfir því að forseti Alþingis hafi boðað til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar í dag til að ræða áfram bókun 35. Þingmaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna kvarta undan heimabökuðum vanda en stjórnarliðar hafa sakað Miðflokksmenn um málþóf.
Ríkisstjórnin þreytist ekki á að klappa sjálfri sér á bakið. Ítrekað hefur hún lýst yfir eigin ágæti, samstöðu, árangri og ábyrgð, en þegar grannt er skoðað eru verk hennar ansi langt frá þeim háleitu yfirlýsingum sem almenningi hefur verið boðið upp á.
Nýtt örorkulífeyriskerfi á að taka gildi 1. september næstkomandi. Um er að ræða kerfi sem varð að lögum fyrir um ári síðan, þegar báðir gömlu valdaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, sátu í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum, sem eru ekki lengur á meðal þingflokka eftir að hafa verið hafnað af kjósendum.
Til orðskipta kom milli Þórunnar Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis og þingmanna Miðflokksins á fyrsta tímanum í nótt, þegar þingfundur hafði staðið yfir í rúman hálfan sólarhring.
Gert er ráð fyrir því að starfsfólk og börn leikskólans Brákarborgar komist aftur í sitt eigið húsnæði í október á þessu ári en að framkvæmdum eigi að vera lokið í september. Tæp fimm ár eru síðan Reykjavíkurborg festi kaup á húsnæði við Kleppsveg í þeim tilgangi að breyta því í leikskóla.
Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins sprakk úr hlátri í ræðupúlti Alþingis á tíunda tímanum í kvöld og í kjölfarið brutust hlátrasköll út í þingsal. Umræður standa yfir um bókun 35.
Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, segir kæru Samtakanna Þjóðfrelsis á hendur utanríkisráðherra um landráð, vera í skilningi laganna með öllu haldlausa. Róbert lítur svo á að kærunni hljóti að vera umsvifalaust vísað frá.
„Hvernig er svo dvölin á leikskólanum við Austurvöll?“ var ég spurð í grænmetiskælinum í Bónus þegar ég skrapp heim í helgarfrí. Það er ekki nema von að fólk spyrji enda minnir sú mynd sem gjarnan er dregin upp á samskipti í hópi leikskólabarna.